Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. október 2020 08:01 Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar. Vísir/Vilhelm „Leiðin til að vaxa í starfi felst ekkert endilega í því að príla upp skipurit fyrirtækja,“ segir Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar. Í dag sé frekar horft til láréttar starfsþróunar sem einfaldlega skýrist af því að pýramídinn hefur vikið fyrir flatari og oft flóknari strúktúr í fyrirtækjum. Þá segir Martha stjórnendur oft ekki gera sér grein fyrir því hversu margir hæfileikaríkir starfsmenn eru nú þegar innandyra hjá þeim. „Með því að nýta vel gögn um til dæmis styrkleika, hæfni og frammistöðu geta stjórnendur laðað fram og frelsað hæfileika og hæfni sem þegar eru bundin í mannauði fyrirtækisins,“ segir Martha og bætir við Ef vel tekst til yrðu eflaust færri störf auglýst því efnilegasti kandídatinn er hreinlega nú þegar að finna í núverandi mannauði fyrirtækisins.“ Að frelsa hæfileika starfsfólks Martha bendir til dæmis á þær kenningar sem fram koma í bókinni Talent Liberation. Höfundar þeirrar bókar eru Dr. Maggi Evans, John Arnold og Dr. Andrew Rothwell. Eins og nafnið gefur til kynnar er þar talað um mikilvægi þess að frelsa hæfileika starfsfólks. Til þess að ná segja höfundar stjórnendur fyrst þurfa að byrja á því að slíta sig úr ákveðnum vana-hugsunum eða þröngsýni sem stundum séu ríkjandi. Martha tekur undir þetta og segir helstu atriði í bókinni kristallast í eftirfarandi atriðum: Skortshugarfar Hið klassíska skortshugarfar er ríkjandi og hefur áhrif á stjórnendur. Það er mun meira af hæfileikaríku fólki í fyrirtækinu en stjórnendur gera sér grein fyrir. Hetjumenning Þau nefna hetjumenninguna, sem hampar einstaklingum og stjórnendur eru oft á tíðum uppteknir af. Þau minna á að frammúrskarandi frammistaða einstaklinga, hvort sem er í starfi eða á öðrum sviðum ber jafn mikið að þakka teymisvinnu og einstaklingnum sjálfum. Stöðugar breytingar á hæfniþörfum Þarfir atvinnu- og viðskiptalífs taka stöðugum breytingum og við þurfum alltaf að vera að stilla upp sviðsmyndum sem krefjast mismunandi hæfni, reynslu og eiginleika og hvaða hæfni við höfum nú þegar innanhúss. Formlegir ferlar ráða of miklu Hefðbundin viðmið eða mat hæfnistjórnunar á hæfni hefur tilhneigingu til að vera of formleg. Jafnvægi á milli formlegra og óformlegra viðmiða ýtir frekar undir menningu sem hvetur til þróunar og lausna. Sameiginlegur grundvöllur Við vitum svo vel að hvatning er lykilþáttur í frammistöðu og þess vegna er svo mikilvægt að nálgunin sé ávallt sú að finna sameiginlegan grundvöll í þágu starfsmanns og fyrirtækis. „Söfnum gögnum og vinnum þau faglega, lokum þekkingarbilinu með þróun eigin mannauðs og faglegri hæfnistjórnun á öllum sviðum,“ segir Martha að lokum. Stjórnun Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
„Leiðin til að vaxa í starfi felst ekkert endilega í því að príla upp skipurit fyrirtækja,“ segir Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar. Í dag sé frekar horft til láréttar starfsþróunar sem einfaldlega skýrist af því að pýramídinn hefur vikið fyrir flatari og oft flóknari strúktúr í fyrirtækjum. Þá segir Martha stjórnendur oft ekki gera sér grein fyrir því hversu margir hæfileikaríkir starfsmenn eru nú þegar innandyra hjá þeim. „Með því að nýta vel gögn um til dæmis styrkleika, hæfni og frammistöðu geta stjórnendur laðað fram og frelsað hæfileika og hæfni sem þegar eru bundin í mannauði fyrirtækisins,“ segir Martha og bætir við Ef vel tekst til yrðu eflaust færri störf auglýst því efnilegasti kandídatinn er hreinlega nú þegar að finna í núverandi mannauði fyrirtækisins.“ Að frelsa hæfileika starfsfólks Martha bendir til dæmis á þær kenningar sem fram koma í bókinni Talent Liberation. Höfundar þeirrar bókar eru Dr. Maggi Evans, John Arnold og Dr. Andrew Rothwell. Eins og nafnið gefur til kynnar er þar talað um mikilvægi þess að frelsa hæfileika starfsfólks. Til þess að ná segja höfundar stjórnendur fyrst þurfa að byrja á því að slíta sig úr ákveðnum vana-hugsunum eða þröngsýni sem stundum séu ríkjandi. Martha tekur undir þetta og segir helstu atriði í bókinni kristallast í eftirfarandi atriðum: Skortshugarfar Hið klassíska skortshugarfar er ríkjandi og hefur áhrif á stjórnendur. Það er mun meira af hæfileikaríku fólki í fyrirtækinu en stjórnendur gera sér grein fyrir. Hetjumenning Þau nefna hetjumenninguna, sem hampar einstaklingum og stjórnendur eru oft á tíðum uppteknir af. Þau minna á að frammúrskarandi frammistaða einstaklinga, hvort sem er í starfi eða á öðrum sviðum ber jafn mikið að þakka teymisvinnu og einstaklingnum sjálfum. Stöðugar breytingar á hæfniþörfum Þarfir atvinnu- og viðskiptalífs taka stöðugum breytingum og við þurfum alltaf að vera að stilla upp sviðsmyndum sem krefjast mismunandi hæfni, reynslu og eiginleika og hvaða hæfni við höfum nú þegar innanhúss. Formlegir ferlar ráða of miklu Hefðbundin viðmið eða mat hæfnistjórnunar á hæfni hefur tilhneigingu til að vera of formleg. Jafnvægi á milli formlegra og óformlegra viðmiða ýtir frekar undir menningu sem hvetur til þróunar og lausna. Sameiginlegur grundvöllur Við vitum svo vel að hvatning er lykilþáttur í frammistöðu og þess vegna er svo mikilvægt að nálgunin sé ávallt sú að finna sameiginlegan grundvöll í þágu starfsmanns og fyrirtækis. „Söfnum gögnum og vinnum þau faglega, lokum þekkingarbilinu með þróun eigin mannauðs og faglegri hæfnistjórnun á öllum sviðum,“ segir Martha að lokum.
Stjórnun Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00