Körfubolti

Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum á móti Slóvökum. Hér skorar hann 2 af 26 stigum sínum í leiknum.
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum á móti Slóvökum. Hér skorar hann 2 af 26 stigum sínum í leiknum. Vísir/Bára

Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum.

Eftir fyrstu tvær umferðirnar í forkeppni undankeppni HM 2023 þá er Tryggvi með flest fráköst og flest varin skot að meðaltali í leik og svo í öðru sæti yfir flest stig og hæsta framlag í leik.

Tryggvi tók 14,5 fráköst að meðaltali í þessum fyrstu tveimur leikjum en næstur honum kemur Clancy Rugg frá Lúxemborg með 14,0 fráköst í leik. Clancy Rugg er einn af mörgum bandarísku leikmönnunum sem spila með hinum landsliðunum í þessari keppni.

Tryggvi varð síðan 5,5 skot að meðaltali í þessum tveimur leikjum en næstur honum á þeim lista kemur Slóvakinn Vladimir Brodziansky með 3,0 varin skot í leik.

Umræddur Clancy Rugg er með flest stig í leik eða 25,5 í leik en Tryggvi kemur næstur með 21,0 stig að meðaltali.

Tryggvi er líka næstu á eftir Clancy Rugg í framlagi en Clancy Rugg er með 32,5 framlagsstig að meðaltali en Tryggvi er rétt á eftir með 32,0 framlagsstig í leik. Kósóvinn Drilion Hajrizi er síðan með 30,5 framlagsstig í leik.

Pavel Ermolinskij spilaði bara seinni leikinn í þessum glugga en gaf í honum 11 stoðsendingar. Hann er með með flestar slíkar að meðaltali og væri líka í öðru sæti yfir heildarstoðsendingar í þessum tveimur fyrstu umferðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×