Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 13:20 Patrice Lumumba var handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins. Hann var síðar ráðinn af dögum. Getty Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og var líki hans eytt, að frátalinni einni tönn. Dóttir Lumumba hefur barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins, það er Austur-Kongó, og segir hún niðurstöðu dómstólsins táknrænan og „mikinn sigur“ fyrir þjóðina. Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Líkinu eytt Lumumba var hins vegar handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var svo ráðinn af dögum af aðskilnaðarsinnum í janúar 1961 og er talið að lík hans hafi svo verið sagað í sundur og leyst upp í sýru í tilraun til að koma í veg fyrir að gröf hans yrði mögulega að áfangastað pílagríma. Lögreglumaður sem átti að hafa átt þátt í að eyða líkinu á að hafa rifið tönn úr Lumumba og svo farið með tönnina til Belgíu. Tönnin hefur svo verið í fórum fjölskyldu mannsins æ síðan. Tönnin sé úr Lumumba Talsmaður saksóknaraembættis í Belgíu, Eric Van Duyse, segir að ekki verði tekið lífsýni úr tönninni þar sem slík framkvæmd myndi eyðileggja sjálfa tönnina. Yfirvöld séu þó ekki í nokkrum vafa – tönninn sé úr Lumumba. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í langi ábyrgð bæði bandarískra og belgískra stjórnvalda, vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum. Belgía Austur-Kongó Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og var líki hans eytt, að frátalinni einni tönn. Dóttir Lumumba hefur barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins, það er Austur-Kongó, og segir hún niðurstöðu dómstólsins táknrænan og „mikinn sigur“ fyrir þjóðina. Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Líkinu eytt Lumumba var hins vegar handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var svo ráðinn af dögum af aðskilnaðarsinnum í janúar 1961 og er talið að lík hans hafi svo verið sagað í sundur og leyst upp í sýru í tilraun til að koma í veg fyrir að gröf hans yrði mögulega að áfangastað pílagríma. Lögreglumaður sem átti að hafa átt þátt í að eyða líkinu á að hafa rifið tönn úr Lumumba og svo farið með tönnina til Belgíu. Tönnin hefur svo verið í fórum fjölskyldu mannsins æ síðan. Tönnin sé úr Lumumba Talsmaður saksóknaraembættis í Belgíu, Eric Van Duyse, segir að ekki verði tekið lífsýni úr tönninni þar sem slík framkvæmd myndi eyðileggja sjálfa tönnina. Yfirvöld séu þó ekki í nokkrum vafa – tönninn sé úr Lumumba. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í langi ábyrgð bæði bandarískra og belgískra stjórnvalda, vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum.
Belgía Austur-Kongó Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira