Hvernig þjóðfélag viljum við? Árný Björg Blandon skrifar 2. nóvember 2020 11:01 Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun