Körfubolti

Topplið NBA deildarinnar tapar hverjum leiknum á fætur öðrum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá  Jamal Murray, Jerami Grant og félögum þeirra í Denver Nuggets í nótt.
Það var gaman hjá Jamal Murray, Jerami Grant og félögum þeirra í Denver Nuggets í nótt. Getty/Jamie Schwaberow
Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers.

Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.





Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar.

Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.





Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik.

Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.

Úrslitin í NBA deildinni í nótt:

Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95

Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101

Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×