Er ástæða til að sleppa greiðsludreifingu þessi jólin? Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. október 2020 08:01 Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun