Byltingarkennd lausn Þórunn Egilsdóttir skrifar 4. september 2020 14:00 Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðismál hafa verið eitt af helstu áherslumálum Framsóknarflokksins í gegnum tíðina, áhersla flokksins hefur verið að allir eigi rétt á að eignast tryggt heimili óháð fjárhagsstöðu. Það eru sjálfsögð mannréttindi og hluti af grunnþörfum einstaklinga og fjölskyldna að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Í langan tíma hefur ungt fólk átt í erfiðleikum með að eignast heimili og fjölskyldur sem misstu húsnæðið sitt í hruninu hafa verið fastar á leigumarkaði. Með hlutdeildarlánum veitir ríkið 20% viðbótarlán fyrir húsnæðiskaup sem endurgreitt er við sölu eignarinnar, kaupandi þarf aðeins að leggja út eigið fé sem nemur að lágmarki 5%. Með þessu er verið að brúa bil á milli lána sem veitt eru af fjármálafyrirtækjum eða lífeyrissjóðum og kaupverðs. Nú er því komin raunverulegur möguleiki fyrir tekjulága fyrstu kaupendur að eignast húsnæði. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum heldur fylgja þau fasteigninni og endurgreiðast við sölu eða 25 árum frá lántöku, er þá miðið við sama hlutfall af verðmæti eignarinnar og upphafleg lánveiting hljóðaði uppá. Með hlutdeildarlánum er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitt heimild til að veita lán til fyrstu kaupenda og kaupenda sem ekki hafa átt fasteign síðastliðin fimm ár og hafa tekjur undir 7.560.000 kr. á ári miðað við einstakling eða 10.560.000 kr. samanlagt fyrir hjón á ári miðað við síðastliðna 12 mánuði. Við þá fjárhæð bætast 1.560.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni fram að 20 ára sem býr á heimilinu. Aðeins er lánað fyrir nýjum íbúðum en heimilað verður að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum íbúðum í eldra húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand þeirra þannig að jafna megi til nýrrar íbúðar. Með þessari leið skapast aukin hvati til þess að byggja hagkvæmar og góðar íbúðir sem henta fyrir þennan hóp. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur þessa leið ekki þess valdandi að lækka húsnæðisverð þar sem áætlað er að um fjórum milljörðum króna verði varið árlega við kaup á fjögur til fimmhundruð íbúðum. Í alltof langan tíma hafa tekjulágir setið eftir læstir inni í viðjum oft og tíðum ósanngjarns leigumarkaðar og ekki átt möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði fyrir. Við hljótum öll að fagna því að þessi hópur hefur nú raunverulegan möguleika á að koma sér upp húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Til hamingju Ísland áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þórunn Egilsdóttir Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðismál hafa verið eitt af helstu áherslumálum Framsóknarflokksins í gegnum tíðina, áhersla flokksins hefur verið að allir eigi rétt á að eignast tryggt heimili óháð fjárhagsstöðu. Það eru sjálfsögð mannréttindi og hluti af grunnþörfum einstaklinga og fjölskyldna að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Í langan tíma hefur ungt fólk átt í erfiðleikum með að eignast heimili og fjölskyldur sem misstu húsnæðið sitt í hruninu hafa verið fastar á leigumarkaði. Með hlutdeildarlánum veitir ríkið 20% viðbótarlán fyrir húsnæðiskaup sem endurgreitt er við sölu eignarinnar, kaupandi þarf aðeins að leggja út eigið fé sem nemur að lágmarki 5%. Með þessu er verið að brúa bil á milli lána sem veitt eru af fjármálafyrirtækjum eða lífeyrissjóðum og kaupverðs. Nú er því komin raunverulegur möguleiki fyrir tekjulága fyrstu kaupendur að eignast húsnæði. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum heldur fylgja þau fasteigninni og endurgreiðast við sölu eða 25 árum frá lántöku, er þá miðið við sama hlutfall af verðmæti eignarinnar og upphafleg lánveiting hljóðaði uppá. Með hlutdeildarlánum er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitt heimild til að veita lán til fyrstu kaupenda og kaupenda sem ekki hafa átt fasteign síðastliðin fimm ár og hafa tekjur undir 7.560.000 kr. á ári miðað við einstakling eða 10.560.000 kr. samanlagt fyrir hjón á ári miðað við síðastliðna 12 mánuði. Við þá fjárhæð bætast 1.560.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni fram að 20 ára sem býr á heimilinu. Aðeins er lánað fyrir nýjum íbúðum en heimilað verður að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum íbúðum í eldra húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand þeirra þannig að jafna megi til nýrrar íbúðar. Með þessari leið skapast aukin hvati til þess að byggja hagkvæmar og góðar íbúðir sem henta fyrir þennan hóp. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur þessa leið ekki þess valdandi að lækka húsnæðisverð þar sem áætlað er að um fjórum milljörðum króna verði varið árlega við kaup á fjögur til fimmhundruð íbúðum. Í alltof langan tíma hafa tekjulágir setið eftir læstir inni í viðjum oft og tíðum ósanngjarns leigumarkaðar og ekki átt möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði fyrir. Við hljótum öll að fagna því að þessi hópur hefur nú raunverulegan möguleika á að koma sér upp húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Til hamingju Ísland áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokks.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun