Vöndum okkur Ragnar Þór Pétursson skrifar 29. október 2020 08:31 Á Íslandi er rekið skólakerfi út frá hugsjóninni um að samfélagið sé sameign okkar allra og að í því sé tilveruréttur hvers okkar sá sami og allra annarra. Fyrir því eru ekki aðeins siðferðilegar ástæður heldur býr styrkur hvers samfélags í þeim mannauði sem menntun, fjölskyldulíf, vinna, vinátta, ást og önnur félagsleg samskipti leysa úr læðingi. Útskúfun, kúgun og einangrun er stærsta einstaka ógnin við vaxtarskilyrði samfélags ekkert síður en einstaklinga. Samskipti eru flókið mál. Það veit hver fjölskylda á landinu, hver vinnustaður, hver skóli og hver félagsskapur. Í skólastarfi eru samskipti sívakandi og krefjandi faglegt viðfangsefni. Sá tími er löngu liðinn að börn séu flokkuð í bekki eða jafnvel veitt skólavist háð þægð og meðfærileika. Tími kennarapriksins er líka liðinn. Skólinn er vettvangur allra barna, feiminna og frakkra; rólegra og fjörugra. Þau eiga öll sama rétt á að þroska styrkleika sína og finna tilgang með námi sínu. Í skóla, og utan hans, læra börn samskipti, gera mistök, reka sig á og læra af reynslunni ef allt er eðlilegt. Stundum eru mistökin dýrkeypt. Eineltis- og önnur útskúfunarmál eru líklega mest krefjandi verkefni heimilis og skóla. Þau geta orðið gríðarlega flókin, margþætt og snúin. Best tekst til þegar skólinn, heimilin og nemendur ganga saman til þess verks að bæta úr. Andstæðan við útskúfun og einelti er ekki að vera látinn í friði – heldur að fá að vera með, tilheyra. Þú getur skipt um vinnu, skilið við maka eða hætt í félagsskap sem þú kannt ekki lengur að meta. En samskiptavanda innan í skólum eða fjölskyldum þarf helst að laga á staðnum. Ekki aðeins þannig að hin neikvæðu samskipti séu stöðvuð heldur með því að byggja upp betri samskipti í stað hinna vondu. Það er erfitt verk og oft tímafrekt. Það er verk sem krefst elju og úthalds. Það er líka verk sem krefst samábyrgðar og samvinnu. Einn styrkur íslensks samfélags er að andúðin á útskúfun og einelti er, að heita má, almenn. Hún ristir líka dýpra en mörg önnur andúð. Sum urðu fyrir barðinu á einelti í uppvextinum og bera jafnvel örin ævilangt. Önnur lifa með sektarkenndinni yfir því að hafa beitt eða horft upp á einelti. Það er sársauki sem ekki síður ristir inn að beini. Andúðin á einelti í lífi þroskaðrar manneskju magnast upp í skilningseldi þeirra afleiðinga sem slík hegðun hefur. Andúð á einelti og útskúfun er nauðsynleg samfélagi sem tekur þá skyldu sína alvarlega að skapa rými fyrir allt fólk. En hún er ekki nóg. Það þarf líka virðingu, umhyggju, skilning, umburðarlyndi og þekkingu. Andúð og reiði eru vondir ráðgjafar og nærsýnir. Á samfélagsmiðlum má greina minnkaða þolinmæði í garð barna og ungmenna. Ef ungmenni gera dyraat, sprengja rakettu, eru með læti, sparka bolta í glugga eða keyra um á háværum vespum má nokkurn veginn ganga að því vísu að fullorðið fólk safnist saman í fésbókarhópa til að kvarta undan þeim og bölsótast yfir því hve illa börn séu alin upp nú til dags. Allt er þetta auðvitað gert undir háglansandi geislabaug þess sem gleymt hefur brekum eigin bernsku. Að einhverju leyti er þetta skiljanlegt. Lífið er krefjandi fyrir okkur öll um þessar stundir en það er ekki auðveldara fyrir börn. Heimsfaraldurinn, með tilheyrandi röskunum á eðlilegu lífi, erfiðleikum og aukinni fátækt leggst með miklum þunga á ungt fólk. Andleg heilsa ungmenna er í hættu og í einhverjum tilfellum líkamleg heilsa einnig. Dæmi eru um börn á Íslandi sem mæta svöng í skólann án þess að heimilið eigi fyrir mataráskrift í skólanum. Við þessar aðstæður verður að verja börnin og tryggja t.d. með öllum ráðum að ekkert barn þurfi að fara svangt heim úr skólanum. Oft erum við síðan blindust á raunir þeirra barna sem skaprauna okkur mest. Við, fullorðna fólkið, verðum að styðja við börn landsins í gegnum þá erfiðleika sem við okkur blasa. Við þurfum að hjálpast að. Velsæld allra barna er okkur sameiginlegt verkefni. Næstu vikur og mánuðir verða erfiðir og félagsleg vandamál kunna að aukast. Hegðun barna kann að versna. Við getum ekki mætt því með óþolinmæði, heift og gremju. Við verðum að mæta því með stuðningi og hlýju. Ein af áskorunum ungs fólks er að láta lífið ekki snúast um lækin. Að láta ekki stýrast af áliti og viðbrögðum annarra. Sú áskorun gildir um okkur öll – enda erum við flest enn á ungdómsskeiði í hinu stafræna samfélagslífi okkar. Ég verð sérstaklega að skora á fjölmiðla að vanda sig betur. Það gengur ekki að birtar séu fréttir þar sem ljót uppnefni eru höfð um börn í þeim tilgangi að skapa hneykslan á öðrum börnum. Það gengur heldur ekki að vettvangur sé skapaður þar sem rígfullorðið fólk heimtar harðar refsingar gegn börnum í málum sem það hefur litla eða enga þekkingu á. Og það gengur alls ekki að fjölmiðlar séu með ótímabærar og órökstuddar getgátur um andlát barna. Við bara gerum ekki svona! Við bætum ekki þjáningu ofan í þjáningu. Gapastokkar vefmiðlanna eiga ekki að fást í barnastærðum. Aðeins að vandlega athuguðu máli má líf barna, áskoranir eða erfiðleikar verða fréttamatur. Eins er varhugavert, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, að ætla að stjaksetja sveitarfélög, hverfi eða einstaka skóla í samskipta- eða eineltismálum – og meiri líkur en minni að þar sé höggvið í þá sem í einlægni eru að reyna að hjálpa. Hvað þá að gera slík mál að hópefli fyrir fullorðna. Samskiptafærni íslenskra barna reynist, í alþjóðlegum samanburði, ekkert sérstaklega mikil. Það mætti vera okkur öllum umhugsunarefni. Að mér læðist nefnilega sá grunur að samskiptafærni fullorðinna Íslendinga næði ekki á pall á Ólympíuleikunum. Það er ekki vegna þess að við séum verri en annað fólk, illviljaðri eða andstyggilega innrætt. Við höfum bara ekki ræktað styrkleika okkar nóg á þessu sviði. Við erum orðin býsna sannfærandi í reiðinni og líklega með svarta beltið í hneykslun en við erum enn amatörar í tillitssemi og hlýju. Nú, þegar við sitjum uppi með hvert annað í nokkra mánuði til viðbótar hið minnsta, án mikilla tækifæra til að komast burt, er upplagt að við reynum að víkka út hæfni okkar í þessum efnum. Ég hef trú á að okkur gæti tekist það ef við vöndum okkur. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er rekið skólakerfi út frá hugsjóninni um að samfélagið sé sameign okkar allra og að í því sé tilveruréttur hvers okkar sá sami og allra annarra. Fyrir því eru ekki aðeins siðferðilegar ástæður heldur býr styrkur hvers samfélags í þeim mannauði sem menntun, fjölskyldulíf, vinna, vinátta, ást og önnur félagsleg samskipti leysa úr læðingi. Útskúfun, kúgun og einangrun er stærsta einstaka ógnin við vaxtarskilyrði samfélags ekkert síður en einstaklinga. Samskipti eru flókið mál. Það veit hver fjölskylda á landinu, hver vinnustaður, hver skóli og hver félagsskapur. Í skólastarfi eru samskipti sívakandi og krefjandi faglegt viðfangsefni. Sá tími er löngu liðinn að börn séu flokkuð í bekki eða jafnvel veitt skólavist háð þægð og meðfærileika. Tími kennarapriksins er líka liðinn. Skólinn er vettvangur allra barna, feiminna og frakkra; rólegra og fjörugra. Þau eiga öll sama rétt á að þroska styrkleika sína og finna tilgang með námi sínu. Í skóla, og utan hans, læra börn samskipti, gera mistök, reka sig á og læra af reynslunni ef allt er eðlilegt. Stundum eru mistökin dýrkeypt. Eineltis- og önnur útskúfunarmál eru líklega mest krefjandi verkefni heimilis og skóla. Þau geta orðið gríðarlega flókin, margþætt og snúin. Best tekst til þegar skólinn, heimilin og nemendur ganga saman til þess verks að bæta úr. Andstæðan við útskúfun og einelti er ekki að vera látinn í friði – heldur að fá að vera með, tilheyra. Þú getur skipt um vinnu, skilið við maka eða hætt í félagsskap sem þú kannt ekki lengur að meta. En samskiptavanda innan í skólum eða fjölskyldum þarf helst að laga á staðnum. Ekki aðeins þannig að hin neikvæðu samskipti séu stöðvuð heldur með því að byggja upp betri samskipti í stað hinna vondu. Það er erfitt verk og oft tímafrekt. Það er verk sem krefst elju og úthalds. Það er líka verk sem krefst samábyrgðar og samvinnu. Einn styrkur íslensks samfélags er að andúðin á útskúfun og einelti er, að heita má, almenn. Hún ristir líka dýpra en mörg önnur andúð. Sum urðu fyrir barðinu á einelti í uppvextinum og bera jafnvel örin ævilangt. Önnur lifa með sektarkenndinni yfir því að hafa beitt eða horft upp á einelti. Það er sársauki sem ekki síður ristir inn að beini. Andúðin á einelti í lífi þroskaðrar manneskju magnast upp í skilningseldi þeirra afleiðinga sem slík hegðun hefur. Andúð á einelti og útskúfun er nauðsynleg samfélagi sem tekur þá skyldu sína alvarlega að skapa rými fyrir allt fólk. En hún er ekki nóg. Það þarf líka virðingu, umhyggju, skilning, umburðarlyndi og þekkingu. Andúð og reiði eru vondir ráðgjafar og nærsýnir. Á samfélagsmiðlum má greina minnkaða þolinmæði í garð barna og ungmenna. Ef ungmenni gera dyraat, sprengja rakettu, eru með læti, sparka bolta í glugga eða keyra um á háværum vespum má nokkurn veginn ganga að því vísu að fullorðið fólk safnist saman í fésbókarhópa til að kvarta undan þeim og bölsótast yfir því hve illa börn séu alin upp nú til dags. Allt er þetta auðvitað gert undir háglansandi geislabaug þess sem gleymt hefur brekum eigin bernsku. Að einhverju leyti er þetta skiljanlegt. Lífið er krefjandi fyrir okkur öll um þessar stundir en það er ekki auðveldara fyrir börn. Heimsfaraldurinn, með tilheyrandi röskunum á eðlilegu lífi, erfiðleikum og aukinni fátækt leggst með miklum þunga á ungt fólk. Andleg heilsa ungmenna er í hættu og í einhverjum tilfellum líkamleg heilsa einnig. Dæmi eru um börn á Íslandi sem mæta svöng í skólann án þess að heimilið eigi fyrir mataráskrift í skólanum. Við þessar aðstæður verður að verja börnin og tryggja t.d. með öllum ráðum að ekkert barn þurfi að fara svangt heim úr skólanum. Oft erum við síðan blindust á raunir þeirra barna sem skaprauna okkur mest. Við, fullorðna fólkið, verðum að styðja við börn landsins í gegnum þá erfiðleika sem við okkur blasa. Við þurfum að hjálpast að. Velsæld allra barna er okkur sameiginlegt verkefni. Næstu vikur og mánuðir verða erfiðir og félagsleg vandamál kunna að aukast. Hegðun barna kann að versna. Við getum ekki mætt því með óþolinmæði, heift og gremju. Við verðum að mæta því með stuðningi og hlýju. Ein af áskorunum ungs fólks er að láta lífið ekki snúast um lækin. Að láta ekki stýrast af áliti og viðbrögðum annarra. Sú áskorun gildir um okkur öll – enda erum við flest enn á ungdómsskeiði í hinu stafræna samfélagslífi okkar. Ég verð sérstaklega að skora á fjölmiðla að vanda sig betur. Það gengur ekki að birtar séu fréttir þar sem ljót uppnefni eru höfð um börn í þeim tilgangi að skapa hneykslan á öðrum börnum. Það gengur heldur ekki að vettvangur sé skapaður þar sem rígfullorðið fólk heimtar harðar refsingar gegn börnum í málum sem það hefur litla eða enga þekkingu á. Og það gengur alls ekki að fjölmiðlar séu með ótímabærar og órökstuddar getgátur um andlát barna. Við bara gerum ekki svona! Við bætum ekki þjáningu ofan í þjáningu. Gapastokkar vefmiðlanna eiga ekki að fást í barnastærðum. Aðeins að vandlega athuguðu máli má líf barna, áskoranir eða erfiðleikar verða fréttamatur. Eins er varhugavert, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, að ætla að stjaksetja sveitarfélög, hverfi eða einstaka skóla í samskipta- eða eineltismálum – og meiri líkur en minni að þar sé höggvið í þá sem í einlægni eru að reyna að hjálpa. Hvað þá að gera slík mál að hópefli fyrir fullorðna. Samskiptafærni íslenskra barna reynist, í alþjóðlegum samanburði, ekkert sérstaklega mikil. Það mætti vera okkur öllum umhugsunarefni. Að mér læðist nefnilega sá grunur að samskiptafærni fullorðinna Íslendinga næði ekki á pall á Ólympíuleikunum. Það er ekki vegna þess að við séum verri en annað fólk, illviljaðri eða andstyggilega innrætt. Við höfum bara ekki ræktað styrkleika okkar nóg á þessu sviði. Við erum orðin býsna sannfærandi í reiðinni og líklega með svarta beltið í hneykslun en við erum enn amatörar í tillitssemi og hlýju. Nú, þegar við sitjum uppi með hvert annað í nokkra mánuði til viðbótar hið minnsta, án mikilla tækifæra til að komast burt, er upplagt að við reynum að víkka út hæfni okkar í þessum efnum. Ég hef trú á að okkur gæti tekist það ef við vöndum okkur. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun