Fátækum neitað um réttlæti Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. október 2020 09:00 „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar