Tvíefld Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Edda Sigurðardóttir skrifa 23. september 2020 21:21 Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun