#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: ákall fyrir alþjóðlegan stuðning Stefanía Sigurðardóttir skrifar 22. október 2020 12:01 Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nígería Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun