Samfélagsmiðlablekkingin Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2020 12:01 Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Samfélagsmiðlar Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar