Föngun og förgun koldíoxíðs: tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Berglind Rán Ólafsdóttir og Edda Sif Aradóttir skrifa 27. ágúst 2020 07:00 Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Orkumál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármál framhaldsskóla Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun