Loftslagsmálin og sveitarfélagið mitt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. október 2020 07:30 Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar