Hvernig þjóðfélag viljum við? Árný Björg Blandon skrifar 2. nóvember 2020 11:01 Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun