Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 15:38 Zhenhua Data Information er með höfuðstöðvar í borginni Shenzen í Kína. Daniel Berehulak/Getty Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt. Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt.
Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira