Um nefndarstörf á Alþingi Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. október 2020 15:01 Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Alþingi Tengdar fréttir „Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15 Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG
„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15
Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun