Körfubolti

LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Kawhi Leonard eru tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar og spila með tveimur af besrtu liðunum,  Los Angeles Lakers og  Los Angeles Clippers.
LeBron James og Kawhi Leonard eru tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar og spila með tveimur af besrtu liðunum,  Los Angeles Lakers og  Los Angeles Clippers. Getty/Brian Rothmulle

Leikmenn NBA héldu fund saman eftir atburði gærkvöldsins þar sem öllum leikjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var frestað í kjölfarið að á ákvörðun leikmanna Milwaukee Bucks að mæta ekki til leiks.

Fundurinn var sagður hafa verið áhrifamikill og samtakamáttur leikmannanna mikill. Það er ljóst á öllu að NBA-leikmennirnir, sem hafa verið fastir saman í bubblunni á Flórída í að verða tvo mánuði, eru búnir að fá nóg af ástandinu í Bandaríkjunum.

Heimildir fréttamannsins Brad Turners herma að leiðtogar Los Angeles liðanna hafi gengið svo langt að vilja ekki klára úrslitakeppnina í ár.

LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eru báðir sagðir hafa staðið upp á fundinum og talað um að hætta við úrslitakeppnina og heimta breytingar.

Í frétt Sports Illustrated kemur fram að bæði Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers hafi síðan kosið með því að hætta keppni en ekki er vitað hvaða áhrif það hafði á hin liðin.

Það voru reynsluboltarnir Chris Paul og Andre Iguodala sem stjórnuðu fundinum þar sem voru samankomnir allir leikmennirnir í NBA-bubblunni í Disney garðinum ía Flórída.

The Los Angeles Lakers and L.A. Clippers were reportedly the only teams to vote against continuing the NBA season during Wednesday night's league-wide meeting.

Posted by Sports Illustrated on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020

Leikmennirnir byrjuðu fundinn á því að taka við meðlimi úr fjölskyldu Jacob Blake en það var skotárás lögreglumanna á hann sem kallaði fram þessu hörðu viðbrögð leikmanna í NBA-deildinni.

Það er mikil óvissa með framtíð úrslitakeppninnar en leikmenn munu funda aftur saman í dag og þá hafa menn fengið góðan tíma til að meta stöðuna og hugsa sinn gang.

Þeir sem ráða ríkjum í NBA-deildinni munu einnig funda í dag og á dagskrá hjá þeim verður að finna leiðir til þess að leysa stöðuna og fá leikmenn til að klára úrslitakeppnina sem hafði farið mjög vel af stað.

Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn og fyrir framan börnin sín þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Blake lifði skotárásina af en er lamaður.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×