Að halda friðinn? Brynja Huld Óskarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:01 Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag, 21. september er alþjóðlegi friðardagurinn. Í tilefni dagsins bjóða Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna einmitt 75 ára afmæli í ár, öllum stríðandi fylkingum að leggja niður vopn, stöðva ofbeldi og virða 24 klukkustunda vopnahlé í nafni friðar. Því miður geisa átök og styrjaldir um allan heim og það er alls kostar óvíst að það fólk sem býr við þá stöðugu ógn og skelfingu sem stríð eru fái að njóta þess að eiga óttalausan dag. Afghanistan hefur verið stríðshrjáð í hátt í 40 ár og kostað hátt í tvær milljónir manna lífið. Í Jemen eru milljónir á barmi hungurdauða í einni verstu mannúðarkrísu dagsins í dag eftir fimm ára stríð. Friðarferli í Suður-Súdan hefur verið hægt og ofbeldið gróft. Ekki sér fyrir endan á átökum milli Ísraels og Palestínu, og þó svo þaðan berist færri fréttir eru enn virk átök bæði í Sýrlandi og Írak. Þrátt fyrir þessa ömurlegu og alls ekki tæmandi upptalningu eru sem betur fer einnig ýmis jákvæð teikn á lofti. Ríkisstjórnin í Afghanistan og samninganefnd Talibana hófu beinar viðræður fyrr í mánuðinum. Í nýliðinni viku undirrituðu Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bahrein og Ísrael undir samkomulag um að koma samskiptum landanna í betra horf. Þá stendur til að friðarsamningur á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í Suður-Súdan verði undirritaður þann 3. október. Það er margt sem þarf að hafa í huga við gerð friðarsamninga og alþjóðasamninga enda gerist svo gott sem ekkert í lofttæmi. Niðurstöður deilna og friðarsamninga eru hluti af flóknu neti alþjóðlegra hagsmuna. Inn í mörg þessi átök, friðarferli og bandalög þræðist öryggisógn sem við hér á Íslandi ræðum lítið og sjaldan. Blikur eru á lofti í alþjóðasamstarfi á sviði afvopnunarmála og vopnatakmarkana en þar má nefna endalok samningsins um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn), úrsögn Bandaríkjanna úr samningnum um opna lofthelgi (Open Skies samningurinn) og óvissu um framtíð new-START samningsins. Þeir samningar sem hafa haldið jafnvæginu í vopnatakmörkunum milli Rússlands og Bandaríkjanna, sem eiga um 90% kjarnorkuvopna í heiminum, eru allir runnir út nema einn. Sá samningur er svokallaður new-START og rennur út í febrúar næstkomandi og í afvopnunarfræðunum er sá samningur kallaður gullsamningur allra afvopnunarsamninga. Hann hefur staðist tímans tönn og er eins og málin standa í dag, eini eftirlifandi samningurinn sem kemur í veg fyrir nýtt vopnakapphlaup. Renni hann út án nýrra samninga er hætta á að traust milli þjóðanna tveggja minnki hratt þegar yfirsýn yfir vopnabúr hvors annars verður lítil eða engin. Í new-START samningnum er skýrt tekið fram að auðveldlega megi framlengja hann um fimm ár. Hvað Bandaríkin varðar þarf framlenging ekki að fara í gegnum þingið og Pútín Rússlandsforseti hefur sagt opinberlega að hann sé tilbúinn til að skrifa undir framlengingu. En til þess að það gangi upp þurfa mörg púsl að raðast saman og pólitískur vilji og samstaða að vera fyrir hendi. Ísland stærir sig oft af því að hafa spilað stórt hlutverk í hinum stóra heimi þegar Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev hittust í Höfða í október 1986 til að semja um INF-samninginn. Nú eru minna en fimm mánuðir eftir af new-START samningnum og því aldrei verið mikilvægara að setjast saman við samningaborðið og semja um afvopnunarmál. Það er mikilvægt að Ísland taki þátt í og móti friðarumræðu, nýti sérstöðu sína sem smáríki til þess að þrýsta á stærri ríki að forgangsraða því að semja um að halda friðinn. Brynja Huld Óskarsdóttir Höfundur er þátttakandi í ACONA-fræðasamfélaginu (The Arms Control Negotiation Academy) samstarfsverkefni á milli samningatæknideildar Harvard-háskóla, Höfða friðarseturs og fleiri alþjóðlegra rannsóknastofnanna um afvopnunarmál og alþjóðlega samningatækni.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun