Græn nýsköpun er leiðin fyrir Ísland Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 08:01 Hvar liggja möguleikar Íslands til atvinnuuppbyggingar og aukinnar hagsældar? Hvert eigum við að stefna? Þegar kreppir að, eins og óneitanlega gerir um þessar mundir, er upplagt að taka stöðuna, endurmeta áherslurnar, læra af reynslunni og setja kúrsinn upp á nýtt. Í mínum huga er enginn vafi á að leiðin sem Íslendingar eiga að feta til framtíðar felst í uppbyggingu á grænum iðnaði og stóraukinni áherslu á græna nýsköpun. Þetta segi ég einkum af tveimur ástæðum. Önnur er umhverfis- og siðferðisleg. Heimurinn þarfnast nýrra framleiðsluhátta og nýrrar tækni, sem mengar ekki eða skemmir umhverfi. Íslendingum ber eins og öðrum þjóðum að taka fullan þátt í að afstýra umhverfislegum hörmungum. Hin ástæðan er viðskiptaleg. Jarðarbúar eru að vakna til vitundar um mikilvægi umhverfismála og eftirspurn eftir umhverfisvænni tækni vex ár frá ári. Hér á landi búum við svo vel að við höfum menntun, reynslu og þekkingu á grænni nýsköpun og munum því geta boðið lausnir sem eftirspurn er eftir á heimsvísu. Nú er bara að bretta upp ermar. Stórir markaðir Einhæfni og ofuráhersla á fáar og stórar atvinnugreinar, sem geta auðveldlega horfið í einni svipan vegna utanaðkomandi áfalla, hefur því miður verið einkennandi fyrir íslenskt samfélag allt of lengi. Stærð markaðar fyrir græna og orkusparandi tækni á heimsvísu fór yfir þriggja trilljóna evra markið árið 2016, en það reiknast sem u.þ.b. 640 þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta eru stórar tölur sem erfitt er að ná utan um, en stóra myndin er sú að hér er um tröllaukinn markað að ræða og eftirspurn eftir vörum af þessu tagi mun einungis fara vaxandi1. Skipta má eftirspurn eftir grænni tækni niður í sex lykilsvið, sem hér er raðað eftir stærð hvers markaðar, miðað við tölur frá 2016: Orkusparnaður, umhverfisvænn vatnsbúskapur, vistvæn orkuframleiðsla og dreifing, efnissparnaður, vistvænar samgöngur og, að síðustu, vistvæn meðhöndlun úrgangs og endurvinnsla. Talið er að þessir markaðir muni vaxa að meðaltali um tæp 7% fram til 20252, og að mestur vöxtur verði í eftirspurn eftir vistvænum samgöngum, efnissparnaði í framleiðslu af öllu tagi, s.s. matvælaframleiðslu, og í vistvænni meðhöndlun úrgangs og endurvinnslu. Byltingin er að hefjast Af viðskiptalegum ástæðum væri það undarlegt ef Íslendingar létu hjá líða að taka þátt í þessari umbyltingu. Það er enginn vafi í mínum huga að viljinn til að efla græna nýsköpun er fyrir hendi, meðal almennings, atvinnulífs og stjórnvalda, og stefnumörkun stjórnvalda þarf að stuðla að því að sá vilji leiði til verkefna. Menntakerfi, styrkjakerfi, skattkerfi og innviðir þjóðfélagsins þurfa að styðja fulla innleiðingu hringrásarhagkerfis og kolefnishlutlauss samfélags sem allra fyrst. Við slíkar aðstæður verður til tækni og aðferðir sem Íslendingar geta boðið öðrum samfélögum til þess að ná sömu markmiðum. Nýlega kynnt vísinda- og tæknistefna stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni og er mikilvægt að stjórnvöld framfylgi þeirri stefnu af einurð og um hana ríki skilningur og sátt. Þar liggur leiðin fyrir Ísland. Stefnt að kolefnishlutleysi 2030 Mörg lönd eru farin að hugsa á ofangreindum nótum. Byltingin er að hefjast og þótt mörg góð skref hafi verið stigin þarf enn meiri samhæfingu og veigameiri pólitískar ákvarðanir. Við hjá Orku náttúrunnar (ON) og samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nýtum lausnir sem til eru til að gera starfsemi okkar eins umhverfisvæna og sjálfbæra og kostur er. Við stefnum að því að framleiðsla virkjana okkar verði kolefnishlutlaus fyrir 2030 og að starfsemi okkar verði vettvangur fyrir þróun á nýrri vistvænni tækni og aðferðum. Auðlindir eru víða ON framleiðir rafmagn fyrir landið allt og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Til þess höfum við byggt jarðhitavirkjanir á Hengilssvæðinu. Fyrir ekki svo löngu síðan hefði þetta verið talin fullnægjandi útlistun á því hvað fyrirtækið gerir og ekki þótt ástæða til að flækja málið frekar. En nú eru tímarnir breyttir. Vegna hins gríðarlega umhverfisvanda sem við blasir, er það krafa samtímans að öll fyrirtæki komi í veg fyrir að heilsuspillandi eða mengandi úrgangur falli til við framleiðslu þeirra. Eitt það mikilvægasta í grænni nýsköpun er að finna leiðir til að snúa þessari kröfu upp í tækifæri. Það sem áður var talið rusl eða úrgangur er núna verðmæti. ON framleiðir því ekki bara rafmagn og vatn, heldur líka steinefnaríkt vatn og koltvíoxíð sem eru líka auðlindir. Jarðhitagarður við Hellisheiðarvirkjun Í viðskiptaþróun okkar leggjum við áherslu á að skapa vettvang fyrir önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á starfsemi sem stuðlar að jarðvarmatengdri nýsköpun og bættri nýtingu jarðvarmaauðlindarinnar. Í þeim tilgangi starfrækjum við Jarðhitagarð við Hellisheiðarvirkjun. Þar höfum við komið upp aðstöðu fyrir vísindafólk, frumkvöðla og fyrirtæki til að stunda tilraunir og prófanir á afurðum svæðisins. Í Jarðhitagarðinum er fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og auka um leið verðmætasköpun á svæðinu. Samstarfsfyrirtæki ON þar eiga það sameiginlegt að vera brautryðjendur í grænni nýsköpun. Fyrirtækið Vaxa (áður Algaennovation) framleiðir næringarríka örþörunga með aðferðum sem nota mun minna af vatni og landi en hefðbundinn landbúnaður. Þess vegna verða örþörungar notaðir í matvælaframleiðslu í síauknum mæli í náinni framtíð. Vaxa mun nýta koltvísýring frá Hellisheiðarvirkjun sem næringu fyrir ljóstillífandi örþörunga og minnka þannig kolefnisspor starfseminnar með hagnýtingu lofttegundarinnar. GeoSilica er fyrirtæki sem nýtir steinefnaríkt vatn, sem verður til við rafmagnsframleiðslu með jarðvarma, til að framleiða fæðubótarefni, en þessu steinefnaríka vatni var áður hent. Fyrirtækið Climeworks, sem þróaði hagkvæma tækni til að fanga koltvísýring úr andrúmslofti, vinnur nú að því að stórauka umfang starfsemi sinnar í Jarðhitagarðinum. Milljarða sparnaður Vísinda- og tæknifólk OR, Háskóla Íslands og við erlendar stofnanir hefur þróað Carbfix aðferðina, þar sem koltvíoxíði er dælt ofan í jörðina þar sem það breytist í stein og veldur ekki skaða á umhverfi. Nýstofnaða félagið Carbfix vinnur að því að gera tæknina aðgengilega öllum sem geta og vilja nýta hana til þess að berjast gegn loftslagsvánni. Við hjá ON erum stolt af samstarfi okkar við OR og Carbfix við að nýta þessa aðferð til að minnka útblástur með góðum árangri í daglegum virkjanarekstri okkar. Tæknin, sem telst íslensk græn nýsköpun, getur nýst til að stórminnka losun koltvíoxíðs í andrúmsloftið frá ýmiss konar framleiðslustarfsemi. Þetta nýsköpunarverkefni er prýðilegt dæmi um hvernig siðferðisleg markmið í umhverfismálum fara saman við viðskiptalega hagsmuni og betri tölur í rekstrarbókhaldinu. Okkur hjá ON reiknast svo til að með notkun Carbfix tækninnar munum við ekki aðeins ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi innan tíu ára heldur höfum við líka sparað stórar fjárhæðir með því að nota þessa nýju tækni frekar en að treysta á eldri, dýrari og verri aðferðir. Nú þegar atvinnulíf og almenningur um heim allan er að upplifa betur og betur að vistvænir hættir á grunni grænnar nýsköpunar bjarga ekki bara veröldinni heldur spara líka fé, þá ættum við Íslendingar ekki að hika. Áhersla á græna nýsköpun, þróun og framleiðslu á grænni tækni er leiðin fram á veginn fyrir Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastýra ON. [1] Sjá: GreenTech Made in Germany: Environmental Technology Atlas for Germany. Bls 7. [2] Sama skýrsla, bls 8. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Umhverfismál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar liggja möguleikar Íslands til atvinnuuppbyggingar og aukinnar hagsældar? Hvert eigum við að stefna? Þegar kreppir að, eins og óneitanlega gerir um þessar mundir, er upplagt að taka stöðuna, endurmeta áherslurnar, læra af reynslunni og setja kúrsinn upp á nýtt. Í mínum huga er enginn vafi á að leiðin sem Íslendingar eiga að feta til framtíðar felst í uppbyggingu á grænum iðnaði og stóraukinni áherslu á græna nýsköpun. Þetta segi ég einkum af tveimur ástæðum. Önnur er umhverfis- og siðferðisleg. Heimurinn þarfnast nýrra framleiðsluhátta og nýrrar tækni, sem mengar ekki eða skemmir umhverfi. Íslendingum ber eins og öðrum þjóðum að taka fullan þátt í að afstýra umhverfislegum hörmungum. Hin ástæðan er viðskiptaleg. Jarðarbúar eru að vakna til vitundar um mikilvægi umhverfismála og eftirspurn eftir umhverfisvænni tækni vex ár frá ári. Hér á landi búum við svo vel að við höfum menntun, reynslu og þekkingu á grænni nýsköpun og munum því geta boðið lausnir sem eftirspurn er eftir á heimsvísu. Nú er bara að bretta upp ermar. Stórir markaðir Einhæfni og ofuráhersla á fáar og stórar atvinnugreinar, sem geta auðveldlega horfið í einni svipan vegna utanaðkomandi áfalla, hefur því miður verið einkennandi fyrir íslenskt samfélag allt of lengi. Stærð markaðar fyrir græna og orkusparandi tækni á heimsvísu fór yfir þriggja trilljóna evra markið árið 2016, en það reiknast sem u.þ.b. 640 þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta eru stórar tölur sem erfitt er að ná utan um, en stóra myndin er sú að hér er um tröllaukinn markað að ræða og eftirspurn eftir vörum af þessu tagi mun einungis fara vaxandi1. Skipta má eftirspurn eftir grænni tækni niður í sex lykilsvið, sem hér er raðað eftir stærð hvers markaðar, miðað við tölur frá 2016: Orkusparnaður, umhverfisvænn vatnsbúskapur, vistvæn orkuframleiðsla og dreifing, efnissparnaður, vistvænar samgöngur og, að síðustu, vistvæn meðhöndlun úrgangs og endurvinnsla. Talið er að þessir markaðir muni vaxa að meðaltali um tæp 7% fram til 20252, og að mestur vöxtur verði í eftirspurn eftir vistvænum samgöngum, efnissparnaði í framleiðslu af öllu tagi, s.s. matvælaframleiðslu, og í vistvænni meðhöndlun úrgangs og endurvinnslu. Byltingin er að hefjast Af viðskiptalegum ástæðum væri það undarlegt ef Íslendingar létu hjá líða að taka þátt í þessari umbyltingu. Það er enginn vafi í mínum huga að viljinn til að efla græna nýsköpun er fyrir hendi, meðal almennings, atvinnulífs og stjórnvalda, og stefnumörkun stjórnvalda þarf að stuðla að því að sá vilji leiði til verkefna. Menntakerfi, styrkjakerfi, skattkerfi og innviðir þjóðfélagsins þurfa að styðja fulla innleiðingu hringrásarhagkerfis og kolefnishlutlauss samfélags sem allra fyrst. Við slíkar aðstæður verður til tækni og aðferðir sem Íslendingar geta boðið öðrum samfélögum til þess að ná sömu markmiðum. Nýlega kynnt vísinda- og tæknistefna stjórnvalda gefur tilefni til bjartsýni og er mikilvægt að stjórnvöld framfylgi þeirri stefnu af einurð og um hana ríki skilningur og sátt. Þar liggur leiðin fyrir Ísland. Stefnt að kolefnishlutleysi 2030 Mörg lönd eru farin að hugsa á ofangreindum nótum. Byltingin er að hefjast og þótt mörg góð skref hafi verið stigin þarf enn meiri samhæfingu og veigameiri pólitískar ákvarðanir. Við hjá Orku náttúrunnar (ON) og samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nýtum lausnir sem til eru til að gera starfsemi okkar eins umhverfisvæna og sjálfbæra og kostur er. Við stefnum að því að framleiðsla virkjana okkar verði kolefnishlutlaus fyrir 2030 og að starfsemi okkar verði vettvangur fyrir þróun á nýrri vistvænni tækni og aðferðum. Auðlindir eru víða ON framleiðir rafmagn fyrir landið allt og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Til þess höfum við byggt jarðhitavirkjanir á Hengilssvæðinu. Fyrir ekki svo löngu síðan hefði þetta verið talin fullnægjandi útlistun á því hvað fyrirtækið gerir og ekki þótt ástæða til að flækja málið frekar. En nú eru tímarnir breyttir. Vegna hins gríðarlega umhverfisvanda sem við blasir, er það krafa samtímans að öll fyrirtæki komi í veg fyrir að heilsuspillandi eða mengandi úrgangur falli til við framleiðslu þeirra. Eitt það mikilvægasta í grænni nýsköpun er að finna leiðir til að snúa þessari kröfu upp í tækifæri. Það sem áður var talið rusl eða úrgangur er núna verðmæti. ON framleiðir því ekki bara rafmagn og vatn, heldur líka steinefnaríkt vatn og koltvíoxíð sem eru líka auðlindir. Jarðhitagarður við Hellisheiðarvirkjun Í viðskiptaþróun okkar leggjum við áherslu á að skapa vettvang fyrir önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á starfsemi sem stuðlar að jarðvarmatengdri nýsköpun og bættri nýtingu jarðvarmaauðlindarinnar. Í þeim tilgangi starfrækjum við Jarðhitagarð við Hellisheiðarvirkjun. Þar höfum við komið upp aðstöðu fyrir vísindafólk, frumkvöðla og fyrirtæki til að stunda tilraunir og prófanir á afurðum svæðisins. Í Jarðhitagarðinum er fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og auka um leið verðmætasköpun á svæðinu. Samstarfsfyrirtæki ON þar eiga það sameiginlegt að vera brautryðjendur í grænni nýsköpun. Fyrirtækið Vaxa (áður Algaennovation) framleiðir næringarríka örþörunga með aðferðum sem nota mun minna af vatni og landi en hefðbundinn landbúnaður. Þess vegna verða örþörungar notaðir í matvælaframleiðslu í síauknum mæli í náinni framtíð. Vaxa mun nýta koltvísýring frá Hellisheiðarvirkjun sem næringu fyrir ljóstillífandi örþörunga og minnka þannig kolefnisspor starfseminnar með hagnýtingu lofttegundarinnar. GeoSilica er fyrirtæki sem nýtir steinefnaríkt vatn, sem verður til við rafmagnsframleiðslu með jarðvarma, til að framleiða fæðubótarefni, en þessu steinefnaríka vatni var áður hent. Fyrirtækið Climeworks, sem þróaði hagkvæma tækni til að fanga koltvísýring úr andrúmslofti, vinnur nú að því að stórauka umfang starfsemi sinnar í Jarðhitagarðinum. Milljarða sparnaður Vísinda- og tæknifólk OR, Háskóla Íslands og við erlendar stofnanir hefur þróað Carbfix aðferðina, þar sem koltvíoxíði er dælt ofan í jörðina þar sem það breytist í stein og veldur ekki skaða á umhverfi. Nýstofnaða félagið Carbfix vinnur að því að gera tæknina aðgengilega öllum sem geta og vilja nýta hana til þess að berjast gegn loftslagsvánni. Við hjá ON erum stolt af samstarfi okkar við OR og Carbfix við að nýta þessa aðferð til að minnka útblástur með góðum árangri í daglegum virkjanarekstri okkar. Tæknin, sem telst íslensk græn nýsköpun, getur nýst til að stórminnka losun koltvíoxíðs í andrúmsloftið frá ýmiss konar framleiðslustarfsemi. Þetta nýsköpunarverkefni er prýðilegt dæmi um hvernig siðferðisleg markmið í umhverfismálum fara saman við viðskiptalega hagsmuni og betri tölur í rekstrarbókhaldinu. Okkur hjá ON reiknast svo til að með notkun Carbfix tækninnar munum við ekki aðeins ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi innan tíu ára heldur höfum við líka sparað stórar fjárhæðir með því að nota þessa nýju tækni frekar en að treysta á eldri, dýrari og verri aðferðir. Nú þegar atvinnulíf og almenningur um heim allan er að upplifa betur og betur að vistvænir hættir á grunni grænnar nýsköpunar bjarga ekki bara veröldinni heldur spara líka fé, þá ættum við Íslendingar ekki að hika. Áhersla á græna nýsköpun, þróun og framleiðslu á grænni tækni er leiðin fram á veginn fyrir Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastýra ON. [1] Sjá: GreenTech Made in Germany: Environmental Technology Atlas for Germany. Bls 7. [2] Sama skýrsla, bls 8.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun