Spennandi tímamót og 8000 strætóar Hrund Gunnsteinsdóttir, Freyr Eyjólfsson, Gyða Björnsdóttir og Lárus M. K. Ólafsson skrifa 6. október 2020 07:01 Í hringrásarhagkerfi (e. circular economy) er leitast við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi. Annars ónýtt efni og orka eru nýtt til hins ítrasta og „rusl” verður að verðmætum. Markmiðið er skapa sjálfbært hagkerfi og samfélag. 1,8 trilljón evra Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð, þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Yfir 70 áætlanir og leiðarvísar hafa verið gerðir í ríkjum Evrópu á síðastliðnum árum með það að markmiði að færa hagkerfið úr línulegu yfir í hringrás. Þar fara Finnar fremstir í flokki, en Finnland ætlar sér að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Urðun verði hætt 2021 Árið 2019 fóru yfir 100 þúsund tonn af úrgangi til urðunar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, hráefni sem voru þar með ekki lengur hluti af hringrásinni. Þetta jafngildir u.þ.b. 8000 strætóum. Stærstur hluti úrgangsins eru endurvinnanleg efni, s.s. pappír, pappi, plast, textíll og lífúrgangur. Við sem samfélag stöndum á tímamótum því árið 2021 er stefnt að því að hætta urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er einnig verulegur samdráttur í urðun á öðrum úrgangi í Álfsnesi fram til ársins 2023, þegar urðun þar verður hætt samkvæmt eigendasamkomulagi SORPU. Þessu fylgja ýmsar áskoranir fyrir fyrirtæki en kannski fyrst og fremst tækifæri til að hverfa frá hinu línulega hagkerfi í átt að hagkerfi sem styður við hringrás hráefna og betri nýtingu auðlinda. Það verður dýrt að flokka illa því eini farvegurinn fyrir blandaðan úrgang verður brennsla erlendis. Risastórt loftslagsmál Að hætta urðun lífræns úrgangs er risastórt loftslagsmál. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, er ætlað að endurheimta næringarefni úr lífrænum úrgangi og nýta þá orku sem verður til í niðurbrotsferlinu í formi metans. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan, sem og vinnsla metans á urðunarstaðnum, muni spara útblástur sem nemur um 90 þúsund tonnum af CO2 á ári. Það jafngildir því að taka um 40.000 bensín- og dísilknúna bíla af götum höfuðborgarsvæðisins. Uppblástur, jarðvegsrof og hnignun gróðurs er stórt umhverfisvandamál á Íslandi og um 40% landsins telst vera talsvert, mikið eða mjög mikið rofið. Molta úr lífrænum úrgangi mun verða mikilvæg við uppgræðslu lands og við að binda kolefni í gróðri. Hagkvæmara fyrir þjóðarbúið Með hringrásarhagkerfinu höfum við möguleika á því að bæta viðskiptajöfnuð við aðrar þjóðir og fara að selja meira af vörum en við kaupum. Hringrásarhagkerfið er ekki bara umhverfisvænna kerfi, heldur hagkvæmara fyrir þjóðarbúið ef rétt er á spöðunum haldið. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg, og má hér nefna möguleika okkar til að stórefla þróun og nýsköpun við framleiðslu íslenskra matvæla og nota okkar góðu, grænu orku til þess að innleiða íslenska hringrás í matvælaframleiðslu. Með því að kaupa og borða mat úr nærumhverfinu fáum við bæði hollari, umhverfisvænni og með tímanum ódýrari mat. Suður-Kórea er frábært dæmi um land sem hefur náð miklum árangri í heimaræktun, en þar er fólk m.a. hvatt og stutt dyggilega til þess að rækta grænmeti í görðum og almenningsrýmum. Hið opinbera skapi aðlaðandi umhverfi Á síðustu árum hafa íslensk fyrirtæki innleitt umhverfisvænar breytingar í starfsemi sína með góðum árangri. Mikilvægt er að hið opinbera haldi áfram að skapa aðlaðandi umhverfi til fjárfestinga í grænni tækni og nýsköpun á því sviði. Horfa má til fyrirkomulags í nágrannaríkjum okkar þar sem ríkið veitir beina fjárhagslega hvata til atvinnulífs til að innleiða umhverfisvænar breytingar í sinni starfsemi, s.s. ENOVA sjóðurinn í Noregi. Gott samstarf og virkt samtal stjórnvalda og atvinnulífs, þar sem ýtt er undir tækniframfarir og nýsköpun, er ein forsenda þess að við sem þjóð náum settum markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Að skapa verðmæti, spara peninga og skara fram úr Með innleiðingu á hringrásarhagkerfi skapast verðmæti og við spörum með því að hætta að henda auðæfum - verðmætum endurvinnsluefnum. Hringrásarhagkerfinu fylgja fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og úrlausnar alþjóðlegra áskorana. Þetta skapar fyrirtækjum forskot í samkeppni og skapar störf. Við vitum að sjálfbært hagkerfi og samfélag er ekki bara eftirsóknarvert, heldur ýtir það undir nýsköpun þar sem atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt taka höndum saman og byggja hér góða framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu Freyr Eyjólfsson samskiptastjóri Terra Gyða Björnsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá Sorpu Lárus M. K. Ólafsson viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í hringrásarhagkerfi (e. circular economy) er leitast við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi. Annars ónýtt efni og orka eru nýtt til hins ítrasta og „rusl” verður að verðmætum. Markmiðið er skapa sjálfbært hagkerfi og samfélag. 1,8 trilljón evra Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð, þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Yfir 70 áætlanir og leiðarvísar hafa verið gerðir í ríkjum Evrópu á síðastliðnum árum með það að markmiði að færa hagkerfið úr línulegu yfir í hringrás. Þar fara Finnar fremstir í flokki, en Finnland ætlar sér að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Urðun verði hætt 2021 Árið 2019 fóru yfir 100 þúsund tonn af úrgangi til urðunar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, hráefni sem voru þar með ekki lengur hluti af hringrásinni. Þetta jafngildir u.þ.b. 8000 strætóum. Stærstur hluti úrgangsins eru endurvinnanleg efni, s.s. pappír, pappi, plast, textíll og lífúrgangur. Við sem samfélag stöndum á tímamótum því árið 2021 er stefnt að því að hætta urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er einnig verulegur samdráttur í urðun á öðrum úrgangi í Álfsnesi fram til ársins 2023, þegar urðun þar verður hætt samkvæmt eigendasamkomulagi SORPU. Þessu fylgja ýmsar áskoranir fyrir fyrirtæki en kannski fyrst og fremst tækifæri til að hverfa frá hinu línulega hagkerfi í átt að hagkerfi sem styður við hringrás hráefna og betri nýtingu auðlinda. Það verður dýrt að flokka illa því eini farvegurinn fyrir blandaðan úrgang verður brennsla erlendis. Risastórt loftslagsmál Að hætta urðun lífræns úrgangs er risastórt loftslagsmál. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, er ætlað að endurheimta næringarefni úr lífrænum úrgangi og nýta þá orku sem verður til í niðurbrotsferlinu í formi metans. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan, sem og vinnsla metans á urðunarstaðnum, muni spara útblástur sem nemur um 90 þúsund tonnum af CO2 á ári. Það jafngildir því að taka um 40.000 bensín- og dísilknúna bíla af götum höfuðborgarsvæðisins. Uppblástur, jarðvegsrof og hnignun gróðurs er stórt umhverfisvandamál á Íslandi og um 40% landsins telst vera talsvert, mikið eða mjög mikið rofið. Molta úr lífrænum úrgangi mun verða mikilvæg við uppgræðslu lands og við að binda kolefni í gróðri. Hagkvæmara fyrir þjóðarbúið Með hringrásarhagkerfinu höfum við möguleika á því að bæta viðskiptajöfnuð við aðrar þjóðir og fara að selja meira af vörum en við kaupum. Hringrásarhagkerfið er ekki bara umhverfisvænna kerfi, heldur hagkvæmara fyrir þjóðarbúið ef rétt er á spöðunum haldið. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg, og má hér nefna möguleika okkar til að stórefla þróun og nýsköpun við framleiðslu íslenskra matvæla og nota okkar góðu, grænu orku til þess að innleiða íslenska hringrás í matvælaframleiðslu. Með því að kaupa og borða mat úr nærumhverfinu fáum við bæði hollari, umhverfisvænni og með tímanum ódýrari mat. Suður-Kórea er frábært dæmi um land sem hefur náð miklum árangri í heimaræktun, en þar er fólk m.a. hvatt og stutt dyggilega til þess að rækta grænmeti í görðum og almenningsrýmum. Hið opinbera skapi aðlaðandi umhverfi Á síðustu árum hafa íslensk fyrirtæki innleitt umhverfisvænar breytingar í starfsemi sína með góðum árangri. Mikilvægt er að hið opinbera haldi áfram að skapa aðlaðandi umhverfi til fjárfestinga í grænni tækni og nýsköpun á því sviði. Horfa má til fyrirkomulags í nágrannaríkjum okkar þar sem ríkið veitir beina fjárhagslega hvata til atvinnulífs til að innleiða umhverfisvænar breytingar í sinni starfsemi, s.s. ENOVA sjóðurinn í Noregi. Gott samstarf og virkt samtal stjórnvalda og atvinnulífs, þar sem ýtt er undir tækniframfarir og nýsköpun, er ein forsenda þess að við sem þjóð náum settum markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Að skapa verðmæti, spara peninga og skara fram úr Með innleiðingu á hringrásarhagkerfi skapast verðmæti og við spörum með því að hætta að henda auðæfum - verðmætum endurvinnsluefnum. Hringrásarhagkerfinu fylgja fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og úrlausnar alþjóðlegra áskorana. Þetta skapar fyrirtækjum forskot í samkeppni og skapar störf. Við vitum að sjálfbært hagkerfi og samfélag er ekki bara eftirsóknarvert, heldur ýtir það undir nýsköpun þar sem atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt taka höndum saman og byggja hér góða framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu Freyr Eyjólfsson samskiptastjóri Terra Gyða Björnsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá Sorpu Lárus M. K. Ólafsson viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun