Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. október 2020 11:01 Efri fv.: Ásta S. Fjeldsted, Margrét Kristmannsdóttir, Hermann Björnsson. Neðri fv.: Hrund Rudolfsdóttir, Þorsteinn P. Guðjónsson, Ægir Már Þórisson. Viðmælendur dagsins upplifa 13% hlutfall kvenna í stól framkvæmdastjóra Framúrskarandi fyrirtækja sem mikil vonbrigði: Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður. Eða er glerþakið þarna? er spurt. Þá er á það minnst að kynjakvótalögin hafi ekki haft þau ruðningsáhrif í hlutfalli framkvæmdastjóra eins og vonir stóðu til á sínum tíma. Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er í dag rýnt nánar í tölur Creditinfo um kynjahlutfall framkvæmdastjóra, stjórnarmanna og eigenda Framúrskarandi fyrirtækja. Þar kemur fram að þótt konur séu ríflega þriðjungur eigenda Framúrskarandi fyrirtækja, er hlutfall þeirra sem framkvæmdastjórar aðeins 13%. Sex stjórnendur í atvinnulífinu voru beðnir um sín viðbrögð við þessum tölum. „Er glerþakið þarna?“ Ásta S. Fjelsted bendir m.a. á rannsóknir sem hafa hvað eftir annað sýnt að samsetning lykilstjórnenda skiptir miklu máli. Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar: „Vissulega er þetta ekki nógu gott og fróðlegt væri að sjá hver þróunin hefur verið s.l. 10 til 15 ár, er hlutfallið að hækka eða er glerþakið þarna, 13%? Við sem viljum að þetta breytist eigum að líta til rannsókna sem sýna hversu óhagfelld þessi staða er fyrir fyrirtækin: McKinsey & Company hefur gefið út Women Matter skýrslur frá árinu 2007, þar sem staðfest er hvað eftir annað í rannsóknum meðal þúsunda fyrirtækja í ólíkum löndum yfir lengri tímabil, að það eru sterk tengsl milli frammistöðu fyrirtækja, ekki síst fjárhagslegrar frammistöðu þeirra og þess hver samsetning lykilstjórnenda er. Fjölbreytni í stjórnendahópnum stuðlar að jákvæðari niðurstöðum. Ef við viljum fjölga framúrskarandi fyrirtækjum tel ég mikilvægt að fókusera á hvers konar fyrirtækjaumhverfi styður við framgang sem flestra, helst ólíkra einstaklinga af öllum kynjum. Fyrirtæki sem hafa náð hvað lengst í þessum efnum samkvæmt rannsóknum McKinsey leggja mikla áherslu á að menning, hugarfar og ferlar stuðli að þeirri upplifun starfsfólks að það sé partur af fyrirtækinu, gegni þýðingarmiklu hlutverki, fái sanngjarna meðferð og geti náð árangri með sínu framlagi,“ segir Ásta. „Hélt við værum komin lengra“ Ægir Már Þórisson segist ekki skilja hvers vegna staðan er eins og hún er. Eitthvað þurfi að gera til að ná fram breytingum. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania: „Mér finnst þetta dapurlegar niðurstöður. Ég hélt við værum komin lengra í þessum málum en þetta er skýr áminning um að svo er ekki. Sá geiri sem ég starfa í er mjög karllægur og á sumum sérsviðum í upplýsingatækni finnast varla konur. Jafnvel þótt við höfum lagt okkur sérstaklega fram um að fjölga konum í tækni, þá gengur það hægt. Hjá okkur er kynjahlutfallið jafnara eftir því sem ofar dregur í skipuritinu. Ég átta mig ekki almennilega á því af hverju staðan í atvinnulífinu er svona. Það er ljóst að einhverra breytinga er þörf til að auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum. Það eru fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á að ákvarðanataka í blönduðum hópum er vandaðari en þar sem um einsleita hópa er að ræða, fyrir nú utan þá staðreynd að það er miklu skemmtilegra að vinna í hópi sem er ekki einsleitur. Mig langar að segja að við séum á réttri leið, en þessar tölur eru ekki beint uppörvandi og eru ekki endilega að benda til þess. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu. Það er ekki hægt að halda áfram að gera alltaf það sama og vonast til að fá aðra niðurstöðu. Kannski að aukin áhersla fyrirtækja á samfélagslega ábyrgð geti stuðlað að meiri vitund um jafnréttismál og búi til raunhæfa hvata. Þ.e. ef fyrirtæki og almenningur láta sig málin varða og beina viðskiptum til þeirra sem eru með þessi mál í lagi. Maður sér alveg merki þess að fyrirtæki eru farin að kveða mun fastar að orði í þeim málum og standa á bak við það sem þau segja. Vonandi skilar það einhverju,“ segir Ægir. Ekkert sem réttlætir þessi hlutföll Hermann Björnsson segir ekkert réttlæta þessar niðurstöður. Stjórnendur og fyrirtækjaeigendur þurfi að breyta. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá: „Þessi hlutföll stinga í augu og eru satt að segja hryggileg. Í mínum huga er það ekkert í okkar samfélagsgerð, uppeldi eða menntunarstigi sem getur réttlætt þessi hlutföll. Skýringanna hlýtur að vera að leita hjá eigendum og stjórnendum þeirra fyrirtækja þar sem hlutföllin eru með þessum hætti. Við hjá Sjóvá höfum blessunarlega búið við jafnrétti í kynjahlutfalli og launum til margra ára, enda höfum við unnið markvisst að því að hafa stöðuna með þeim hætti. Í framkvæmdastjórn eru kynjahlutföll 50%. Sama á við um millistjórnendur sem og meira og minna á öllum sviðum. Við lítum á það sem sjálfsagt réttlætismál og samfélagslega skyldu okkar, fyrir utan þau óumdeilanlegu áhrif sem það hefur á fyrirtækjamenningu og rekstur félaginu til góðs,“ segir Hermann. Það er fjármagns- og fyrirtækjaeigenda að breyta Hrund Rudolfsdóttir segir augljóst að þau ruðningsáhrif sem vonast var til að kynjakvótalögin hefðu á ráðningar kvenna sem framkvæmdastjórar hefðu ekki skilað sér. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfi að taka ákvörðun um breytingar. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas: „Þetta eru mjög lágar tölur og staðfestir þá niðurstöðu sem áður hefur komið fram, að lögbinding kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja yfir ákveðin stærðarmörk hefur ekki samtímis haft þau ruðningsáhrif í hlutfalli framkvæmdastjóra og almennt á efri lög stjórnenda, eins og vonir stóðu til. Það er sjálfsagt hægt að skrifa heila doktorsritgerð um orsakir þess, en það þarf nú bara einfalda ákvörðun fjármagns- og fyrirtækjaeigenda til að breyta því. Hinsvegar, ef mér skjátlast ekki þá er nú hlutfallið almennt aðeins betra ( 23% árið 2019 samkvæmt vef Hagstofu Íslands), en í hópi Framúrskarandi Fyrirtækja. Mismunurinn gæti legið í samsetningu þessa mismunandi hópa, en hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar er töluvert hærra í smærri, meðalstórum og eins startup fyrirtækjum, sem er síður að finna í hópi Framúrskarandi Fyrirtækja,“ segir Hrund. Viðskiptalífið verður að að gyrða sig í brók Margrét Kristmannsdóttir minnir á að lítið gerðist á sínum tíma þegar FKA, VÍ og fleiri fóru í átak. Þessi hægfara þróun leiddi til kynjakvótalaganna síðar meir og nú megi jafnvel búast við fleiri kynjakvótum ef ekkert breytist. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff: „Þetta eru einfaldlega hundfúlar niðurstöður en koma ekki á óvart. Við sem höfum fylgst lengi með íslensku viðskiptalifi og teljum mikilvægt að auka hluta kvenna höfum séð að hlutirnir mjakast áfram á hraða snigilsins. Á sínum tíma gekk lítið að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja jafnvel þótt og FKA, SA og Viðskiptaráð hafi tekið höndum saman við það verkefni. Að endingu brast þolinmæði stjórnmálamanna og kynjakvóti var settur á í stjórnum fyrirtæki árið 2013. Íslensk viðskiptalíf gæti alveg eins átt von á því að kynjakvótar yrðu áfram innleiddir ef við höldum áfram að ganga fram af bæði almenningi og stjórnmálamönnum með því að draga lappirnar í jafnréttismálum. Það eru engin rök og engar eðlilegar skýringar á því afhverju konur eru rétt rúmlega 10% í t.d. framkvæmdastjórnum framúrskarandi fyrirtækja. Þetta er í raun óboðleg staða á árinu 2020 og íslenskt viðskiptalíf verður að fara að gyrða sig í brók!“ segir Margrét. „Vonbrigði, það er mín fyrsta tilfinning“ Þorsteinn Pétur Guðjónsson segir tölurnar sanna að verkefni eins og Jafnvægisvog FKA er mjög mikilvægt en það beinir sjónum sínum að breytingum í efsta lagi stjórnenda. Nú þegar hafa 100 fyrirtæki skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Deloitte: „Vonbrigði, það er mín fyrsta tilfinning. Það er alveg ljóst að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum hefur ekki aukist í takt við aukið kynjajafnvægi í stjórnum. Þessi stöðnun er til vansa, og bæði jafnréttis- og rekstrarleg sjónarmið kalla á að bragarbót verði gerð. Það segir sig sjálft að fólk með fjölbreyttan bakgrunn er líklegra til að koma með fjölbreyttari sjónarmið að borðinu, sem er til þess fallið að efla stjórnarhætti fyrirtækjanna og bæta afkomu til lengri tíma. Þetta hafa rannsóknir sýnt. Þá felur fjölbreytni í sér skýr skilaboð um jöfn tækifæri sem ætti að gera fyrirtækjum betur kleift að laða til sín framúrskarandi fólk. Þessar tölur segja okkur að minnsta kosti að Jafnvægisvog FKA er mjög brýnt verkefni, og við hjá Deloitte erum stoltir samstarfsaðilar þess. Tilgangur verkefnisins er einmitt að auka jafnvægi kynja í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og yfir 100 fyrirtæki og stofnanir hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar. Ég er því bjartsýnn á að aukinni fjölbreytni verði náð fyrr en varir,“ segir Þorsteinn. Stjórnun Vinnumarkaður Jafnréttismál Starfsframi Tengdar fréttir Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Viðmælendur dagsins upplifa 13% hlutfall kvenna í stól framkvæmdastjóra Framúrskarandi fyrirtækja sem mikil vonbrigði: Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður. Eða er glerþakið þarna? er spurt. Þá er á það minnst að kynjakvótalögin hafi ekki haft þau ruðningsáhrif í hlutfalli framkvæmdastjóra eins og vonir stóðu til á sínum tíma. Í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er í dag rýnt nánar í tölur Creditinfo um kynjahlutfall framkvæmdastjóra, stjórnarmanna og eigenda Framúrskarandi fyrirtækja. Þar kemur fram að þótt konur séu ríflega þriðjungur eigenda Framúrskarandi fyrirtækja, er hlutfall þeirra sem framkvæmdastjórar aðeins 13%. Sex stjórnendur í atvinnulífinu voru beðnir um sín viðbrögð við þessum tölum. „Er glerþakið þarna?“ Ásta S. Fjelsted bendir m.a. á rannsóknir sem hafa hvað eftir annað sýnt að samsetning lykilstjórnenda skiptir miklu máli. Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar: „Vissulega er þetta ekki nógu gott og fróðlegt væri að sjá hver þróunin hefur verið s.l. 10 til 15 ár, er hlutfallið að hækka eða er glerþakið þarna, 13%? Við sem viljum að þetta breytist eigum að líta til rannsókna sem sýna hversu óhagfelld þessi staða er fyrir fyrirtækin: McKinsey & Company hefur gefið út Women Matter skýrslur frá árinu 2007, þar sem staðfest er hvað eftir annað í rannsóknum meðal þúsunda fyrirtækja í ólíkum löndum yfir lengri tímabil, að það eru sterk tengsl milli frammistöðu fyrirtækja, ekki síst fjárhagslegrar frammistöðu þeirra og þess hver samsetning lykilstjórnenda er. Fjölbreytni í stjórnendahópnum stuðlar að jákvæðari niðurstöðum. Ef við viljum fjölga framúrskarandi fyrirtækjum tel ég mikilvægt að fókusera á hvers konar fyrirtækjaumhverfi styður við framgang sem flestra, helst ólíkra einstaklinga af öllum kynjum. Fyrirtæki sem hafa náð hvað lengst í þessum efnum samkvæmt rannsóknum McKinsey leggja mikla áherslu á að menning, hugarfar og ferlar stuðli að þeirri upplifun starfsfólks að það sé partur af fyrirtækinu, gegni þýðingarmiklu hlutverki, fái sanngjarna meðferð og geti náð árangri með sínu framlagi,“ segir Ásta. „Hélt við værum komin lengra“ Ægir Már Þórisson segist ekki skilja hvers vegna staðan er eins og hún er. Eitthvað þurfi að gera til að ná fram breytingum. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania: „Mér finnst þetta dapurlegar niðurstöður. Ég hélt við værum komin lengra í þessum málum en þetta er skýr áminning um að svo er ekki. Sá geiri sem ég starfa í er mjög karllægur og á sumum sérsviðum í upplýsingatækni finnast varla konur. Jafnvel þótt við höfum lagt okkur sérstaklega fram um að fjölga konum í tækni, þá gengur það hægt. Hjá okkur er kynjahlutfallið jafnara eftir því sem ofar dregur í skipuritinu. Ég átta mig ekki almennilega á því af hverju staðan í atvinnulífinu er svona. Það er ljóst að einhverra breytinga er þörf til að auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum. Það eru fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á að ákvarðanataka í blönduðum hópum er vandaðari en þar sem um einsleita hópa er að ræða, fyrir nú utan þá staðreynd að það er miklu skemmtilegra að vinna í hópi sem er ekki einsleitur. Mig langar að segja að við séum á réttri leið, en þessar tölur eru ekki beint uppörvandi og eru ekki endilega að benda til þess. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu. Það er ekki hægt að halda áfram að gera alltaf það sama og vonast til að fá aðra niðurstöðu. Kannski að aukin áhersla fyrirtækja á samfélagslega ábyrgð geti stuðlað að meiri vitund um jafnréttismál og búi til raunhæfa hvata. Þ.e. ef fyrirtæki og almenningur láta sig málin varða og beina viðskiptum til þeirra sem eru með þessi mál í lagi. Maður sér alveg merki þess að fyrirtæki eru farin að kveða mun fastar að orði í þeim málum og standa á bak við það sem þau segja. Vonandi skilar það einhverju,“ segir Ægir. Ekkert sem réttlætir þessi hlutföll Hermann Björnsson segir ekkert réttlæta þessar niðurstöður. Stjórnendur og fyrirtækjaeigendur þurfi að breyta. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá: „Þessi hlutföll stinga í augu og eru satt að segja hryggileg. Í mínum huga er það ekkert í okkar samfélagsgerð, uppeldi eða menntunarstigi sem getur réttlætt þessi hlutföll. Skýringanna hlýtur að vera að leita hjá eigendum og stjórnendum þeirra fyrirtækja þar sem hlutföllin eru með þessum hætti. Við hjá Sjóvá höfum blessunarlega búið við jafnrétti í kynjahlutfalli og launum til margra ára, enda höfum við unnið markvisst að því að hafa stöðuna með þeim hætti. Í framkvæmdastjórn eru kynjahlutföll 50%. Sama á við um millistjórnendur sem og meira og minna á öllum sviðum. Við lítum á það sem sjálfsagt réttlætismál og samfélagslega skyldu okkar, fyrir utan þau óumdeilanlegu áhrif sem það hefur á fyrirtækjamenningu og rekstur félaginu til góðs,“ segir Hermann. Það er fjármagns- og fyrirtækjaeigenda að breyta Hrund Rudolfsdóttir segir augljóst að þau ruðningsáhrif sem vonast var til að kynjakvótalögin hefðu á ráðningar kvenna sem framkvæmdastjórar hefðu ekki skilað sér. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfi að taka ákvörðun um breytingar. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas: „Þetta eru mjög lágar tölur og staðfestir þá niðurstöðu sem áður hefur komið fram, að lögbinding kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja yfir ákveðin stærðarmörk hefur ekki samtímis haft þau ruðningsáhrif í hlutfalli framkvæmdastjóra og almennt á efri lög stjórnenda, eins og vonir stóðu til. Það er sjálfsagt hægt að skrifa heila doktorsritgerð um orsakir þess, en það þarf nú bara einfalda ákvörðun fjármagns- og fyrirtækjaeigenda til að breyta því. Hinsvegar, ef mér skjátlast ekki þá er nú hlutfallið almennt aðeins betra ( 23% árið 2019 samkvæmt vef Hagstofu Íslands), en í hópi Framúrskarandi Fyrirtækja. Mismunurinn gæti legið í samsetningu þessa mismunandi hópa, en hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar er töluvert hærra í smærri, meðalstórum og eins startup fyrirtækjum, sem er síður að finna í hópi Framúrskarandi Fyrirtækja,“ segir Hrund. Viðskiptalífið verður að að gyrða sig í brók Margrét Kristmannsdóttir minnir á að lítið gerðist á sínum tíma þegar FKA, VÍ og fleiri fóru í átak. Þessi hægfara þróun leiddi til kynjakvótalaganna síðar meir og nú megi jafnvel búast við fleiri kynjakvótum ef ekkert breytist. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff: „Þetta eru einfaldlega hundfúlar niðurstöður en koma ekki á óvart. Við sem höfum fylgst lengi með íslensku viðskiptalifi og teljum mikilvægt að auka hluta kvenna höfum séð að hlutirnir mjakast áfram á hraða snigilsins. Á sínum tíma gekk lítið að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja jafnvel þótt og FKA, SA og Viðskiptaráð hafi tekið höndum saman við það verkefni. Að endingu brast þolinmæði stjórnmálamanna og kynjakvóti var settur á í stjórnum fyrirtæki árið 2013. Íslensk viðskiptalíf gæti alveg eins átt von á því að kynjakvótar yrðu áfram innleiddir ef við höldum áfram að ganga fram af bæði almenningi og stjórnmálamönnum með því að draga lappirnar í jafnréttismálum. Það eru engin rök og engar eðlilegar skýringar á því afhverju konur eru rétt rúmlega 10% í t.d. framkvæmdastjórnum framúrskarandi fyrirtækja. Þetta er í raun óboðleg staða á árinu 2020 og íslenskt viðskiptalíf verður að fara að gyrða sig í brók!“ segir Margrét. „Vonbrigði, það er mín fyrsta tilfinning“ Þorsteinn Pétur Guðjónsson segir tölurnar sanna að verkefni eins og Jafnvægisvog FKA er mjög mikilvægt en það beinir sjónum sínum að breytingum í efsta lagi stjórnenda. Nú þegar hafa 100 fyrirtæki skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Deloitte: „Vonbrigði, það er mín fyrsta tilfinning. Það er alveg ljóst að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum hefur ekki aukist í takt við aukið kynjajafnvægi í stjórnum. Þessi stöðnun er til vansa, og bæði jafnréttis- og rekstrarleg sjónarmið kalla á að bragarbót verði gerð. Það segir sig sjálft að fólk með fjölbreyttan bakgrunn er líklegra til að koma með fjölbreyttari sjónarmið að borðinu, sem er til þess fallið að efla stjórnarhætti fyrirtækjanna og bæta afkomu til lengri tíma. Þetta hafa rannsóknir sýnt. Þá felur fjölbreytni í sér skýr skilaboð um jöfn tækifæri sem ætti að gera fyrirtækjum betur kleift að laða til sín framúrskarandi fólk. Þessar tölur segja okkur að minnsta kosti að Jafnvægisvog FKA er mjög brýnt verkefni, og við hjá Deloitte erum stoltir samstarfsaðilar þess. Tilgangur verkefnisins er einmitt að auka jafnvægi kynja í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og yfir 100 fyrirtæki og stofnanir hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar. Ég er því bjartsýnn á að aukinni fjölbreytni verði náð fyrr en varir,“ segir Þorsteinn.
Stjórnun Vinnumarkaður Jafnréttismál Starfsframi Tengdar fréttir Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00