Í beinni í dag: Toppslagur í Olís deild kvenna | Kemur Immobile Lazio í toppsætið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 06:00 Það verður hart barist að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Daníel Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport) Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport)
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15