Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Runólfur Trausti Þórhallsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 8. september 2020 20:45 Arnór Sigurðsson í baráttu við tvo Belga í leiknum í kvöld. AP/Francisco Seco Belgía vann stórsigur á Íslandi, 5-1, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Íslendingar bíða enn eftir sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni en liðið hefur tapað öllum sex leikjum sínum í þessari keppni síðan hún var sett á laggirnar fyrir tveimur árum. Þrjú þessara tapa hafa komið gegn Belgíu. Íslendingar byrjuðu leikinn í Brussel í kvöld betur og komust yfir á 10. mínútu með marki Hólmberts Arons Friðjónssonar. Belgar svöruðu með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla og voru með fullkomna stjórn á leiknum eftir það. Þeir bættu þremur mörkum við í seinni hálfleik og niðurstaðan því 5-1 sigur bronsliðsins frá síðasta heimsmeistaramóti. Erik Hamrén gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu nauma fyrir Englandi, 0-1, á laugardaginn. Þá breytti hann um leikkerfi og spilaði 4-3-3 þar hinn átján ára Andri Fannar Baldursson, sem lék sinn fyrsta landsleik í kvöld, og Birkir Bjarnason voru fyrir framan Guðlaug Victor Pálsson á miðjunni. Arnór Sigurðsson var á hægri kantinum, Albert Guðmundsson á þeim vinstri og Hólmbert fremstur. Draumabyrjun Sá síðastnefndi var einn þeirra sem kom inn í byrjunarliðið og hann kom mikið við sögu í upphafi leiks. Á 5. mínútu átti Birkir frábæra fyrirgjöf á Hólmbert sem var í dauðafæri en skallaði yfir. Framherjinn stóri og stæðilegi bætti upp fyrir það fimm mínútum síðar. Hann fékk þá boltann aftur frá Birki, nú fyrir utan vítateig, og skaut í fyrsta. Boltinn fór í Jason Denayer, slána, stöngina og inn. Draumabyrjun hjá íslenska liðinu en því miður ekki fyrirboði um það sem koma skyldi. Gleðin var nefnilega mjög skammvinn því aðeins þremur mínútum síðar jöfnuðu Belgar. Dries Mertens átti þá skot beint úr aukaspyrnu sem Ögmundur Kristinsson varði í stöng. Axel Witsel var fyrstur að átta sig, tók frákastið og skoraði. Jón Guðni Fjóluson virtist hafa bjargað á línu en aðstoðardómarinn mat það sem svo að boltinn væri fyrir innan. Á 17. mínútu kom Batshuayi Belgum yfir, 2-1. Witsel lét þá vaða frá D-boganum, Ögmundur varði skotið en Batshuayi fylgdi á eftir og skoraði. Tveimur mínútum síðar voru Íslendingar stálheppnir að lenda ekki 3-1 undir. Mertens komst þá í dauðafæri eftir skyndisókn og sendingu Kevins De Bruyne en hitti ekki markið. Eftir þessa fjörugu byrjun fór leikurinn í fyrirsjáanlegt horf. Belgar héldu boltanum á meðan Íslendingar lágu aftarlega. Skömmu fyrir hálfleik komst Mertens í gott færi hægra megin í teignum en Ögmundur varði vel. Staðan var 2-1, Belgíu í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Einstefna eftir hlé Í seinni hálfleik hertu Belgar tökin enn frekar, höfðu mikla yfirburði, bættu þremur mörkum við og hefðu getað skorað fleiri. Á 50. mínútu komst Belgía í 3-1 þegar Mertens skoraði með snöggu skoti virtist koma Ögmundi í opna skjöldu. Belgar héldu áfram að sækja og um miðjan seinni hálfleik þurfti Ögmundur tvisvar að taka á honum stóra sínum til að verja frá Witsel. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Batshuyai skoraði annað mark sitt og fjórða mark Belga með frábærri hælspyrnu á 69. mínútu. Varnartilburðir Íslands í markinu voru ekki merkilegir. Ekki voru þeir merkilegri tíu mínútum síðar þegar Jeremy Doku skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. De Bruyne mataði hann þá með góðri sendingu, Doku fór á hægri fótinn og smellti boltanum í fjærhornið. Lokatölur 5-1 í leik þar sem Ísland var betri fyrstu tíu mínúturnar en Belgía miklu sterkari síðustu 80 mínúturnar. Mikill getumunur Belgar eru með besta lið heims samkvæmt heimslistanum og sigurinn í kvöld var þeirra tólfti í röð. Að mæta Belgum með fullmannað lið er erfitt en án fjölda lykilmanna er það nánast ómögulegt. Varast skal að draga of miklar ályktanir af þessum leik í aðdraganda leiksins mikilvæga gegn Rúmeníu eftir mánuð. Fæstir sem spiluðu þennan leik munu byrja gegn Rúmenum. Leikmennirnir sem fengu tækifæri í leiknum í kvöld hefðu samt að ósekju mátt láta meira til sín taka, þótt brekkan væri brött. Arnór náði sér t.a.m. engan veginn á strik og miðverðirnir, Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson, voru ekki góðir. Þá náðu Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson ekki að fylgja á eftir frábærri frammistöðu gegn Englandi á laugardaginn. Hólmbert getur gengið hnarreistur frá borði eftir góðan fyrri hálfleik og fyrsta landsliðsmarkið í keppnisleik. Birkir átti ágæta kafla og Albert reyndi og reyndi en án mikil árangurs. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Belgía vann stórsigur á Íslandi, 5-1, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Íslendingar bíða enn eftir sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni en liðið hefur tapað öllum sex leikjum sínum í þessari keppni síðan hún var sett á laggirnar fyrir tveimur árum. Þrjú þessara tapa hafa komið gegn Belgíu. Íslendingar byrjuðu leikinn í Brussel í kvöld betur og komust yfir á 10. mínútu með marki Hólmberts Arons Friðjónssonar. Belgar svöruðu með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla og voru með fullkomna stjórn á leiknum eftir það. Þeir bættu þremur mörkum við í seinni hálfleik og niðurstaðan því 5-1 sigur bronsliðsins frá síðasta heimsmeistaramóti. Erik Hamrén gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu nauma fyrir Englandi, 0-1, á laugardaginn. Þá breytti hann um leikkerfi og spilaði 4-3-3 þar hinn átján ára Andri Fannar Baldursson, sem lék sinn fyrsta landsleik í kvöld, og Birkir Bjarnason voru fyrir framan Guðlaug Victor Pálsson á miðjunni. Arnór Sigurðsson var á hægri kantinum, Albert Guðmundsson á þeim vinstri og Hólmbert fremstur. Draumabyrjun Sá síðastnefndi var einn þeirra sem kom inn í byrjunarliðið og hann kom mikið við sögu í upphafi leiks. Á 5. mínútu átti Birkir frábæra fyrirgjöf á Hólmbert sem var í dauðafæri en skallaði yfir. Framherjinn stóri og stæðilegi bætti upp fyrir það fimm mínútum síðar. Hann fékk þá boltann aftur frá Birki, nú fyrir utan vítateig, og skaut í fyrsta. Boltinn fór í Jason Denayer, slána, stöngina og inn. Draumabyrjun hjá íslenska liðinu en því miður ekki fyrirboði um það sem koma skyldi. Gleðin var nefnilega mjög skammvinn því aðeins þremur mínútum síðar jöfnuðu Belgar. Dries Mertens átti þá skot beint úr aukaspyrnu sem Ögmundur Kristinsson varði í stöng. Axel Witsel var fyrstur að átta sig, tók frákastið og skoraði. Jón Guðni Fjóluson virtist hafa bjargað á línu en aðstoðardómarinn mat það sem svo að boltinn væri fyrir innan. Á 17. mínútu kom Batshuayi Belgum yfir, 2-1. Witsel lét þá vaða frá D-boganum, Ögmundur varði skotið en Batshuayi fylgdi á eftir og skoraði. Tveimur mínútum síðar voru Íslendingar stálheppnir að lenda ekki 3-1 undir. Mertens komst þá í dauðafæri eftir skyndisókn og sendingu Kevins De Bruyne en hitti ekki markið. Eftir þessa fjörugu byrjun fór leikurinn í fyrirsjáanlegt horf. Belgar héldu boltanum á meðan Íslendingar lágu aftarlega. Skömmu fyrir hálfleik komst Mertens í gott færi hægra megin í teignum en Ögmundur varði vel. Staðan var 2-1, Belgíu í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Einstefna eftir hlé Í seinni hálfleik hertu Belgar tökin enn frekar, höfðu mikla yfirburði, bættu þremur mörkum við og hefðu getað skorað fleiri. Á 50. mínútu komst Belgía í 3-1 þegar Mertens skoraði með snöggu skoti virtist koma Ögmundi í opna skjöldu. Belgar héldu áfram að sækja og um miðjan seinni hálfleik þurfti Ögmundur tvisvar að taka á honum stóra sínum til að verja frá Witsel. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Batshuyai skoraði annað mark sitt og fjórða mark Belga með frábærri hælspyrnu á 69. mínútu. Varnartilburðir Íslands í markinu voru ekki merkilegir. Ekki voru þeir merkilegri tíu mínútum síðar þegar Jeremy Doku skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. De Bruyne mataði hann þá með góðri sendingu, Doku fór á hægri fótinn og smellti boltanum í fjærhornið. Lokatölur 5-1 í leik þar sem Ísland var betri fyrstu tíu mínúturnar en Belgía miklu sterkari síðustu 80 mínúturnar. Mikill getumunur Belgar eru með besta lið heims samkvæmt heimslistanum og sigurinn í kvöld var þeirra tólfti í röð. Að mæta Belgum með fullmannað lið er erfitt en án fjölda lykilmanna er það nánast ómögulegt. Varast skal að draga of miklar ályktanir af þessum leik í aðdraganda leiksins mikilvæga gegn Rúmeníu eftir mánuð. Fæstir sem spiluðu þennan leik munu byrja gegn Rúmenum. Leikmennirnir sem fengu tækifæri í leiknum í kvöld hefðu samt að ósekju mátt láta meira til sín taka, þótt brekkan væri brött. Arnór náði sér t.a.m. engan veginn á strik og miðverðirnir, Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson, voru ekki góðir. Þá náðu Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson ekki að fylgja á eftir frábærri frammistöðu gegn Englandi á laugardaginn. Hólmbert getur gengið hnarreistur frá borði eftir góðan fyrri hálfleik og fyrsta landsliðsmarkið í keppnisleik. Birkir átti ágæta kafla og Albert reyndi og reyndi en án mikil árangurs.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti