Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 5. október 2020 16:00 Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? Í fjárlögum fyrir árið 2021 eru lagðar fram forsendur fyrir tekjuöflun ríkisins á næsta ári sem byggja m.a. á spá um verðmætasköpun í atvinnuvegum, fjárfestingu, einkaneyslu og fleiri þáttum sem fléttast saman í væntingar um það hvernig hagvöxtur og fjármál ríkisins muni þróast milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu segir m.a.: „Efnahagsbatinn í spánni er einkum drifinn áfram af vexti í útfluttri ferðaþjónustu, einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu eftir áfall yfirstandandi árs. Á móti vegur aukinn innflutningur. Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi úr um 500.000 árið 2020 í rúm 900.000 árið 2021 og að það eigi stærstan þátt í að valda því að þjónustuútflutningur vaxi um þriðjung.“ Þetta þýðir að forsendur fjárlaga um efnahagslega viðspyrnu og tæplega 4% hagvöxt á árinu 2021 – og þar með tekjur ríkisins sem nýta má til útgjalda í heilbrigðismál og önnur verkefni samfélagsins – byggja að stórum hluta á því að ferðaþjónustan taki rækilega við sér á næsta ári. Þetta eru auðvitað engin ný tíðindi, aðeins staðfesting á því sem fjármálaráðherra og ýmsir greiningaraðilar hafa ítrekað bent á síðustu vikur og mánuði. En hér eru væntingar og tölur komnar á blað og í umfjöllun á Alþingi. Og þá kemur að tengslunum við sóttvarnaraðgerðir á landamærum. Tengslin eru þau að ef ekki verður horfið frá núverandi ferðatakmörkunum og tekin upp aðferðafræði varðandi sóttvarnir sem er fyrirsjáanleg til næstu mánaða fram í tímann og tryggir að ferðamenn geti komið til landsins án margra sóttkvíardaga, verða forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári þegar brostnar um áramótin. Hvers vegna? Ferðamenn flæða ekki bara út úr flugvélum í Keflavík í maí 2021 eins og skrúfað sé frá krana. Til að ná að tryggja forsendur fjárlaga um 900 þúsund ferðamenn til Íslands á næsta ári þarf að selja þeim ferðirnar með löngum fyrirvara. Sala ferða til Íslands fer að stórum hluta fram 8-12 mánuðum áður en ferðamaðurinn sest upp í flugvélina. Þannig er bókunartímabil stórra erlendra ferðaskrifstofa á ferðum til Íslands næsta sumar nú þegar hafið. Þessar ferðaskrifstofur selja hundruðum þúsunda ferðamanna Íslandsferðir og eru mikilvægustu samstarfsaðilar Icelandair og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Eins og staðan er í dag halda þessir stóru aðilar að sér höndum því að óvissa um sóttvarnir á landamærum Íslands kemur í veg fyrir að hægt sé að selja ferðir hingað til lands. Reglurnar eru þær ströngustu í Evrópu og ekkert liggur fyrir um það hvernig eða hvort þær muni breytast inn í næstu mánuði og næsta ár. Það vantar fyrirsjáanleika – reglur sem hægt er að vinna með og treysta á að verði stöðugar. Hið sama mun gilda um ferðamenn á eigin vegum sem bóka nær brottför, með frá um 8 mánaða fyrirvara, en mikilvægasta bókunartímabil þeirra fyrir sumarið 2021 mun hefjast í janúar og standa fram eftir árinu. Framboð flugsæta til landsins skýrist að miklu leyti af því hversu mikil eftirspurnin er hjá ferðaskrifstofum og einstaklingum í aðdragandanum. Hafi þeir ekki vissu fyrir því að ferðin dýra til Íslands muni ganga upp munu þeir ekki kaupa hana. Þetta er því í raun mjög einfalt: Frá og með deginum í dag þýðir hver vika þar sem vantar fyrirsjáanlegar sóttvarnarreglur sem ferðaþjónustan getur unnið með, tapaðar tekjur fyrir samfélagið á árinu 2021, minni verðmæti af færri ferðamönnum, færri krónur í ríkiskassann, minni hagvöxt. Því þarf að bregðast hratt við. En eru ekki allir hættir að ferðast hvort sem er? Nei. Ýmsir hafa haldið því fram að í raun skipti ekki máli að ferðamenn þurfi að fara í fimm daga sóttkví á Íslandi því að nú sé fólk hvort eð er hætt að ferðast milli landa vegna þess að Covid-19 sé að fjölga á ný í Evrópu. Það er rangt. Einfaldast er að líta á tölur um þróun flugumferðar í Evrópu og bera þær saman við flugumferð til og frá Íslandi fyrir og eftir að sóttvarnarráðstafanir breyttust þann 19. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt tölum frá Airports Council International var meðaltal flugumferðar með ferðamenn í Evrópu í lok ágúst 33% af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Til samanburðar var flugumferð til og frá Íslandi á sama tíma – eftir breytinguna á landamærunum – aðeins 4% af því sem hún var í fyrra. Á tímabilinu sem Ísland var „opið“ frá 15. júní til 19. ágúst var flugumferð til og frá Íslandi hins vegar 16% af því sem hún var á sama tíma árið 2019. Það er því engum blöðum um það að fletta að það eru sóttvarnarreglur sem skylda ferðamenn í fimm daga sóttkví sem nú stöðva ferðamannastraum og flugumferð til Íslands. Enda er það svo að þeir ferðamenn sem við fluttum til landsins í sumar voru þeir sem voru tilbúnir að ferðast þrátt fyrir Covid-19. Sami hópur er enn að ferðast um Evrópu í dag og mun halda því áfram. Hvað þarf að gera? Því er alveg ljóst að ef núverandi reglur verða áfram í gildi og ekkert liggur fyrir um nýja og fyrirsjáanlega aðferðafræði gagnvart sóttvörnum og ferðamönnum munu forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári verða brostnar áður en árið 2021 er gengið í garð, því að sala ferða til Íslands á næsta ári mun að stærstum hluta liggja niðri vegna óvissu um sóttvarnareglur. Verðmætasköpunin getur þá ekki hafist af þeim krafti sem til þarf. Ef hins vegar eru settar fyrirsjáanlegar og varanlegar reglur um sóttvarnir á landamærum sem ferðamenn, ferðaskrifstofur og flugfélög geta treyst á og unnið með (og rétt er að geta þess að það er hægt án þess að auka áhættu umfram núverandi reglur) er möguleiki að tryggja þá verðmætasköpun sem möguleg er við núverandi aðstæður og tryggja þann grunn að efnahagslegri viðspyrnu samfélagsins sem við þörfnumst öll. En tíminn til þess er talinn í vikum, ekki mánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? Í fjárlögum fyrir árið 2021 eru lagðar fram forsendur fyrir tekjuöflun ríkisins á næsta ári sem byggja m.a. á spá um verðmætasköpun í atvinnuvegum, fjárfestingu, einkaneyslu og fleiri þáttum sem fléttast saman í væntingar um það hvernig hagvöxtur og fjármál ríkisins muni þróast milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu segir m.a.: „Efnahagsbatinn í spánni er einkum drifinn áfram af vexti í útfluttri ferðaþjónustu, einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu eftir áfall yfirstandandi árs. Á móti vegur aukinn innflutningur. Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi úr um 500.000 árið 2020 í rúm 900.000 árið 2021 og að það eigi stærstan þátt í að valda því að þjónustuútflutningur vaxi um þriðjung.“ Þetta þýðir að forsendur fjárlaga um efnahagslega viðspyrnu og tæplega 4% hagvöxt á árinu 2021 – og þar með tekjur ríkisins sem nýta má til útgjalda í heilbrigðismál og önnur verkefni samfélagsins – byggja að stórum hluta á því að ferðaþjónustan taki rækilega við sér á næsta ári. Þetta eru auðvitað engin ný tíðindi, aðeins staðfesting á því sem fjármálaráðherra og ýmsir greiningaraðilar hafa ítrekað bent á síðustu vikur og mánuði. En hér eru væntingar og tölur komnar á blað og í umfjöllun á Alþingi. Og þá kemur að tengslunum við sóttvarnaraðgerðir á landamærum. Tengslin eru þau að ef ekki verður horfið frá núverandi ferðatakmörkunum og tekin upp aðferðafræði varðandi sóttvarnir sem er fyrirsjáanleg til næstu mánaða fram í tímann og tryggir að ferðamenn geti komið til landsins án margra sóttkvíardaga, verða forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári þegar brostnar um áramótin. Hvers vegna? Ferðamenn flæða ekki bara út úr flugvélum í Keflavík í maí 2021 eins og skrúfað sé frá krana. Til að ná að tryggja forsendur fjárlaga um 900 þúsund ferðamenn til Íslands á næsta ári þarf að selja þeim ferðirnar með löngum fyrirvara. Sala ferða til Íslands fer að stórum hluta fram 8-12 mánuðum áður en ferðamaðurinn sest upp í flugvélina. Þannig er bókunartímabil stórra erlendra ferðaskrifstofa á ferðum til Íslands næsta sumar nú þegar hafið. Þessar ferðaskrifstofur selja hundruðum þúsunda ferðamanna Íslandsferðir og eru mikilvægustu samstarfsaðilar Icelandair og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Eins og staðan er í dag halda þessir stóru aðilar að sér höndum því að óvissa um sóttvarnir á landamærum Íslands kemur í veg fyrir að hægt sé að selja ferðir hingað til lands. Reglurnar eru þær ströngustu í Evrópu og ekkert liggur fyrir um það hvernig eða hvort þær muni breytast inn í næstu mánuði og næsta ár. Það vantar fyrirsjáanleika – reglur sem hægt er að vinna með og treysta á að verði stöðugar. Hið sama mun gilda um ferðamenn á eigin vegum sem bóka nær brottför, með frá um 8 mánaða fyrirvara, en mikilvægasta bókunartímabil þeirra fyrir sumarið 2021 mun hefjast í janúar og standa fram eftir árinu. Framboð flugsæta til landsins skýrist að miklu leyti af því hversu mikil eftirspurnin er hjá ferðaskrifstofum og einstaklingum í aðdragandanum. Hafi þeir ekki vissu fyrir því að ferðin dýra til Íslands muni ganga upp munu þeir ekki kaupa hana. Þetta er því í raun mjög einfalt: Frá og með deginum í dag þýðir hver vika þar sem vantar fyrirsjáanlegar sóttvarnarreglur sem ferðaþjónustan getur unnið með, tapaðar tekjur fyrir samfélagið á árinu 2021, minni verðmæti af færri ferðamönnum, færri krónur í ríkiskassann, minni hagvöxt. Því þarf að bregðast hratt við. En eru ekki allir hættir að ferðast hvort sem er? Nei. Ýmsir hafa haldið því fram að í raun skipti ekki máli að ferðamenn þurfi að fara í fimm daga sóttkví á Íslandi því að nú sé fólk hvort eð er hætt að ferðast milli landa vegna þess að Covid-19 sé að fjölga á ný í Evrópu. Það er rangt. Einfaldast er að líta á tölur um þróun flugumferðar í Evrópu og bera þær saman við flugumferð til og frá Íslandi fyrir og eftir að sóttvarnarráðstafanir breyttust þann 19. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt tölum frá Airports Council International var meðaltal flugumferðar með ferðamenn í Evrópu í lok ágúst 33% af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Til samanburðar var flugumferð til og frá Íslandi á sama tíma – eftir breytinguna á landamærunum – aðeins 4% af því sem hún var í fyrra. Á tímabilinu sem Ísland var „opið“ frá 15. júní til 19. ágúst var flugumferð til og frá Íslandi hins vegar 16% af því sem hún var á sama tíma árið 2019. Það er því engum blöðum um það að fletta að það eru sóttvarnarreglur sem skylda ferðamenn í fimm daga sóttkví sem nú stöðva ferðamannastraum og flugumferð til Íslands. Enda er það svo að þeir ferðamenn sem við fluttum til landsins í sumar voru þeir sem voru tilbúnir að ferðast þrátt fyrir Covid-19. Sami hópur er enn að ferðast um Evrópu í dag og mun halda því áfram. Hvað þarf að gera? Því er alveg ljóst að ef núverandi reglur verða áfram í gildi og ekkert liggur fyrir um nýja og fyrirsjáanlega aðferðafræði gagnvart sóttvörnum og ferðamönnum munu forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári verða brostnar áður en árið 2021 er gengið í garð, því að sala ferða til Íslands á næsta ári mun að stærstum hluta liggja niðri vegna óvissu um sóttvarnareglur. Verðmætasköpunin getur þá ekki hafist af þeim krafti sem til þarf. Ef hins vegar eru settar fyrirsjáanlegar og varanlegar reglur um sóttvarnir á landamærum sem ferðamenn, ferðaskrifstofur og flugfélög geta treyst á og unnið með (og rétt er að geta þess að það er hægt án þess að auka áhættu umfram núverandi reglur) er möguleiki að tryggja þá verðmætasköpun sem möguleg er við núverandi aðstæður og tryggja þann grunn að efnahagslegri viðspyrnu samfélagsins sem við þörfnumst öll. En tíminn til þess er talinn í vikum, ekki mánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun