Körfubolti

Boston hélt sér á lífi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tatum passar vel upp á boltann í nótt.
Tatum passar vel upp á boltann í nótt. vísir/getty

Boston Celtics er enn á lífi í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum eftir 121-108 sigur á Miami í fimmta leik liðanna í nótt.

Það var mikill kraftur í liði Miami til að byrja með og leiddu þeir með átta stigum eftir fyrsta leikhlutann en staðan var 58-51 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Þriðji leikhlutinn var hins vegar eign Boston. Þeir unnu hann 41-25 og unnu einnig fjórða og síðasta leikhlutann sem endaði með þrettán stiga sigri Boston og líflínu í einvíginu.

Með sigri Miami í nótt hefði einvíginu verið lokið en Boston hefur nú minnkað muninn í 3-2. Fjóra leiki þarf að vinna til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar.

Jayson Tatum var stigahæstur Boston með 31 stig. Hann tók einnig tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jaylen Brown kom næstur með 28 stig og átta fráköst.

Goran Dragic gerði 23 stig fyrir Miami. Hann gaf þar að auki fjórar stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Duncan Robinson kom næstur með tuttugu stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×