Að halda friðinn? Brynja Huld Óskarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:01 Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar