PISA-kannanir ekki upphaf og endir alls Svandís Egilsdóttir skrifar 8. september 2020 15:31 Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun