Forsendubrestur tollasamninga Þórunn Egilsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. Um er að ræða gríðarlegan samdrátt á markaði en það að er ekki það eina, fyrirséð útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa áhrif á inn- og útflutning á landbúnaðarvörum sem leiðir til forsendubrests tollasamninga við Evrópusambandið. Tollasamningur við ESB Tollasamningur Íslands við ESB hefur stóraukið framboð á innfluttum landbúnaðarvörum, afleiðingar af því hefur verið lækkandi verð til bænda ásamt því að biðtími eftir slátrun hefur aukist þar sem of mikið magn af kjöti hefur verið flutt inn. Því miður hefur lækkandi verð til bænda ekki skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs. Ísland veitir tollfrjálsa kvóta fyrir um 11-12 kg pr. íbúa af landbúnaðarvörum, en á móti fær Ísland ca. 0.02 kg pr. íbúa Evrópusambandsins. Ekki er hægt að sjá að þessi samningur mjög hagstæður fyrir íslenskan landbúnað. Gríðarleg aukning hefur verið á tollkvótum fyrir ferskt og frosið nauta-, svína, og alifuglakjöt eða úr 650 tonnum í 2600 tonn, á móti hefur tollkvóti Íslands til ESB fyrir lambakjöt aukist úr 1850 tonnum í 3000 tonn. Áhrif Brexit á samninginn Síðastliðin ár hefur verið meiri útflutningur á lambakjöti og ostum til Bretlands en allra annara landa innan ESB. Meira en helmingur alls útflutnings á kindakjöti til ESB hefur farið á Bretlandsmarkað. Með útgöngu Breta af Evrópumarkaði þá eru samningsforsendur algjörlega brostnar. Þeir takmörkuðu tollkvótar sem samið var um fyrir íslenskar vörur á Evrópumarkaði munu ekki nýtast eins og til stóð, það hlýtur að teljast sem alvarlegur forsendubrestur. Það verður að endurskoða tollasamninga, ekki er hægt að hafa þá óbreytta samhliða því að þurfum svo að semja aukalega við Bretland til viðbótar við þá tollkvóta sem nú eru til staðar. Afkomubrestur ef ekki er brugðist við Ef ekkert er að gert þá er nokkuð víst að samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu muni versna ásamt því að innlend framleiðsla mun dragast saman. Fyrirséð er að afkomubrestur í greininni muni hafa mikil og varanleg áhrif á íslenskan landbúnað. Það er því brýn nauðsyn að endurskoða tollasamninga við Evrópusambandið ásamt því að grípa til annara nauðsynlegra aðgerða. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem afurðarstöðvum í kjötiðnaði er veitt undanþága frá samkeppnislögum og þeim heimilað að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í Noregi eru bændur og afurðarstöðvar með undanþágur frá samkeppnislögum, það ætti því að vera sjálfsagt að veita þessar undanþágur hérlendis. Það er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að grípa til aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir tjón og tryggja hagsmuni íslenskra bænda. Þá þurfum við ávallt og alla daga að vinna að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, með því erum við einnig að teysta atvinnu í landinu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfur sér að tryggja fæðuöryggi og skapa atvinnu, þannig vinnum við saman. Áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. Um er að ræða gríðarlegan samdrátt á markaði en það að er ekki það eina, fyrirséð útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa áhrif á inn- og útflutning á landbúnaðarvörum sem leiðir til forsendubrests tollasamninga við Evrópusambandið. Tollasamningur við ESB Tollasamningur Íslands við ESB hefur stóraukið framboð á innfluttum landbúnaðarvörum, afleiðingar af því hefur verið lækkandi verð til bænda ásamt því að biðtími eftir slátrun hefur aukist þar sem of mikið magn af kjöti hefur verið flutt inn. Því miður hefur lækkandi verð til bænda ekki skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs. Ísland veitir tollfrjálsa kvóta fyrir um 11-12 kg pr. íbúa af landbúnaðarvörum, en á móti fær Ísland ca. 0.02 kg pr. íbúa Evrópusambandsins. Ekki er hægt að sjá að þessi samningur mjög hagstæður fyrir íslenskan landbúnað. Gríðarleg aukning hefur verið á tollkvótum fyrir ferskt og frosið nauta-, svína, og alifuglakjöt eða úr 650 tonnum í 2600 tonn, á móti hefur tollkvóti Íslands til ESB fyrir lambakjöt aukist úr 1850 tonnum í 3000 tonn. Áhrif Brexit á samninginn Síðastliðin ár hefur verið meiri útflutningur á lambakjöti og ostum til Bretlands en allra annara landa innan ESB. Meira en helmingur alls útflutnings á kindakjöti til ESB hefur farið á Bretlandsmarkað. Með útgöngu Breta af Evrópumarkaði þá eru samningsforsendur algjörlega brostnar. Þeir takmörkuðu tollkvótar sem samið var um fyrir íslenskar vörur á Evrópumarkaði munu ekki nýtast eins og til stóð, það hlýtur að teljast sem alvarlegur forsendubrestur. Það verður að endurskoða tollasamninga, ekki er hægt að hafa þá óbreytta samhliða því að þurfum svo að semja aukalega við Bretland til viðbótar við þá tollkvóta sem nú eru til staðar. Afkomubrestur ef ekki er brugðist við Ef ekkert er að gert þá er nokkuð víst að samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu muni versna ásamt því að innlend framleiðsla mun dragast saman. Fyrirséð er að afkomubrestur í greininni muni hafa mikil og varanleg áhrif á íslenskan landbúnað. Það er því brýn nauðsyn að endurskoða tollasamninga við Evrópusambandið ásamt því að grípa til annara nauðsynlegra aðgerða. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem afurðarstöðvum í kjötiðnaði er veitt undanþága frá samkeppnislögum og þeim heimilað að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í Noregi eru bændur og afurðarstöðvar með undanþágur frá samkeppnislögum, það ætti því að vera sjálfsagt að veita þessar undanþágur hérlendis. Það er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að grípa til aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir tjón og tryggja hagsmuni íslenskra bænda. Þá þurfum við ávallt og alla daga að vinna að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, með því erum við einnig að teysta atvinnu í landinu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfur sér að tryggja fæðuöryggi og skapa atvinnu, þannig vinnum við saman. Áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun