Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 30. september 2025 07:00 Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun