Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar 10. nóvember 2025 15:02 Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Klukkan á Íslandi Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.