Afnema breytingagjald í von um fleiri farþega Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 21:35 United Airlines ætlar að ráðast í breytingar án þess að það bitni á þjónustu við viðskiptavini. Vísir/EPA United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar. Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar.
Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33