Íslendingar sem starfa erlendis gætu brátt tekið lán í íslenskum krónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 10:14 Lagabreytingin gæti til að mynda nýst íslenskum námsmönnum á erlendri grundu. Vísir/getty Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lánum sem tengjast erlendum gjaldmiðlum. Verði frumvarpið að lögum standa vonir til að einstaklingum bjóðist lán í íslenskum krónum þó þau teljist lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Breytingin yrði á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, og laga um neytendalán, nr. 33/2013, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Undanfarin ár hafa lánveitendur hér á landi ekki boðið upp á lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Lán í íslenskum krónum geta talist lán tengd erlendum gjaldmiðlum t.d. ef tekjur einstaklinga eru í erlendum gjaldmiðli eða ef þeir búa erlendis. Ástæða þess að lánin standa fólki ekki til boða er sú að lánveitendur telja sig illa geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í lögum um slík lán. Þetta hefur leitt til þess að t. d. einstaklingum sem búsettir eru hér á landi og hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli stendur hvorki til boða að fá fasteignalán né neytendalán. Sem dæmi má nefna sjómenn, flugfólk, námsmenn og aðra sem t.d. starfa sinna vegna eða náms fá laun greidd í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum eða þurfa að vera búsettir erlendis. Nokkur fjöldi einstaklinga hefur sett sig í samband við ráðuneytið á undanförnum mánuðum og vakið athygli á þessari stöðu sinni. Frumvarp til laga um breytingu á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda og laga um neytendalán má nálgast í samráðsgátt hér. Efnahagsmál Íslendingar erlendis Íslenska krónan Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lánum sem tengjast erlendum gjaldmiðlum. Verði frumvarpið að lögum standa vonir til að einstaklingum bjóðist lán í íslenskum krónum þó þau teljist lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Breytingin yrði á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, og laga um neytendalán, nr. 33/2013, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Undanfarin ár hafa lánveitendur hér á landi ekki boðið upp á lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Lán í íslenskum krónum geta talist lán tengd erlendum gjaldmiðlum t.d. ef tekjur einstaklinga eru í erlendum gjaldmiðli eða ef þeir búa erlendis. Ástæða þess að lánin standa fólki ekki til boða er sú að lánveitendur telja sig illa geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í lögum um slík lán. Þetta hefur leitt til þess að t. d. einstaklingum sem búsettir eru hér á landi og hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli stendur hvorki til boða að fá fasteignalán né neytendalán. Sem dæmi má nefna sjómenn, flugfólk, námsmenn og aðra sem t.d. starfa sinna vegna eða náms fá laun greidd í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum eða þurfa að vera búsettir erlendis. Nokkur fjöldi einstaklinga hefur sett sig í samband við ráðuneytið á undanförnum mánuðum og vakið athygli á þessari stöðu sinni. Frumvarp til laga um breytingu á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda og laga um neytendalán má nálgast í samráðsgátt hér.
Efnahagsmál Íslendingar erlendis Íslenska krónan Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira