Rangfærslur Fréttastofu ríkisins Svanur Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun