Forsendubrestur tollasamninga Þórunn Egilsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. Um er að ræða gríðarlegan samdrátt á markaði en það að er ekki það eina, fyrirséð útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa áhrif á inn- og útflutning á landbúnaðarvörum sem leiðir til forsendubrests tollasamninga við Evrópusambandið. Tollasamningur við ESB Tollasamningur Íslands við ESB hefur stóraukið framboð á innfluttum landbúnaðarvörum, afleiðingar af því hefur verið lækkandi verð til bænda ásamt því að biðtími eftir slátrun hefur aukist þar sem of mikið magn af kjöti hefur verið flutt inn. Því miður hefur lækkandi verð til bænda ekki skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs. Ísland veitir tollfrjálsa kvóta fyrir um 11-12 kg pr. íbúa af landbúnaðarvörum, en á móti fær Ísland ca. 0.02 kg pr. íbúa Evrópusambandsins. Ekki er hægt að sjá að þessi samningur mjög hagstæður fyrir íslenskan landbúnað. Gríðarleg aukning hefur verið á tollkvótum fyrir ferskt og frosið nauta-, svína, og alifuglakjöt eða úr 650 tonnum í 2600 tonn, á móti hefur tollkvóti Íslands til ESB fyrir lambakjöt aukist úr 1850 tonnum í 3000 tonn. Áhrif Brexit á samninginn Síðastliðin ár hefur verið meiri útflutningur á lambakjöti og ostum til Bretlands en allra annara landa innan ESB. Meira en helmingur alls útflutnings á kindakjöti til ESB hefur farið á Bretlandsmarkað. Með útgöngu Breta af Evrópumarkaði þá eru samningsforsendur algjörlega brostnar. Þeir takmörkuðu tollkvótar sem samið var um fyrir íslenskar vörur á Evrópumarkaði munu ekki nýtast eins og til stóð, það hlýtur að teljast sem alvarlegur forsendubrestur. Það verður að endurskoða tollasamninga, ekki er hægt að hafa þá óbreytta samhliða því að þurfum svo að semja aukalega við Bretland til viðbótar við þá tollkvóta sem nú eru til staðar. Afkomubrestur ef ekki er brugðist við Ef ekkert er að gert þá er nokkuð víst að samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu muni versna ásamt því að innlend framleiðsla mun dragast saman. Fyrirséð er að afkomubrestur í greininni muni hafa mikil og varanleg áhrif á íslenskan landbúnað. Það er því brýn nauðsyn að endurskoða tollasamninga við Evrópusambandið ásamt því að grípa til annara nauðsynlegra aðgerða. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem afurðarstöðvum í kjötiðnaði er veitt undanþága frá samkeppnislögum og þeim heimilað að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í Noregi eru bændur og afurðarstöðvar með undanþágur frá samkeppnislögum, það ætti því að vera sjálfsagt að veita þessar undanþágur hérlendis. Það er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að grípa til aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir tjón og tryggja hagsmuni íslenskra bænda. Þá þurfum við ávallt og alla daga að vinna að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, með því erum við einnig að teysta atvinnu í landinu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfur sér að tryggja fæðuöryggi og skapa atvinnu, þannig vinnum við saman. Áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. Um er að ræða gríðarlegan samdrátt á markaði en það að er ekki það eina, fyrirséð útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa áhrif á inn- og útflutning á landbúnaðarvörum sem leiðir til forsendubrests tollasamninga við Evrópusambandið. Tollasamningur við ESB Tollasamningur Íslands við ESB hefur stóraukið framboð á innfluttum landbúnaðarvörum, afleiðingar af því hefur verið lækkandi verð til bænda ásamt því að biðtími eftir slátrun hefur aukist þar sem of mikið magn af kjöti hefur verið flutt inn. Því miður hefur lækkandi verð til bænda ekki skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs. Ísland veitir tollfrjálsa kvóta fyrir um 11-12 kg pr. íbúa af landbúnaðarvörum, en á móti fær Ísland ca. 0.02 kg pr. íbúa Evrópusambandsins. Ekki er hægt að sjá að þessi samningur mjög hagstæður fyrir íslenskan landbúnað. Gríðarleg aukning hefur verið á tollkvótum fyrir ferskt og frosið nauta-, svína, og alifuglakjöt eða úr 650 tonnum í 2600 tonn, á móti hefur tollkvóti Íslands til ESB fyrir lambakjöt aukist úr 1850 tonnum í 3000 tonn. Áhrif Brexit á samninginn Síðastliðin ár hefur verið meiri útflutningur á lambakjöti og ostum til Bretlands en allra annara landa innan ESB. Meira en helmingur alls útflutnings á kindakjöti til ESB hefur farið á Bretlandsmarkað. Með útgöngu Breta af Evrópumarkaði þá eru samningsforsendur algjörlega brostnar. Þeir takmörkuðu tollkvótar sem samið var um fyrir íslenskar vörur á Evrópumarkaði munu ekki nýtast eins og til stóð, það hlýtur að teljast sem alvarlegur forsendubrestur. Það verður að endurskoða tollasamninga, ekki er hægt að hafa þá óbreytta samhliða því að þurfum svo að semja aukalega við Bretland til viðbótar við þá tollkvóta sem nú eru til staðar. Afkomubrestur ef ekki er brugðist við Ef ekkert er að gert þá er nokkuð víst að samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu muni versna ásamt því að innlend framleiðsla mun dragast saman. Fyrirséð er að afkomubrestur í greininni muni hafa mikil og varanleg áhrif á íslenskan landbúnað. Það er því brýn nauðsyn að endurskoða tollasamninga við Evrópusambandið ásamt því að grípa til annara nauðsynlegra aðgerða. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem afurðarstöðvum í kjötiðnaði er veitt undanþága frá samkeppnislögum og þeim heimilað að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í Noregi eru bændur og afurðarstöðvar með undanþágur frá samkeppnislögum, það ætti því að vera sjálfsagt að veita þessar undanþágur hérlendis. Það er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að grípa til aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir tjón og tryggja hagsmuni íslenskra bænda. Þá þurfum við ávallt og alla daga að vinna að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, með því erum við einnig að teysta atvinnu í landinu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfur sér að tryggja fæðuöryggi og skapa atvinnu, þannig vinnum við saman. Áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun