Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 27. september 2025 10:30 Mig langar að greina aðeins frá reynslu minni við að kenna íslensku sem annað mál, svo og sem erlent mál en ekki síst af því að vera vitlaus útlendingur sem vill endilega læra og tala annað mál. Einnig greini ég frá reynslu mína af því að hafa stofnað átakið Gefum íslensku séns og verið svokallaður almannakennari. Það hefir mótað sýn mína á hvað gera þurfi, viljum við almennt tala íslensku á Íslandi. Ég lenti óvart á þessari braut, að kenna útlendingum íslensku, árið 2007. Þá átti ég heima í útlöndum. Ég var blankur og hugsaði með mér, ég kann íslensku, kannski get ég bara kennt íslensku. Mín eina færni var að íslenska var og er móðurmál mitt. En satt best að segja að ég er eiginlega óhæfur íslenskukennari. Ég hefi ekki rétta formlega menntun í íslensku og er ekkert sérstaklega góður í tungumálum almennt. Og ensku, Lingua Franca, lærði ég að nota skítsæmilega þegar ég vann upp á herstöð í Keflavík og varð að tala ensku. En förum aftur til útlanda. Þarna, í útlöndum, reyndi ég og reyndi og reyndi að læra tungumál innfæddra, ég reyndi að tileinka mér það. Það var nauðsynlegt hugsaði ég. -Ég vildi skilja hvað fólk var að segja, ég vildi skilja fréttir, horfa á sjónvarpið, lesa blöð og kannski bækur og horfa á innlendar bíómyndir, ég vildi tala við fólk á þeirra máli. Það er líka almenn kurteisi. Á hverjum degi notaði ég málið. Ég gerði milljón mistök, mikið bull, mikið rugl, með- og ómeðvitað. Ég þurfti að nota það sem ég kunni og það takmarkaði auðvitað tjáningarmöguleikana. Oft var ég vitlaus útlendingur. Ég gat ekki annað. Tungumálið, eða skortur á færni í því, gerði mig vitlausan, lét greindarvísitöluna falla og falla. Það var ekki alltaf gaman. Ég hélt samt áfram, tók einhverja kúrsa, reyndi að tala, reyndi að skilja. Mér var ekki oft boðið að tala ensku. Flestir innfæddir voru heldur ekkert sérstaklega viljugir til þess. Flestir vildu kynnast mér, eða tala við mig, á móðurmáli sínu, opinberu máli landsins. Það viðhorf var ekki slæmt. Ég varð að nota málið, ég hafði lítið annað val. Og varð ég betri af því að ég notaði málið af því ég var „þvingaður“ til að nota það? Já, auðvitað. Ég byrjaði að skilja meira, smátt og smátt. Stundum skildi ég mikið, stundum ekki neitt, stundum 10%, stundum 50%. Stundum gekk mér vel, stundum gekk mér illa. En þar sem ekkert rof varð á samfellunni í máltileinkun minni varð markmálið smám saman eðlilegur hluti tilverunnar, sjálfgefna málið. Það var oft gaman að vera vitleysingur því ég fékk eins konar leyfi til að segja vitleysu, jafnvel móðgandi vitleysu. Eitthvað sem fáum þar í landi kæmi til hugar að segja. Því var sýndur skilningur, fólk skildi að það var hluti af því að læra annað mál. Ég hafði leyfi til að vera fífl. Og skilningsleysi var ekki mætt, af innfæddum, með því að gefast upp heldur var áfram reynt, ekkert var slegið af kröfunum í minn garð. Og alls staðar gat ég gengið að málinu vísu. Þegar ég fór í bakarí, þegar ég fór á bókasafn, þegar ég fór á veitingastað, þegar ég fór á bar og líka þegar ég var hjá hinu opinbera. Alls staðar gat ég notað málið eða þurfti að nota málið. Hefði það ekki verið raunin, hefði ég líklega ekkert lært. Þá hefði ég líklega talað brotna ensku sem hefði haldið áfram að vera brotin og áfram skilið lítið í máli innfæddra. Lykilatriði í þessu öllu, aðalmálið, brauðið og smérið, var að fólk var almennt viljugt til að tala við mig og að fólk gerði þá eðlilegu og almennu kröfu að ÉG talaði mál landsins. Fólk var engan veginn fjandsamlegt þegar ég fór illa með málið, sem var oft, og fólk setti ekki fram kröfuna á illúðlegan hátt. Það var bara fullkomlega eðlilegt að ætlast til þess að ég notaði það. Það setti pressu á mig til að nota það sem ég kunni og ýtti við mér til að bæta við kunnáttuna þar sem mig langaði ekki alltaf til að vera heftur af orðaforðaleysi og vöntun á málfræði. En það var ekki bara það. Fólk var líka tilbúið að gefa afslátt af „eðlilegu“ tali. Fólk endurtók, endurorðaði, notaði látbragð til að ég myndi skilja. Já, það vildi endilega að ég skildi það. Þarna í útlöndum var nokkuð mikil og löng reynsla af innflytjendum. Landið var og er vinsælt meðal innflytjenda, alls konar fólk hefir þangað flutt og spannar sú saga langan tíma. Móðurmálshafar eru því vanir allskonar útgáfum af málinu, misgóðri málfræði og framburði, bjöguðum orðaforða og undarlega samsettum orðum og orðaröð. Fólkið hafði mikla reynslu af því að tala við svona vitleysing eins og mig, málvitleysing af því ég kunni ekki mikið í málinu. Og það var tilbúið til að tala við mig á eins og ég væri barn eða fáráðlingur. Það var frábært og hjálpaði mér mikið! Spólum fram í tímann. Ég var erlendis í um sautján ár. Ég flutti til baka til fæðingarlandsins í júlí árið 2021. Auðvitað hafði ég stundum verið á Íslandi þessi sautján ár. Auðvitað vissi ég að landið hafði breyst mikið, var ekki það sama. Auðvitað vissi ég að margt fólk hafði flust til Íslands sem ekki hafði íslensku að móðurmáli. EN! Mikið var ég hissa þegar ég uppgötvaði hve enskan var búin að koma sér fyrir víða, hve sjálfgefin hún var á veitingastöðum, börum, hótelum, sundlaugum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, hve oft hún var sett framar íslensku á matseðlum, skiltum (ekki bara í Leifsstöð). Og síðast en ekki síst hve rík krafan var um enskunotkun og þá ekki síst hjá innfæddum. Viðhorf sem svo augljóslega smitaðist yfir á innflytjendur. Ég sá, skynjaði og upplifði að maður var allt að því litinn hornauga fyrir að vilja tala íslensku, fyrir að vilja ekki tala ensku. Það sem mér fannst og finnst þó verst í þessu öllu er sú staðreynd að þeir innflytjendur sem vilja læra málið, og eru þeir í meirihluta, eru, undir svona kringumstæðum, rændir tækifærum til að nota málið. Það sem ég sá voru töpuð tækifæri til að nota grunníslensku, til að miðla grunníslensku. Enginn byrjar á því að tala um heimspeki eða pólitík. Fólk byrjar á því að panta kaffi, panta sér snúð og köku eða fisk. Og þegar ekki gefst tækifæri til þess er illt í efni fyrir alla máltileinkun og ekki skrýtið að lítill hluti innflytjenda á OECD-mælikvarða kunni íslensku. Umhverfið er íslenskufjandsamlegt. Það fjölgar stöðugt innflytjendum á Íslandi en ekki þeim sem kunna íslensku. Við erum að klúðra kærkomnu tækifæri til að fjölga málnotendum. Og við þekkjum þetta: Á sumum stöðum tala útlendingar við útlendinga á ensku og svo þegar Íslendingar álpast þar inn er málið enska, þetta er ríki í ríkinu, eins konar Disneyland þar sem mál alþjóðavæðingarinnar og kapítalismans er ríkjandi og enginn lærir eða notar íslensku. Fólk þorir það jafnvel ekki. Innflytjendur sækja að vísu íslenskunámskeið og talsverð ásókn er í þau. Ásóknin fer vaxandi, tölur hjá símenntunarstofnunum og hjá Háskólanum benda til þess en það er augljóslega ekki samræmi í eftirspurn og notkun málsins í samfélaginu. Mál milli móðurmálshafa og innflytjenda er enska, það er sjálfgefna málið, það er málið sem ætlast er til að innflytjendur kunni og það meira að segja oft í grunnskólum landsins og leikskólum. Á meðan verður ekki kjaftur betri í íslensku. Víkjum aftur til mín. Þegar ég var í útlöndum var ég svo heppinn að fá tækifæri til að vinna við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði. Ég kenndi þar íslensku á sumarnámskeiðum og fékk starfið fyrir orð þess ágæta manns Eiríks Sturlu Ólafssonar sendikennara í Beijing í Kína, ekki sakir menntunar. EN mitt menntunarleysi rímaði samt ágætlega við nálgun Háskólaseturs og þá ekki síst forstöðumanns þess dr. Peter Weiss. Nálgunin var umfram allt samfélagsleg og í grófum dráttum á þá leið að biðlað var til samfélagsins að það myndi tala íslensku við nemendur námskeiðanna, þeir væru ekki komnir hingað til að tala ensku og bent á að fólk þyrfti ekki að vera sérfræðingur í íslensku til að tala við nemendurna á skiljanlegan hátt. Sjálfur var ég ágætur í því. Hugmyndin var s.s. öðru fremur að samfélagið þyrfti að vera framlenging af kennslustofunni, að nemendur þyrftu að geta gengið að því sem vísu að fá að nota það sem þeir lærðu dagsdaglega. Hljómaði því allskonar íslenska á norðanverðum Vestfjörðum á meðan á námskeiðum stóð og var íslenska sem annað mál nokkuð sýnileg og heyranleg. Þegar ég sneri aftur til Íslands árið 2021, fékk ég vinnu við að kenna íslensku, við að leiðbeina fólki en ég verð að játa að mjög fljótlega virkaði það á mig sem óttalega tilgangslaus iðja. Ég spurði mig: Til hvers að kenna fólki að íslensku þegar það fær ekki tækifæri til að nota hana í samfélaginu. Þegar hvatinn og driftin er ekki meiri en svo að allir tala ensku sín á milli í hléum, þegar maður er oft og iðulega ávarpaður á ensku á veitingahúsum, börum, í sundi af starfsfólki og það líka á Ísafirði, íslenskuvænum stað. Til hvers þegar enginn gerir kröfu um að notuð sé íslenska, ekki einu sinni Ísafjarðarbær, þrátt fyrir sína fínu málstefnu, sem reyndar kom árið 2024 og er raunar ekkert annað en sýndarmennskuplagg. Mætti hafa mörg orð um sýndarmennsku þegar kemur að íslensku en það bíður betri tíma. Mér fannst eins og eitthvað þyrfti að aðhafast, til þess að starf mitt yrði ekki gjörsamlega tilgangslaust. Þess vegna stofnaði ég til þess sem síðar varð Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Það fékk ég að gera innan Háskólaseturs Vestfjarða og náði að þróa þar hugmyndafræði, verkefni, uppákomur og margt fleira sem miðar að vitundarvakningu þeirra sem hafa málið að móðurmáli. Þeirra er ábyrgðin að miðla málinu. Málið er í okkar höndum, ellegar tröntum. Hugmyndafræðin tók mið af nálgun Háskólaseturs en var tekin enn lengra og reynt að standa að uppákomum, viðburðum, námskeiðum allt árið um kring. Samnefnarinn var æ sá að leiða saman þá sem kunna málið og þá sem læra málið til að bæta upp fyrir vöntun á íslenskuvænu rými, rými þar sem þeir sem læra geta verið vissir um að fá aðgang að íslensku og að séð sé í gegnum vankanta sem kunna að vera á máli þeirra án þess að skipt sé yfir á ensku. Samfélagið sjálft býður nefnilega ekki, alls ekki, upp á þetta rými! Aðalmálið var samt að leiða móðurmálshöfum það fyrir sjónir að innflytjendur læra ekki íslensku nema henni sé haldið að þeim og að þeir hafi því einfalda hlutverki að gegna að tala íslensku, að miðla málinu og geta beitt allskonar málsniði sem hentar málfærni viðmælenda hverju sinni. Ég vann að þessu að mestu ólaunað í rúm fjögur ár. Raunar eitthvað lengur þar sem grunnur var lagður að mörgu einhverjum árum áður hjá Háskólasetrinu. Þetta var barningur, þetta er barningur því það er mjög erfitt að fá móðurmálshafa til að gefa þessu gaum, mjög erfitt að fá þá til þess að hvetja erlenda vini til að taka þátt og taka þátt með þeim. Bróðurpartur starfs míns fór í að reyna að fá fólk til að mæta, stór hluti að reyna að opna augu fyrirtækja og Ísafjarðarbæjar fyrir málefninu. En uppákomurnar staðfestu enn frekar að þessi nálgun er rétt. Samskipti lærdómsfúsra og þeirra sem málið kunna gengu oftast nær vel fyrir sig, stundum með smá tilsögn, stundum með því að minna fólk á að nota ekki ensku sem vissulega þarf. Reynsla mín hefir leitt mér nokkur atriði fyrir sjónir. Það er vel hægt að miðla íslensku án þess að hafa sérfræðikunnáttu, hægt er að tjá sig á íslensku við fólk án þess að viðmælandi kunni mikið fyrir sé í málinu, jafnvel ekki neitt. Reglan þarf bara að vera sú að íslenska sé málið. Reynsla mín hefir jafnframt leitt mér það fyrir sjónir að samfélagslegar aðstæður fyrir máltileinkun eru afleitar, vítahringur íslenskunnar felur það í sér að fólk lendir æ á vegg þegar kemur að því að nota málið og samfélagið sjálft ber þar sök að máli, samfélagið reisir þessa veggi með sínu kröfuleysi sem og almennri kröfu um ensku sem samskiptamál. Það mun líklega ekkert breytast nema þessi múr verði mölvaður og það gerist einfaldlega með því að allir sem vilja tala íslensku hætti að gera eilífar málamiðlanir og tali bara íslensku því að gera öllum stundum. Alls konar íslensku með þeirri þolinmæði sem oft þarf. Það virkar kalt en ég er viss um að innflytjendur muni þakka fyrir það og það meira að segja á íslensku í framtíðinni. Staðreyndin er nefnilega sú að við öll, eða flest, viljum tala íslensku. Til að draga þetta aðeins saman. Þá er ljóst að samfélagið þarf að byrja gera körfu um íslensku, sé raunverulega vilji fyrir því að íslenska sé notuð. Fólk og yfirvaldið … þarf að átta sig á því að ekki þarf sérfræðikunnáttu til að miðla málinu. Það þarf að drepa íslenska fyrir Íslendinga viðhorf: Þarf að drepa það viðhorf að íslenska sé svo erfið að enginn nema sérfræðingur hafi tök á að miðla henni. Maður lærir mest á því að nota málið, það gengur í báðar áttir. Almenn vitundarvakning verður að eiga sér stað en hún virkar ekki nema yfirvaldið og atvinnurekendur taki þátt og skapi saman hvata og kröfu um almenna íslenskunotkun, kröfu um íslenskukunnáttu á öllum stöðum (mismikla eftir eðli starfsins) og það ekki fyrir móðurmálshafa heldur fyrir þá sem læra. Það á ekki að gefa afslátt af íslenskukunnáttu, afsláttur leiðir til þess að hún sé léttvæg fundin. Fólk þarf að rekast á veggi með enskuna og miklu fyrr í máltileinkunarferlinu MIKLU FYRR! Ég enda þetta svo á hugtakinu almannkennari sem komið er frá Peter Weiss enn forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða. Ég er á því að ekki væri úr vegi að hrint yrði af stað átaki til að benda á þá staðreynd að allir sem á annað borð kunna íslensku geti orðið slíkir, almannakennari. Svona eins og ég. Ég lít nefnilega fyrst og síðast á mig sem slíkan. Ég kann í ekki mikið fyrir mér annað en að tala íslensku … en slíkt getur gert gæfumuninn, almannakennarinn. Höfundur er almannakennari í íslensku sem öðru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Mig langar að greina aðeins frá reynslu minni við að kenna íslensku sem annað mál, svo og sem erlent mál en ekki síst af því að vera vitlaus útlendingur sem vill endilega læra og tala annað mál. Einnig greini ég frá reynslu mína af því að hafa stofnað átakið Gefum íslensku séns og verið svokallaður almannakennari. Það hefir mótað sýn mína á hvað gera þurfi, viljum við almennt tala íslensku á Íslandi. Ég lenti óvart á þessari braut, að kenna útlendingum íslensku, árið 2007. Þá átti ég heima í útlöndum. Ég var blankur og hugsaði með mér, ég kann íslensku, kannski get ég bara kennt íslensku. Mín eina færni var að íslenska var og er móðurmál mitt. En satt best að segja að ég er eiginlega óhæfur íslenskukennari. Ég hefi ekki rétta formlega menntun í íslensku og er ekkert sérstaklega góður í tungumálum almennt. Og ensku, Lingua Franca, lærði ég að nota skítsæmilega þegar ég vann upp á herstöð í Keflavík og varð að tala ensku. En förum aftur til útlanda. Þarna, í útlöndum, reyndi ég og reyndi og reyndi að læra tungumál innfæddra, ég reyndi að tileinka mér það. Það var nauðsynlegt hugsaði ég. -Ég vildi skilja hvað fólk var að segja, ég vildi skilja fréttir, horfa á sjónvarpið, lesa blöð og kannski bækur og horfa á innlendar bíómyndir, ég vildi tala við fólk á þeirra máli. Það er líka almenn kurteisi. Á hverjum degi notaði ég málið. Ég gerði milljón mistök, mikið bull, mikið rugl, með- og ómeðvitað. Ég þurfti að nota það sem ég kunni og það takmarkaði auðvitað tjáningarmöguleikana. Oft var ég vitlaus útlendingur. Ég gat ekki annað. Tungumálið, eða skortur á færni í því, gerði mig vitlausan, lét greindarvísitöluna falla og falla. Það var ekki alltaf gaman. Ég hélt samt áfram, tók einhverja kúrsa, reyndi að tala, reyndi að skilja. Mér var ekki oft boðið að tala ensku. Flestir innfæddir voru heldur ekkert sérstaklega viljugir til þess. Flestir vildu kynnast mér, eða tala við mig, á móðurmáli sínu, opinberu máli landsins. Það viðhorf var ekki slæmt. Ég varð að nota málið, ég hafði lítið annað val. Og varð ég betri af því að ég notaði málið af því ég var „þvingaður“ til að nota það? Já, auðvitað. Ég byrjaði að skilja meira, smátt og smátt. Stundum skildi ég mikið, stundum ekki neitt, stundum 10%, stundum 50%. Stundum gekk mér vel, stundum gekk mér illa. En þar sem ekkert rof varð á samfellunni í máltileinkun minni varð markmálið smám saman eðlilegur hluti tilverunnar, sjálfgefna málið. Það var oft gaman að vera vitleysingur því ég fékk eins konar leyfi til að segja vitleysu, jafnvel móðgandi vitleysu. Eitthvað sem fáum þar í landi kæmi til hugar að segja. Því var sýndur skilningur, fólk skildi að það var hluti af því að læra annað mál. Ég hafði leyfi til að vera fífl. Og skilningsleysi var ekki mætt, af innfæddum, með því að gefast upp heldur var áfram reynt, ekkert var slegið af kröfunum í minn garð. Og alls staðar gat ég gengið að málinu vísu. Þegar ég fór í bakarí, þegar ég fór á bókasafn, þegar ég fór á veitingastað, þegar ég fór á bar og líka þegar ég var hjá hinu opinbera. Alls staðar gat ég notað málið eða þurfti að nota málið. Hefði það ekki verið raunin, hefði ég líklega ekkert lært. Þá hefði ég líklega talað brotna ensku sem hefði haldið áfram að vera brotin og áfram skilið lítið í máli innfæddra. Lykilatriði í þessu öllu, aðalmálið, brauðið og smérið, var að fólk var almennt viljugt til að tala við mig og að fólk gerði þá eðlilegu og almennu kröfu að ÉG talaði mál landsins. Fólk var engan veginn fjandsamlegt þegar ég fór illa með málið, sem var oft, og fólk setti ekki fram kröfuna á illúðlegan hátt. Það var bara fullkomlega eðlilegt að ætlast til þess að ég notaði það. Það setti pressu á mig til að nota það sem ég kunni og ýtti við mér til að bæta við kunnáttuna þar sem mig langaði ekki alltaf til að vera heftur af orðaforðaleysi og vöntun á málfræði. En það var ekki bara það. Fólk var líka tilbúið að gefa afslátt af „eðlilegu“ tali. Fólk endurtók, endurorðaði, notaði látbragð til að ég myndi skilja. Já, það vildi endilega að ég skildi það. Þarna í útlöndum var nokkuð mikil og löng reynsla af innflytjendum. Landið var og er vinsælt meðal innflytjenda, alls konar fólk hefir þangað flutt og spannar sú saga langan tíma. Móðurmálshafar eru því vanir allskonar útgáfum af málinu, misgóðri málfræði og framburði, bjöguðum orðaforða og undarlega samsettum orðum og orðaröð. Fólkið hafði mikla reynslu af því að tala við svona vitleysing eins og mig, málvitleysing af því ég kunni ekki mikið í málinu. Og það var tilbúið til að tala við mig á eins og ég væri barn eða fáráðlingur. Það var frábært og hjálpaði mér mikið! Spólum fram í tímann. Ég var erlendis í um sautján ár. Ég flutti til baka til fæðingarlandsins í júlí árið 2021. Auðvitað hafði ég stundum verið á Íslandi þessi sautján ár. Auðvitað vissi ég að landið hafði breyst mikið, var ekki það sama. Auðvitað vissi ég að margt fólk hafði flust til Íslands sem ekki hafði íslensku að móðurmáli. EN! Mikið var ég hissa þegar ég uppgötvaði hve enskan var búin að koma sér fyrir víða, hve sjálfgefin hún var á veitingastöðum, börum, hótelum, sundlaugum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, hve oft hún var sett framar íslensku á matseðlum, skiltum (ekki bara í Leifsstöð). Og síðast en ekki síst hve rík krafan var um enskunotkun og þá ekki síst hjá innfæddum. Viðhorf sem svo augljóslega smitaðist yfir á innflytjendur. Ég sá, skynjaði og upplifði að maður var allt að því litinn hornauga fyrir að vilja tala íslensku, fyrir að vilja ekki tala ensku. Það sem mér fannst og finnst þó verst í þessu öllu er sú staðreynd að þeir innflytjendur sem vilja læra málið, og eru þeir í meirihluta, eru, undir svona kringumstæðum, rændir tækifærum til að nota málið. Það sem ég sá voru töpuð tækifæri til að nota grunníslensku, til að miðla grunníslensku. Enginn byrjar á því að tala um heimspeki eða pólitík. Fólk byrjar á því að panta kaffi, panta sér snúð og köku eða fisk. Og þegar ekki gefst tækifæri til þess er illt í efni fyrir alla máltileinkun og ekki skrýtið að lítill hluti innflytjenda á OECD-mælikvarða kunni íslensku. Umhverfið er íslenskufjandsamlegt. Það fjölgar stöðugt innflytjendum á Íslandi en ekki þeim sem kunna íslensku. Við erum að klúðra kærkomnu tækifæri til að fjölga málnotendum. Og við þekkjum þetta: Á sumum stöðum tala útlendingar við útlendinga á ensku og svo þegar Íslendingar álpast þar inn er málið enska, þetta er ríki í ríkinu, eins konar Disneyland þar sem mál alþjóðavæðingarinnar og kapítalismans er ríkjandi og enginn lærir eða notar íslensku. Fólk þorir það jafnvel ekki. Innflytjendur sækja að vísu íslenskunámskeið og talsverð ásókn er í þau. Ásóknin fer vaxandi, tölur hjá símenntunarstofnunum og hjá Háskólanum benda til þess en það er augljóslega ekki samræmi í eftirspurn og notkun málsins í samfélaginu. Mál milli móðurmálshafa og innflytjenda er enska, það er sjálfgefna málið, það er málið sem ætlast er til að innflytjendur kunni og það meira að segja oft í grunnskólum landsins og leikskólum. Á meðan verður ekki kjaftur betri í íslensku. Víkjum aftur til mín. Þegar ég var í útlöndum var ég svo heppinn að fá tækifæri til að vinna við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði. Ég kenndi þar íslensku á sumarnámskeiðum og fékk starfið fyrir orð þess ágæta manns Eiríks Sturlu Ólafssonar sendikennara í Beijing í Kína, ekki sakir menntunar. EN mitt menntunarleysi rímaði samt ágætlega við nálgun Háskólaseturs og þá ekki síst forstöðumanns þess dr. Peter Weiss. Nálgunin var umfram allt samfélagsleg og í grófum dráttum á þá leið að biðlað var til samfélagsins að það myndi tala íslensku við nemendur námskeiðanna, þeir væru ekki komnir hingað til að tala ensku og bent á að fólk þyrfti ekki að vera sérfræðingur í íslensku til að tala við nemendurna á skiljanlegan hátt. Sjálfur var ég ágætur í því. Hugmyndin var s.s. öðru fremur að samfélagið þyrfti að vera framlenging af kennslustofunni, að nemendur þyrftu að geta gengið að því sem vísu að fá að nota það sem þeir lærðu dagsdaglega. Hljómaði því allskonar íslenska á norðanverðum Vestfjörðum á meðan á námskeiðum stóð og var íslenska sem annað mál nokkuð sýnileg og heyranleg. Þegar ég sneri aftur til Íslands árið 2021, fékk ég vinnu við að kenna íslensku, við að leiðbeina fólki en ég verð að játa að mjög fljótlega virkaði það á mig sem óttalega tilgangslaus iðja. Ég spurði mig: Til hvers að kenna fólki að íslensku þegar það fær ekki tækifæri til að nota hana í samfélaginu. Þegar hvatinn og driftin er ekki meiri en svo að allir tala ensku sín á milli í hléum, þegar maður er oft og iðulega ávarpaður á ensku á veitingahúsum, börum, í sundi af starfsfólki og það líka á Ísafirði, íslenskuvænum stað. Til hvers þegar enginn gerir kröfu um að notuð sé íslenska, ekki einu sinni Ísafjarðarbær, þrátt fyrir sína fínu málstefnu, sem reyndar kom árið 2024 og er raunar ekkert annað en sýndarmennskuplagg. Mætti hafa mörg orð um sýndarmennsku þegar kemur að íslensku en það bíður betri tíma. Mér fannst eins og eitthvað þyrfti að aðhafast, til þess að starf mitt yrði ekki gjörsamlega tilgangslaust. Þess vegna stofnaði ég til þess sem síðar varð Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Það fékk ég að gera innan Háskólaseturs Vestfjarða og náði að þróa þar hugmyndafræði, verkefni, uppákomur og margt fleira sem miðar að vitundarvakningu þeirra sem hafa málið að móðurmáli. Þeirra er ábyrgðin að miðla málinu. Málið er í okkar höndum, ellegar tröntum. Hugmyndafræðin tók mið af nálgun Háskólaseturs en var tekin enn lengra og reynt að standa að uppákomum, viðburðum, námskeiðum allt árið um kring. Samnefnarinn var æ sá að leiða saman þá sem kunna málið og þá sem læra málið til að bæta upp fyrir vöntun á íslenskuvænu rými, rými þar sem þeir sem læra geta verið vissir um að fá aðgang að íslensku og að séð sé í gegnum vankanta sem kunna að vera á máli þeirra án þess að skipt sé yfir á ensku. Samfélagið sjálft býður nefnilega ekki, alls ekki, upp á þetta rými! Aðalmálið var samt að leiða móðurmálshöfum það fyrir sjónir að innflytjendur læra ekki íslensku nema henni sé haldið að þeim og að þeir hafi því einfalda hlutverki að gegna að tala íslensku, að miðla málinu og geta beitt allskonar málsniði sem hentar málfærni viðmælenda hverju sinni. Ég vann að þessu að mestu ólaunað í rúm fjögur ár. Raunar eitthvað lengur þar sem grunnur var lagður að mörgu einhverjum árum áður hjá Háskólasetrinu. Þetta var barningur, þetta er barningur því það er mjög erfitt að fá móðurmálshafa til að gefa þessu gaum, mjög erfitt að fá þá til þess að hvetja erlenda vini til að taka þátt og taka þátt með þeim. Bróðurpartur starfs míns fór í að reyna að fá fólk til að mæta, stór hluti að reyna að opna augu fyrirtækja og Ísafjarðarbæjar fyrir málefninu. En uppákomurnar staðfestu enn frekar að þessi nálgun er rétt. Samskipti lærdómsfúsra og þeirra sem málið kunna gengu oftast nær vel fyrir sig, stundum með smá tilsögn, stundum með því að minna fólk á að nota ekki ensku sem vissulega þarf. Reynsla mín hefir leitt mér nokkur atriði fyrir sjónir. Það er vel hægt að miðla íslensku án þess að hafa sérfræðikunnáttu, hægt er að tjá sig á íslensku við fólk án þess að viðmælandi kunni mikið fyrir sé í málinu, jafnvel ekki neitt. Reglan þarf bara að vera sú að íslenska sé málið. Reynsla mín hefir jafnframt leitt mér það fyrir sjónir að samfélagslegar aðstæður fyrir máltileinkun eru afleitar, vítahringur íslenskunnar felur það í sér að fólk lendir æ á vegg þegar kemur að því að nota málið og samfélagið sjálft ber þar sök að máli, samfélagið reisir þessa veggi með sínu kröfuleysi sem og almennri kröfu um ensku sem samskiptamál. Það mun líklega ekkert breytast nema þessi múr verði mölvaður og það gerist einfaldlega með því að allir sem vilja tala íslensku hætti að gera eilífar málamiðlanir og tali bara íslensku því að gera öllum stundum. Alls konar íslensku með þeirri þolinmæði sem oft þarf. Það virkar kalt en ég er viss um að innflytjendur muni þakka fyrir það og það meira að segja á íslensku í framtíðinni. Staðreyndin er nefnilega sú að við öll, eða flest, viljum tala íslensku. Til að draga þetta aðeins saman. Þá er ljóst að samfélagið þarf að byrja gera körfu um íslensku, sé raunverulega vilji fyrir því að íslenska sé notuð. Fólk og yfirvaldið … þarf að átta sig á því að ekki þarf sérfræðikunnáttu til að miðla málinu. Það þarf að drepa íslenska fyrir Íslendinga viðhorf: Þarf að drepa það viðhorf að íslenska sé svo erfið að enginn nema sérfræðingur hafi tök á að miðla henni. Maður lærir mest á því að nota málið, það gengur í báðar áttir. Almenn vitundarvakning verður að eiga sér stað en hún virkar ekki nema yfirvaldið og atvinnurekendur taki þátt og skapi saman hvata og kröfu um almenna íslenskunotkun, kröfu um íslenskukunnáttu á öllum stöðum (mismikla eftir eðli starfsins) og það ekki fyrir móðurmálshafa heldur fyrir þá sem læra. Það á ekki að gefa afslátt af íslenskukunnáttu, afsláttur leiðir til þess að hún sé léttvæg fundin. Fólk þarf að rekast á veggi með enskuna og miklu fyrr í máltileinkunarferlinu MIKLU FYRR! Ég enda þetta svo á hugtakinu almannkennari sem komið er frá Peter Weiss enn forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða. Ég er á því að ekki væri úr vegi að hrint yrði af stað átaki til að benda á þá staðreynd að allir sem á annað borð kunna íslensku geti orðið slíkir, almannakennari. Svona eins og ég. Ég lít nefnilega fyrst og síðast á mig sem slíkan. Ég kann í ekki mikið fyrir mér annað en að tala íslensku … en slíkt getur gert gæfumuninn, almannakennarinn. Höfundur er almannakennari í íslensku sem öðru máli.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun