Tækifæri til hagræðingar Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 14:30 Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun