Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur R. 2-1 | Bið Víkinga lengist Atli Freyr Arason skrifar 24. september 2020 23:10 Fylkismenn halda áfram að safna stigum. vísir/daníel Fylkir sigraði Víkingana í Lautinni í Árbænum fyrr í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna sem með sigrinum klifra upp í fjórða sæti deildarinnar, einungis einu stigi frá Evrópusæti. Leikurinn í kvöld byrjaði fremur rólega en ekki var hægt að greina frá miklu af framvindu hans fyrr en á 17. mínútu leiksins en þá kom Þórður Gunnar eins og þruma úr heiðskíru lofti og smellir boltanum í fjærstöngina með glæsilegu skot sem hann tók frá horni vítateigsins, en mikill snúningur var á skotinu hans Þórðar og virtist allan tíman eins og tilraun hans myndi syngja í netinu. Strax í næstu sókn Fylkis berst boltinn aftur út til Þórðar vinstra megin á vellinum og hann á fyrirgjöf/skot sem kemur öllum á vellinum á óvart og boltinn dettur ofan á þverslána áður en Víkingar ná að koma hættunni frá. Innan við tíu mínútum síðar er Fylkir komið í forystu. Daði Ólafsson á þá frábæra fyrirgjöf beint úr aukaspyrnu sem var tekin út við hliðarlínuna, skrúfar boltann fyrir mark Víkinga þar sem enginn annar en Ásgeir Eyþórsson er mættur á undan öllum og kollspyrna Ásgeirs fer í boga yfir Ingvar Jónsson og varnarmenn Víkings og í marknetið fjær. 1-0 fyrir Árbæinga. Á 38. mínútu dróg svo til tíðinda, mögulega sorgartíðinda fyrir alla íslenska fótbolta áhugamenn, þegar Kári Árnason haltrar af velli eftir að hafa fengið högg á löppina en í dag eru akkúrat tvær vikur í landsleikinn mikilvæga gegn Rúmenum. Ágúst Eðvald Hlynsson mun eflaust vera lengi að ná svefni í nótt þar sem hann klúðraði algjöru dauðafæri, fyrir framan opið mark Fylkis, á 43. mínútu leiksins. Erlingur Agnarson gerir þá vel í því að draga Aron Snæ, markvörð Fylkis, að sér og renna honum í kjölfarið á Ágúst sem þurfti ekki að gera annað en að rúlla knettinum í autt netið en þess í stað sparkar hann boltanum hátt yfir mark Árbæinga og sennilega fór boltinn alla leið út í djúpa enda Árbæjarlaugar! Bæði lið gerðu svo breytingar í hálfleik en breyting Fylkismanna var afar áhugaverð þar sem að besti leikmaður fyrri hálfleiksins, Þórður Gunnar Hafþórsson var tekinn af leikvelli. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur en það var Víkingur sem skoraði næsta mark en það féll í skaut Kristals Mána sem kom boltanum í mark Fylkismanna eftir flottan undirbúnings Adams Ægis, sem hafði stuttu áður komið inn á sem varamaður og leikurinn aftur orðinn jafn á 67. mínútu. Fylkismenn ætluðu hins vegar ekki að sætta sig við jafntefli og sótti liðið án afláts þar til það skilaði árangri á 76. mínútu leiksins. Þá tekur varamaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen hornspyrnu og Víkingar eiga í miklum vandræðum að koma boltanum í burtu sem verður til þess að Orri Sveinn Stefánsson, leikmaður Fylkis, nær að koma skoti að marki og inn fór boltinn af Halldóri Smára sem reyndi hvað hann gat að bjarga marki. Eftir mark Fylkis tóku Víkingar öll völd á leikvellinum. Tveimur mínútum fyrir leikslok á Halldór Þórðarson skalla að marki sem fer framhjá Aroni Snæ í markinu en þá kemur aðvífandi maður leiksins, Ásgeir Eyþórsson og bjargar á marklínu og um leið tryggir að stigin þrjú fóru til Árbæinga í kvöld. Af hverju vann Fylkir? Fylkir nýtti marktækifærin sín á meðan að Víkingar klúðruðu mörgum upplögðum marktækifærum. Hverjir stóðu upp úr? Ásgeir Eyþórsson var rosalega flottur í dag. Skoraði mark á öðrum endanum og bjargaði marki á hinum endanum. Án hans framlags í dag væri sigur Fylkismanna sennilega skráður sem ósigur. Hvað gekk illa? Gekk endurtekið síðasta punkt hérna líka. Víkingar hefðu svo hæglega getað skorað fleiri fótboltamörk í kvöld en þeim tókst hræðilega illa að koma knettinum öllum yfir marklínuna. Hvað gerist næst? Fylkir á leik gegn KR á Meistaravöllum á meðan að Víkingur fer í heimsókn upp á Skipaskaga. Báðir leikir fara fram á sunnudag. Atli Sveinn: Fengum bara á okkur þetta eina mark Atli Sveinn Þórarinsson situr á hækjum sér.vísir/daníel Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var vissulega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Það er gott eftir tvo leiðinda tapleiki að taka þessi þrjú stig. Við þurftum að hafa vel fyrir þeim en mér fannst líka eins og við hefðum á ákveðnum tímapunktum í leiknum geta afgreitt leikinn alveg en gerðum það ekki nægilega snemma. Sem betur fer þá náðum við að landa þessu fyrir rest,“ sagði Atli brattur í viðtali eftir leik. „Við breyttum aðeins um leikaðferð og þéttum varnarleikinn. Mér fannst það takast vel á löngum köflum og á þeim köflum tókst okkur að loka vel á Víkingana en það koma líka kaflar í leiknum þar sem þeir ná aðeins að opna okkur. Heilt yfir þá vorum við þéttari og fengum bara á okkur þetta eina mark,“ sagði Atli aðspurður að því hvað skilaði þessum sigri í kvöld. Víkingar voru harðákveðnir í því að ætla sér að vera í toppbaráttunni í ár en þess í stað sitja þeir í tíunda sæti á meðan að Fylkismenn, sem margir sögðu fyrir mót myndi enda í neðri helmingi deildarinnar, er í fjórða sæti deildarinnar. Atli var spurður hvort hann væri ekki ánægður með gengi síns lið í deildinni það sem af er tímabili. „Svona já og nei. Ég er ánægður með sigurleikina en ekki með tapleikina í rauninni. Það er samt ennþá nóg eftir af tímabilinu, við gerum það bara upp þegar það klárast,“ sagði Atli, ólgur í að safna ennþá fleiri stigum. Þórður Gunnar Hafþórsson var einn sprækasti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik en hann var óvænt tekin af velli í hálfleik. Hver er staðan á Þórði? „Hún er bara allt í lagi. Hann var eitthvað slappur en honum leið ekki vel, einhverskonar magakveisa. Hann verður örugglega klár á móti KR,“ svaraði Atli. Stigasöfnun Fylkis hefur verið býsna góð í sumar. Næsti leikur Fylkis er gegn Íslandsmeisturunum núna á sunnudaginn og Atli er ekkert að kippa sér upp við meiðsla stöðuna á sínum hóp fyrir þann leik. „Við sjáum bara hvernig staðan verður á mönnum. Við erum líka með öfluga menn sem komu inn af bekknum og líka nokkra sem tóku ekki þátt í dag. Við höfum ekki áhyggjur af KR leiknum strax,“ sagði Atli að lokum. Arnar: ætla ekki að leyfa mínu liði að spila þar eins og það gerði í fyrri hálfleik Frammistaða Víkings í fyrri hálfleik gegn Fylki var Arnari Gunnlaugssyni ekki að skapi.vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var í leikslok skiljanlega mjög dapur með sjötta tap Víkinga á þessu tímabili. „Þetta er bara sama gamla klisjan, þetta eru vonbrigði. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik, við vorum mjög sloppy. Við vorum langt frá mönnum og það vantaði eitthvað í návígin. Menn eru farnir að vorkenna sjálfum sér of mikið. Það vantar marga í liðið og allt það, en þeir sem mæta verða samt að gera það og berjast fyrir klúbbinn sinn og sýna smá stolt. Fylkismenn voru samt rosa flottir. Það eina sem gladdi mig í dag var að sjá hjá báðum liðum hversu margir ungir leikmenn tóku þátt í leiknum og stóðu sig allir hrikalega vel. Fylkismenn eru á góðri leið með sitt project sem er mjög flott hjá þeim,“ sagði Arnar í viðtali eftir leiks en afhverju eru hans menn ekki að mæta til leiks í fyrri hálfleik? „Það er erfitt að útskýra. Þetta er mannleg hegðun þegar þú hefur háleit markmið en nærð þeim ekki að þá ferðu einhvern veginn að vorkenna sjálfum þér og það verður erfitt að mótivera sjálfan þig. En menn eiga samt alltaf að vera færir um að mótivera sig í íþróttakeppni annars eiga menn ekkert að vera í þessu. Jafnvægið í liðinu er frekar dapurt núna. Við erum með core leikmenn sem eru eldri leikmenn og þeir eiga að styðja við bakið á ungu leikmönnunum en þetta virkar ekki öfugt og hefur ekki gert í mínum liðum. Við þurfum á eldri leikmönnum að halda, að sýna smá lit og karakter og drífa yngri leikmennina áfram. Þannig virkar þetta í öllum liðum og það þarf ekkert að vera að finna upp hjólið í þeim efnum,“ sagði Arnar hundsvekktur áður en hann bætti við: „Við vorum bara mjög slakir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en aðeins skárri í seinni hálfleik. Við herjuðum aðeins á þá og bæði lið fengu fín færi. Þetta var skemmtilegt í seinni hálfleik fannst mér en fyrst og fremst ánægjulegt að sjá hversu margir ungir leikmenn spiluðu hér í kvöld.“ Eins og ritað var að ofan þá höfðu Víkingar háleit markmið fyrir þetta tímabil. Eftir 15 umferðir situr liðið í tíunda sæti, heilum 25 stigum frá toppsætinu og aðeins 7 stigum frá öruggu sæti í deildinni. Arnar var því spurður hvort að Víkingur hafi valdið vonbrigðum á þessum tímabili. „Meira en vonbrigði. Þetta er búið að vera total disaster. Það var bara varpað kjarnorkusprengju á Fossvoginn, það hefur allt farið úrskeiðis sem hefði getað farið úrskeiðis,“ sagði Arnar pirraður áður en hann fór nánar út í vonbrigðin: „En svona er þetta stundum. Þú verður að takast á mótlæti af auðmýkt og fagna sigrunum. Við fögnuðum í fyrra og allir héldu að þá væri þetta komið. Menn voru vel fókusaðir og gíraðir í mótið en svo einhvern veginn fjaraði þetta út. Það er hægt að benda á ýmislegt og það er hægt að taka heilt viðtal í að ræða það hvað fór úrskeiðis eða jafnvel skrifað heila bók um það. Svona er samt staðan og menn verða bara að sætta sig við það. Það eru sjö leikir eftir að mótinu og ég ætla ekki að leyfa mínu liði að spila þar eins og það gerði í fyrri hálfleik í kvöld þar sem þessi frammistaða var óásættanleg,“ sagði Arnar um tímabilið hingað til og hér eftir. Bæði Kwame Quee og Kári Árnason fóru meiddir af leikvelli í dag en flest allir á Fylkisvelli fengu hland fyrir hjartað þegar Kári haltraði útaf vegna þess að einungis tvær vikur eru í umspilsleikinn gegn Rúmeníu fyrir EM alls staðar. „Ég hef áhyggjur af Kára. Kwame virðist hafa snúið sig á ökkla, vonandi er það ekki alvarlegt en ég hef aðallega áhyggjur af Kára vegna þess það er stutt í landsleikina. Líka mín vegna, þar sem að Sölvi er líka meiddur þannig að við munum ströggla. Við vorum líka framherja lausir í kvöld og mér fannst eins og við hefðum getað spilað til miðnættis án þess að skora. Svo kemur markið og það kveikir aðeins í okkur en var ekki nóg. Núna er bara smá brekka framundan,“ sagði Arnar um stöðu þessara leikmanna en verður Kári lengi frá? „Hann er vanalega fljótur að jafna sig kallinn þótt hann sé gamall en ég myndi halda að þetta væri allavega tvær til þrjár vikur og það er korter í landsleiki og Íslandsmótið er spilað mjög stíft núna, mjög margir leikir. Ég er allavega pottþéttur á því að hann nái ekki leiknum á sunnudag gegn Skagamönnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Ásgeir: Skemmtilegasta sem maður gerir er að skora mörk Ásgeir Eyþórsson var hetja Fylkis í kvöld.vísir/vilhelm Maður leiksins að mati Vísis í kvöld var Ásgeir Eyþórsson sem bæði skoraði mark á Víkinga og bjargaði marki Víkings á marklínunni hinu megin. „Ég er mjög ánægður. Þetta var skemmtilegur leikur til að vinna þar sem þeir lágu á okkur lengi þarna í lokin. Þannig það var extra sætt að sigla þessu heim, mikilvæg þrjú stig,“ sagði Ásgeir kampakátur eftir leik. En hvers vegna tókst Fylkismönnum að sigla þessu heim í kvöld? „Mér fannst við betri varnarlega eftir að hafa verið í smá basli með FH fyrir nokkrum dögum þar sem við fengum á okkur mikið af mörkum. Okkur tókst að þétta varnarleikinn og gerðum vel í dag. Við höfum svo sem oft spilað betri fótbolta en ég er ánægður með þrjú stig,“ bætti Ásgeir við. Ásgeir hefur verið iðinn við kolann í sumar og var í kvöld að skora sitt þriðja mark fyrir Fylki á tímabilinu og er hann nú markahæstur í Fylkisliðinu ásamt Arnóri Gauta Ragnarssyni og Orra Sveini Stefánssyni eftir brottför Valdimars Þórs til Noregs. „Ætli ég verði ekki að þakka Daða fyrir þessa fyrirgjöf,“ sagði Ásgeir með stór bros á vörum sér og bætti svo við „Nei nei, það skemmtilegasta sem maður gerir er að skora mörk og maður reynir eins og maður getur að setja nokkur,“ sagði Ásgeir aðspurður um markaskorun sína. Ásgeir stóð þó ekki bara upp vegna marksins sem hann skoraði en honum tókst einnig að bjarga því að Víkingur næði að jafna leikinn á 88. mínútu. „Það var létt panik mode í gangi. Maður reyndi bara að troða sér fyrir boltann og einhvern veginn reyna að lesa í hvaða átt hann gæti farið og það gekk í þetta skipti sem betur fer,“ sagði Ásgeir að lokum. Ingvar: Þetta er alltaf stöngin út Ingvar Jónsson sagði að leikurinn í kvöld hefði verið svipaður og margir leikir Víkings í sumar.vísir/hulda margrét Ingvar Jónsson, markvörður Víkings lýsti tilfinningum sínum í viðtali eftir leik. „Svekkelsi. Mér líður eins og við séum búnir að spila þennan sama fótboltaleik oft núna. Erum fínir framan af en fáum samt klaufalegt mark á okkur og þurfum alltaf að elta leikinn þegar það gengur alveg skelfilega að koma helvítis tuðrunni í markið,“ sagði Ingvar Víkingar hafa verið að spila langt undir getu í ár miðað við leikmannahóp. Ingvar var beðin um sitt mat hvers vegna það hefði gengið svona illa: „Erfitt að segja. Tilfinningin mín er svona eins og þetta er alltaf stöngin út, leik eftir leik. Við þurfum samt ekki nema einn leik, þar sem þetta fellur með okkur og þá fá menn kannski aðeins meiri trú því auðvitað leggst það á hausinn á mönnum að vinna ekki leik í svona langan tíma,“ sagði Ingvar bjartsýnn á framhaldið. Víkingar voru orðnir örvæntingarfullir að sækja stig undir lokin og tók Ingvar meðal annars þátt í sóknar aðgerðum í tveimur síðustu hornspyrnum Víkinga. Í bæði skiptin barst boltinn til hans en í bæði skiptin brást honum bogalistin. „Ég bjóst ekkert við að fá hann. Ég ætlaði bara að trufla þarna inn í teig en fékk hann beint til mín. Hrikalega slappur skalli hjá mér í seinna skiptið. Þetta virðist oft gerast að boltinn sogist að manni þegar maður fer fram en leiðinlegt að ná ekki að skila honum í markið í þetta skipti,“ sagði Ingvar um sínar sjaldséðu marktilraunir. Ingvar hefur ekki miklar áhyggjur af þessu vonbrigða tímabili hjá Víkingi og telur liðið geta nýtt þetta tímabil til góðs á því næsta. „Við þurfum bara að nústilla hausinn. Það vita það allir í Víkinni og allir þeir sem halda með Víking að þetta tímabil er búið að vera vonbrigði. Það voru miklar væntingar hjá okkur sjálfum og öðrum í kringum liðið. Við verðum bara að nústilla okkur og byrja að byggja upp fyrir næsta tímabil og nýta þetta tímabil til þess,“ sagði Ingvar að lokum. Pepsi Max-deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík
Fylkir sigraði Víkingana í Lautinni í Árbænum fyrr í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna sem með sigrinum klifra upp í fjórða sæti deildarinnar, einungis einu stigi frá Evrópusæti. Leikurinn í kvöld byrjaði fremur rólega en ekki var hægt að greina frá miklu af framvindu hans fyrr en á 17. mínútu leiksins en þá kom Þórður Gunnar eins og þruma úr heiðskíru lofti og smellir boltanum í fjærstöngina með glæsilegu skot sem hann tók frá horni vítateigsins, en mikill snúningur var á skotinu hans Þórðar og virtist allan tíman eins og tilraun hans myndi syngja í netinu. Strax í næstu sókn Fylkis berst boltinn aftur út til Þórðar vinstra megin á vellinum og hann á fyrirgjöf/skot sem kemur öllum á vellinum á óvart og boltinn dettur ofan á þverslána áður en Víkingar ná að koma hættunni frá. Innan við tíu mínútum síðar er Fylkir komið í forystu. Daði Ólafsson á þá frábæra fyrirgjöf beint úr aukaspyrnu sem var tekin út við hliðarlínuna, skrúfar boltann fyrir mark Víkinga þar sem enginn annar en Ásgeir Eyþórsson er mættur á undan öllum og kollspyrna Ásgeirs fer í boga yfir Ingvar Jónsson og varnarmenn Víkings og í marknetið fjær. 1-0 fyrir Árbæinga. Á 38. mínútu dróg svo til tíðinda, mögulega sorgartíðinda fyrir alla íslenska fótbolta áhugamenn, þegar Kári Árnason haltrar af velli eftir að hafa fengið högg á löppina en í dag eru akkúrat tvær vikur í landsleikinn mikilvæga gegn Rúmenum. Ágúst Eðvald Hlynsson mun eflaust vera lengi að ná svefni í nótt þar sem hann klúðraði algjöru dauðafæri, fyrir framan opið mark Fylkis, á 43. mínútu leiksins. Erlingur Agnarson gerir þá vel í því að draga Aron Snæ, markvörð Fylkis, að sér og renna honum í kjölfarið á Ágúst sem þurfti ekki að gera annað en að rúlla knettinum í autt netið en þess í stað sparkar hann boltanum hátt yfir mark Árbæinga og sennilega fór boltinn alla leið út í djúpa enda Árbæjarlaugar! Bæði lið gerðu svo breytingar í hálfleik en breyting Fylkismanna var afar áhugaverð þar sem að besti leikmaður fyrri hálfleiksins, Þórður Gunnar Hafþórsson var tekinn af leikvelli. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur en það var Víkingur sem skoraði næsta mark en það féll í skaut Kristals Mána sem kom boltanum í mark Fylkismanna eftir flottan undirbúnings Adams Ægis, sem hafði stuttu áður komið inn á sem varamaður og leikurinn aftur orðinn jafn á 67. mínútu. Fylkismenn ætluðu hins vegar ekki að sætta sig við jafntefli og sótti liðið án afláts þar til það skilaði árangri á 76. mínútu leiksins. Þá tekur varamaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen hornspyrnu og Víkingar eiga í miklum vandræðum að koma boltanum í burtu sem verður til þess að Orri Sveinn Stefánsson, leikmaður Fylkis, nær að koma skoti að marki og inn fór boltinn af Halldóri Smára sem reyndi hvað hann gat að bjarga marki. Eftir mark Fylkis tóku Víkingar öll völd á leikvellinum. Tveimur mínútum fyrir leikslok á Halldór Þórðarson skalla að marki sem fer framhjá Aroni Snæ í markinu en þá kemur aðvífandi maður leiksins, Ásgeir Eyþórsson og bjargar á marklínu og um leið tryggir að stigin þrjú fóru til Árbæinga í kvöld. Af hverju vann Fylkir? Fylkir nýtti marktækifærin sín á meðan að Víkingar klúðruðu mörgum upplögðum marktækifærum. Hverjir stóðu upp úr? Ásgeir Eyþórsson var rosalega flottur í dag. Skoraði mark á öðrum endanum og bjargaði marki á hinum endanum. Án hans framlags í dag væri sigur Fylkismanna sennilega skráður sem ósigur. Hvað gekk illa? Gekk endurtekið síðasta punkt hérna líka. Víkingar hefðu svo hæglega getað skorað fleiri fótboltamörk í kvöld en þeim tókst hræðilega illa að koma knettinum öllum yfir marklínuna. Hvað gerist næst? Fylkir á leik gegn KR á Meistaravöllum á meðan að Víkingur fer í heimsókn upp á Skipaskaga. Báðir leikir fara fram á sunnudag. Atli Sveinn: Fengum bara á okkur þetta eina mark Atli Sveinn Þórarinsson situr á hækjum sér.vísir/daníel Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var vissulega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Það er gott eftir tvo leiðinda tapleiki að taka þessi þrjú stig. Við þurftum að hafa vel fyrir þeim en mér fannst líka eins og við hefðum á ákveðnum tímapunktum í leiknum geta afgreitt leikinn alveg en gerðum það ekki nægilega snemma. Sem betur fer þá náðum við að landa þessu fyrir rest,“ sagði Atli brattur í viðtali eftir leik. „Við breyttum aðeins um leikaðferð og þéttum varnarleikinn. Mér fannst það takast vel á löngum köflum og á þeim köflum tókst okkur að loka vel á Víkingana en það koma líka kaflar í leiknum þar sem þeir ná aðeins að opna okkur. Heilt yfir þá vorum við þéttari og fengum bara á okkur þetta eina mark,“ sagði Atli aðspurður að því hvað skilaði þessum sigri í kvöld. Víkingar voru harðákveðnir í því að ætla sér að vera í toppbaráttunni í ár en þess í stað sitja þeir í tíunda sæti á meðan að Fylkismenn, sem margir sögðu fyrir mót myndi enda í neðri helmingi deildarinnar, er í fjórða sæti deildarinnar. Atli var spurður hvort hann væri ekki ánægður með gengi síns lið í deildinni það sem af er tímabili. „Svona já og nei. Ég er ánægður með sigurleikina en ekki með tapleikina í rauninni. Það er samt ennþá nóg eftir af tímabilinu, við gerum það bara upp þegar það klárast,“ sagði Atli, ólgur í að safna ennþá fleiri stigum. Þórður Gunnar Hafþórsson var einn sprækasti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik en hann var óvænt tekin af velli í hálfleik. Hver er staðan á Þórði? „Hún er bara allt í lagi. Hann var eitthvað slappur en honum leið ekki vel, einhverskonar magakveisa. Hann verður örugglega klár á móti KR,“ svaraði Atli. Stigasöfnun Fylkis hefur verið býsna góð í sumar. Næsti leikur Fylkis er gegn Íslandsmeisturunum núna á sunnudaginn og Atli er ekkert að kippa sér upp við meiðsla stöðuna á sínum hóp fyrir þann leik. „Við sjáum bara hvernig staðan verður á mönnum. Við erum líka með öfluga menn sem komu inn af bekknum og líka nokkra sem tóku ekki þátt í dag. Við höfum ekki áhyggjur af KR leiknum strax,“ sagði Atli að lokum. Arnar: ætla ekki að leyfa mínu liði að spila þar eins og það gerði í fyrri hálfleik Frammistaða Víkings í fyrri hálfleik gegn Fylki var Arnari Gunnlaugssyni ekki að skapi.vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var í leikslok skiljanlega mjög dapur með sjötta tap Víkinga á þessu tímabili. „Þetta er bara sama gamla klisjan, þetta eru vonbrigði. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik, við vorum mjög sloppy. Við vorum langt frá mönnum og það vantaði eitthvað í návígin. Menn eru farnir að vorkenna sjálfum sér of mikið. Það vantar marga í liðið og allt það, en þeir sem mæta verða samt að gera það og berjast fyrir klúbbinn sinn og sýna smá stolt. Fylkismenn voru samt rosa flottir. Það eina sem gladdi mig í dag var að sjá hjá báðum liðum hversu margir ungir leikmenn tóku þátt í leiknum og stóðu sig allir hrikalega vel. Fylkismenn eru á góðri leið með sitt project sem er mjög flott hjá þeim,“ sagði Arnar í viðtali eftir leiks en afhverju eru hans menn ekki að mæta til leiks í fyrri hálfleik? „Það er erfitt að útskýra. Þetta er mannleg hegðun þegar þú hefur háleit markmið en nærð þeim ekki að þá ferðu einhvern veginn að vorkenna sjálfum þér og það verður erfitt að mótivera sjálfan þig. En menn eiga samt alltaf að vera færir um að mótivera sig í íþróttakeppni annars eiga menn ekkert að vera í þessu. Jafnvægið í liðinu er frekar dapurt núna. Við erum með core leikmenn sem eru eldri leikmenn og þeir eiga að styðja við bakið á ungu leikmönnunum en þetta virkar ekki öfugt og hefur ekki gert í mínum liðum. Við þurfum á eldri leikmönnum að halda, að sýna smá lit og karakter og drífa yngri leikmennina áfram. Þannig virkar þetta í öllum liðum og það þarf ekkert að vera að finna upp hjólið í þeim efnum,“ sagði Arnar hundsvekktur áður en hann bætti við: „Við vorum bara mjög slakir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en aðeins skárri í seinni hálfleik. Við herjuðum aðeins á þá og bæði lið fengu fín færi. Þetta var skemmtilegt í seinni hálfleik fannst mér en fyrst og fremst ánægjulegt að sjá hversu margir ungir leikmenn spiluðu hér í kvöld.“ Eins og ritað var að ofan þá höfðu Víkingar háleit markmið fyrir þetta tímabil. Eftir 15 umferðir situr liðið í tíunda sæti, heilum 25 stigum frá toppsætinu og aðeins 7 stigum frá öruggu sæti í deildinni. Arnar var því spurður hvort að Víkingur hafi valdið vonbrigðum á þessum tímabili. „Meira en vonbrigði. Þetta er búið að vera total disaster. Það var bara varpað kjarnorkusprengju á Fossvoginn, það hefur allt farið úrskeiðis sem hefði getað farið úrskeiðis,“ sagði Arnar pirraður áður en hann fór nánar út í vonbrigðin: „En svona er þetta stundum. Þú verður að takast á mótlæti af auðmýkt og fagna sigrunum. Við fögnuðum í fyrra og allir héldu að þá væri þetta komið. Menn voru vel fókusaðir og gíraðir í mótið en svo einhvern veginn fjaraði þetta út. Það er hægt að benda á ýmislegt og það er hægt að taka heilt viðtal í að ræða það hvað fór úrskeiðis eða jafnvel skrifað heila bók um það. Svona er samt staðan og menn verða bara að sætta sig við það. Það eru sjö leikir eftir að mótinu og ég ætla ekki að leyfa mínu liði að spila þar eins og það gerði í fyrri hálfleik í kvöld þar sem þessi frammistaða var óásættanleg,“ sagði Arnar um tímabilið hingað til og hér eftir. Bæði Kwame Quee og Kári Árnason fóru meiddir af leikvelli í dag en flest allir á Fylkisvelli fengu hland fyrir hjartað þegar Kári haltraði útaf vegna þess að einungis tvær vikur eru í umspilsleikinn gegn Rúmeníu fyrir EM alls staðar. „Ég hef áhyggjur af Kára. Kwame virðist hafa snúið sig á ökkla, vonandi er það ekki alvarlegt en ég hef aðallega áhyggjur af Kára vegna þess það er stutt í landsleikina. Líka mín vegna, þar sem að Sölvi er líka meiddur þannig að við munum ströggla. Við vorum líka framherja lausir í kvöld og mér fannst eins og við hefðum getað spilað til miðnættis án þess að skora. Svo kemur markið og það kveikir aðeins í okkur en var ekki nóg. Núna er bara smá brekka framundan,“ sagði Arnar um stöðu þessara leikmanna en verður Kári lengi frá? „Hann er vanalega fljótur að jafna sig kallinn þótt hann sé gamall en ég myndi halda að þetta væri allavega tvær til þrjár vikur og það er korter í landsleiki og Íslandsmótið er spilað mjög stíft núna, mjög margir leikir. Ég er allavega pottþéttur á því að hann nái ekki leiknum á sunnudag gegn Skagamönnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Ásgeir: Skemmtilegasta sem maður gerir er að skora mörk Ásgeir Eyþórsson var hetja Fylkis í kvöld.vísir/vilhelm Maður leiksins að mati Vísis í kvöld var Ásgeir Eyþórsson sem bæði skoraði mark á Víkinga og bjargaði marki Víkings á marklínunni hinu megin. „Ég er mjög ánægður. Þetta var skemmtilegur leikur til að vinna þar sem þeir lágu á okkur lengi þarna í lokin. Þannig það var extra sætt að sigla þessu heim, mikilvæg þrjú stig,“ sagði Ásgeir kampakátur eftir leik. En hvers vegna tókst Fylkismönnum að sigla þessu heim í kvöld? „Mér fannst við betri varnarlega eftir að hafa verið í smá basli með FH fyrir nokkrum dögum þar sem við fengum á okkur mikið af mörkum. Okkur tókst að þétta varnarleikinn og gerðum vel í dag. Við höfum svo sem oft spilað betri fótbolta en ég er ánægður með þrjú stig,“ bætti Ásgeir við. Ásgeir hefur verið iðinn við kolann í sumar og var í kvöld að skora sitt þriðja mark fyrir Fylki á tímabilinu og er hann nú markahæstur í Fylkisliðinu ásamt Arnóri Gauta Ragnarssyni og Orra Sveini Stefánssyni eftir brottför Valdimars Þórs til Noregs. „Ætli ég verði ekki að þakka Daða fyrir þessa fyrirgjöf,“ sagði Ásgeir með stór bros á vörum sér og bætti svo við „Nei nei, það skemmtilegasta sem maður gerir er að skora mörk og maður reynir eins og maður getur að setja nokkur,“ sagði Ásgeir aðspurður um markaskorun sína. Ásgeir stóð þó ekki bara upp vegna marksins sem hann skoraði en honum tókst einnig að bjarga því að Víkingur næði að jafna leikinn á 88. mínútu. „Það var létt panik mode í gangi. Maður reyndi bara að troða sér fyrir boltann og einhvern veginn reyna að lesa í hvaða átt hann gæti farið og það gekk í þetta skipti sem betur fer,“ sagði Ásgeir að lokum. Ingvar: Þetta er alltaf stöngin út Ingvar Jónsson sagði að leikurinn í kvöld hefði verið svipaður og margir leikir Víkings í sumar.vísir/hulda margrét Ingvar Jónsson, markvörður Víkings lýsti tilfinningum sínum í viðtali eftir leik. „Svekkelsi. Mér líður eins og við séum búnir að spila þennan sama fótboltaleik oft núna. Erum fínir framan af en fáum samt klaufalegt mark á okkur og þurfum alltaf að elta leikinn þegar það gengur alveg skelfilega að koma helvítis tuðrunni í markið,“ sagði Ingvar Víkingar hafa verið að spila langt undir getu í ár miðað við leikmannahóp. Ingvar var beðin um sitt mat hvers vegna það hefði gengið svona illa: „Erfitt að segja. Tilfinningin mín er svona eins og þetta er alltaf stöngin út, leik eftir leik. Við þurfum samt ekki nema einn leik, þar sem þetta fellur með okkur og þá fá menn kannski aðeins meiri trú því auðvitað leggst það á hausinn á mönnum að vinna ekki leik í svona langan tíma,“ sagði Ingvar bjartsýnn á framhaldið. Víkingar voru orðnir örvæntingarfullir að sækja stig undir lokin og tók Ingvar meðal annars þátt í sóknar aðgerðum í tveimur síðustu hornspyrnum Víkinga. Í bæði skiptin barst boltinn til hans en í bæði skiptin brást honum bogalistin. „Ég bjóst ekkert við að fá hann. Ég ætlaði bara að trufla þarna inn í teig en fékk hann beint til mín. Hrikalega slappur skalli hjá mér í seinna skiptið. Þetta virðist oft gerast að boltinn sogist að manni þegar maður fer fram en leiðinlegt að ná ekki að skila honum í markið í þetta skipti,“ sagði Ingvar um sínar sjaldséðu marktilraunir. Ingvar hefur ekki miklar áhyggjur af þessu vonbrigða tímabili hjá Víkingi og telur liðið geta nýtt þetta tímabil til góðs á því næsta. „Við þurfum bara að nústilla hausinn. Það vita það allir í Víkinni og allir þeir sem halda með Víking að þetta tímabil er búið að vera vonbrigði. Það voru miklar væntingar hjá okkur sjálfum og öðrum í kringum liðið. Við verðum bara að nústilla okkur og byrja að byggja upp fyrir næsta tímabil og nýta þetta tímabil til þess,“ sagði Ingvar að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti