Hvetjandi eða letjandi almenningssamgöngur í Garðabæ? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:00 Almenningssamgöngur gegna öllu jafna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu hverfa og hafa meðal annars áhrif á val fólks um búsetu. Í Garðabæ á mikil og hröð uppbygging sér stað vítt og breytt um sveitarfélagið sem hefur leitt til þess að íbúabyggð Garðabæjar er nokkuð dreifðari en áður var. Þetta á ekki síst við eftir að Garðabær sameinaðist Álftanesi og þar með öðrum byggðakjarna. Frá Álftanesi er nokkur spotti í nauðsynlega þjónustu, líkt og íþróttir og tómstundir barna og ungmenna eða í matvöruverslun. Annað nýtt hverfi í Garðabæ er Urriðaholtið, sem vex hratt og er svo komið að bæta þyrfti við nýjum leikskóla í hverfið sem allra fyrst, auk þeirra skóla sem þegar hafa risið. Almenningssamgöngur í formi pöntunarkerfis Þegar kemur að almenningssamgöngum í Garðabæ er víða pottur brotinn og tillögum minnihlutans um að bjóða öllum íbúum upp á sömu þjónustu hefur verið hafnað. Bæjarstjóri hefur sagt almenningssamgöngur nægjanlegar fyrir ungmenni til að stunda íþróttir og tómstundir innan sveitarfélagsins og því sé allt í góðu standi. En þegar betur er að gáð þá byggist sú þjónusta ýmist á pöntunarkerfi Strætó bs. eða á leigubílaaksti í boði sveitarfélagsins. Fáir virðast reyndar vita nokkuð um möguleikann á leigubílaakstri, enda eru engar upplýsingar um hann sjáanlegar á vef Garðabæjar. Almenningssamgöngur og heilsueflandi samfélag Í hverfi Garðabæjar, svo sem á Álftanesið og Urriðaholtið, flytjast fjölskyldur sem þurfa meiri þjónustu en verið er að veita. Skert þjónusta, t.a.m. í almenningssamgöngum, getur dregið úr ástundun barna og ungmenna í íþróttastarfi þegar erfitt er að komast á æfingar án þess að foreldrar þurfi í sífellu að skjótast úr vinnu til að standa í skutli. Slíkt getur ekki talist til fyrirmyndar í sveitarfélagi sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag. Skref í rétta átt væri að hafa góðar göngu- og hjólaleiðir frá þessum hverfum að íþróttaiðkun, a.m.k yfir sumartímann. Því miður er það ekki raunin. Hver er framtíðarsýnin? Nú liggja fyrir kostnaðaráætlanir frá Strætó um bætta samgönguþjónustu í Garðabæ. Annars vegar byggir hún á fastri áætlun sem tryggir ekki bara þjónustu heldur ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Hins vegar er gert ráð fyrir pöntunarkerfi sem er letjandi fyrir notendur og gerir ráð fyrir að börn og ungmenni þurfi að panta hverja ferð með því að hringja með góðum fyrirvara. Kostnaðurinn við fasta áætlun, sem hvetur til aukinnar notkunar til framtíðar virðist standa í meirihlutanum. Það skýtur svolítið skökku við þegar við sjáum viljann til framkvæmda á stóra sviðinu í eitt og annað þar sem betur mætti fara með almannafé á meðan engin metnaður er fyrir því að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ. Góðar almenningssamgöngur eru hluti af þeirri þjónustu sem við viljum tryggja öllum íbúum í Garðabæ, svo vel sé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Strætó Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur gegna öllu jafna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu hverfa og hafa meðal annars áhrif á val fólks um búsetu. Í Garðabæ á mikil og hröð uppbygging sér stað vítt og breytt um sveitarfélagið sem hefur leitt til þess að íbúabyggð Garðabæjar er nokkuð dreifðari en áður var. Þetta á ekki síst við eftir að Garðabær sameinaðist Álftanesi og þar með öðrum byggðakjarna. Frá Álftanesi er nokkur spotti í nauðsynlega þjónustu, líkt og íþróttir og tómstundir barna og ungmenna eða í matvöruverslun. Annað nýtt hverfi í Garðabæ er Urriðaholtið, sem vex hratt og er svo komið að bæta þyrfti við nýjum leikskóla í hverfið sem allra fyrst, auk þeirra skóla sem þegar hafa risið. Almenningssamgöngur í formi pöntunarkerfis Þegar kemur að almenningssamgöngum í Garðabæ er víða pottur brotinn og tillögum minnihlutans um að bjóða öllum íbúum upp á sömu þjónustu hefur verið hafnað. Bæjarstjóri hefur sagt almenningssamgöngur nægjanlegar fyrir ungmenni til að stunda íþróttir og tómstundir innan sveitarfélagsins og því sé allt í góðu standi. En þegar betur er að gáð þá byggist sú þjónusta ýmist á pöntunarkerfi Strætó bs. eða á leigubílaaksti í boði sveitarfélagsins. Fáir virðast reyndar vita nokkuð um möguleikann á leigubílaakstri, enda eru engar upplýsingar um hann sjáanlegar á vef Garðabæjar. Almenningssamgöngur og heilsueflandi samfélag Í hverfi Garðabæjar, svo sem á Álftanesið og Urriðaholtið, flytjast fjölskyldur sem þurfa meiri þjónustu en verið er að veita. Skert þjónusta, t.a.m. í almenningssamgöngum, getur dregið úr ástundun barna og ungmenna í íþróttastarfi þegar erfitt er að komast á æfingar án þess að foreldrar þurfi í sífellu að skjótast úr vinnu til að standa í skutli. Slíkt getur ekki talist til fyrirmyndar í sveitarfélagi sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag. Skref í rétta átt væri að hafa góðar göngu- og hjólaleiðir frá þessum hverfum að íþróttaiðkun, a.m.k yfir sumartímann. Því miður er það ekki raunin. Hver er framtíðarsýnin? Nú liggja fyrir kostnaðaráætlanir frá Strætó um bætta samgönguþjónustu í Garðabæ. Annars vegar byggir hún á fastri áætlun sem tryggir ekki bara þjónustu heldur ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Hins vegar er gert ráð fyrir pöntunarkerfi sem er letjandi fyrir notendur og gerir ráð fyrir að börn og ungmenni þurfi að panta hverja ferð með því að hringja með góðum fyrirvara. Kostnaðurinn við fasta áætlun, sem hvetur til aukinnar notkunar til framtíðar virðist standa í meirihlutanum. Það skýtur svolítið skökku við þegar við sjáum viljann til framkvæmda á stóra sviðinu í eitt og annað þar sem betur mætti fara með almannafé á meðan engin metnaður er fyrir því að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ. Góðar almenningssamgöngur eru hluti af þeirri þjónustu sem við viljum tryggja öllum íbúum í Garðabæ, svo vel sé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun