Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar 29. september 2025 10:01 Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun