Það geta ekki allir verið Bubbi Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 26. september 2020 08:00 Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar