Aftur til fortíðar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. ágúst 2020 15:15 Menntamálaráðherra hefur lagt til að aukin verði kennsla í íslensku og raungreinum í grunnskólum á kostnað valáfanga, m.a. á unglingastigi. Það er löngu tímabært að gera breytingar á viðmiðunarstundaskrá en þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að auka frelsi skóla, kennara og nemenda. Talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að auka vægi verk- og listgreina í grunnskólum og að mæta nemendum af alvöru á þeirra áhugasviði til að styrkleikar þeirra á ólíkum sviðum fái að njóta sín. Einnig hefur verið talað fyrir frelsi skólanna, stjórnenda og kennara til að móta það nám sem boðið er upp á. Ráðherra bregst við kröfum um aukinn sveigjanleika og frelsi með tillögum um að draga úr sveigjanleika, draga úr frelsi og njörva enn frekar niður hversu mörgum mínútum skal varið í kennslu ákveðinna námsgreina. Áfram er haldið í gömlu góðu stundatöfluna sem var svar menntakerfisins til að styðja við iðnbyltinguna og þau störf sem hún ól af sér. Á 21. öldinni kallar samfélagið á enn frekari færni í samskiptum og samvinnu, getu til að takast á við hið óþekkta og allar þær hröðu breytingarnar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Samt skal áfram halda tryggð við það sem þótti gott og mikilvægt fyrir það samfélag sem var að byggjast upp fyrir 100 árum. Tillögur menntamálaráðherra ýta ekki undir mikilvægi fjölbreytileikans og gildi samþættingu námsgreina eða list- og verknáms. Orð og gjörðir fara ekki saman þegar enn og aftur er lagður aukinn þungi á bóknám. Það er mikið áhyggjuefni að val á unglingastigi eigi að skerða um 3 kennslustundir á viku. List- og verkgreinar eiga nú þegar undir högg að sækja og þessar hugmyndir stangast verulega á við þungann í umræðunni hingað til, um að styrkja verði þær stoðir í skólakerfinu. Hér þarf að spyrja mikilvægra spurninga, eins og hvort það hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif tíminn sem hefur farið í hraðlestraræfingar og próf undanfarin ár hefur haft á íslenskufærni ungmenna. Við vitum að fagþekkingu í stærðfræði og raungreinum er ábótavant í grunnskólunum og um það hefur verið rætt sérstaklega. Þar kreppir skóinn ekki síst. Því getur það ekki talist skynsamleg forgangsröðun að byrja á því að fjölga kennslustundum þegar skortur á kennurum til kennslunnar er eins aðkallandi og raun ber vitni. Við höfum niðurstöður kennara sjálfra sem segjast ekki hafa þá fagþekkingu sem þarf til að kenna raungreinar af öryggi og þannig að viðunandi sé. Þar liggi hundurinn grafinn en ekki í því að þrengja þurfi svigrúm í viðmiðunarstundaskrá til þess að ná tilskyldum árangri í PISA. Það er erfitt að sjá hvernig áherslur ráðherra á mikilvægi faglegs frelsis kennara og traust til kennara og skólasamfélagsins til að móta metnaðarfullt nám fyrir börn og ungmenni svo bragur sé að ríma við þessa ætlan. Þessi tillaga ber ekki vott um þá framtíðarmúsík sem ég veit að margir báru von um í brjósti að núverandi ráðherra styddi og myndi sýna það í verki. Við verðum að tryggja fjölbreytt skólastarf sem styður við frelsi fagstéttarinnar til að skapa og gera. Til að skapa umhverfi sem er eftirsóknarvert að tilheyra í leik og starfi. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess að gera það ekki. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lagt til að aukin verði kennsla í íslensku og raungreinum í grunnskólum á kostnað valáfanga, m.a. á unglingastigi. Það er löngu tímabært að gera breytingar á viðmiðunarstundaskrá en þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að auka frelsi skóla, kennara og nemenda. Talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að auka vægi verk- og listgreina í grunnskólum og að mæta nemendum af alvöru á þeirra áhugasviði til að styrkleikar þeirra á ólíkum sviðum fái að njóta sín. Einnig hefur verið talað fyrir frelsi skólanna, stjórnenda og kennara til að móta það nám sem boðið er upp á. Ráðherra bregst við kröfum um aukinn sveigjanleika og frelsi með tillögum um að draga úr sveigjanleika, draga úr frelsi og njörva enn frekar niður hversu mörgum mínútum skal varið í kennslu ákveðinna námsgreina. Áfram er haldið í gömlu góðu stundatöfluna sem var svar menntakerfisins til að styðja við iðnbyltinguna og þau störf sem hún ól af sér. Á 21. öldinni kallar samfélagið á enn frekari færni í samskiptum og samvinnu, getu til að takast á við hið óþekkta og allar þær hröðu breytingarnar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Samt skal áfram halda tryggð við það sem þótti gott og mikilvægt fyrir það samfélag sem var að byggjast upp fyrir 100 árum. Tillögur menntamálaráðherra ýta ekki undir mikilvægi fjölbreytileikans og gildi samþættingu námsgreina eða list- og verknáms. Orð og gjörðir fara ekki saman þegar enn og aftur er lagður aukinn þungi á bóknám. Það er mikið áhyggjuefni að val á unglingastigi eigi að skerða um 3 kennslustundir á viku. List- og verkgreinar eiga nú þegar undir högg að sækja og þessar hugmyndir stangast verulega á við þungann í umræðunni hingað til, um að styrkja verði þær stoðir í skólakerfinu. Hér þarf að spyrja mikilvægra spurninga, eins og hvort það hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif tíminn sem hefur farið í hraðlestraræfingar og próf undanfarin ár hefur haft á íslenskufærni ungmenna. Við vitum að fagþekkingu í stærðfræði og raungreinum er ábótavant í grunnskólunum og um það hefur verið rætt sérstaklega. Þar kreppir skóinn ekki síst. Því getur það ekki talist skynsamleg forgangsröðun að byrja á því að fjölga kennslustundum þegar skortur á kennurum til kennslunnar er eins aðkallandi og raun ber vitni. Við höfum niðurstöður kennara sjálfra sem segjast ekki hafa þá fagþekkingu sem þarf til að kenna raungreinar af öryggi og þannig að viðunandi sé. Þar liggi hundurinn grafinn en ekki í því að þrengja þurfi svigrúm í viðmiðunarstundaskrá til þess að ná tilskyldum árangri í PISA. Það er erfitt að sjá hvernig áherslur ráðherra á mikilvægi faglegs frelsis kennara og traust til kennara og skólasamfélagsins til að móta metnaðarfullt nám fyrir börn og ungmenni svo bragur sé að ríma við þessa ætlan. Þessi tillaga ber ekki vott um þá framtíðarmúsík sem ég veit að margir báru von um í brjósti að núverandi ráðherra styddi og myndi sýna það í verki. Við verðum að tryggja fjölbreytt skólastarf sem styður við frelsi fagstéttarinnar til að skapa og gera. Til að skapa umhverfi sem er eftirsóknarvert að tilheyra í leik og starfi. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess að gera það ekki. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar