Sevilla kom til baka gegn Man United og tryggði sér sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 21:02 Luuk De Jong fagnar eftir að hafa skorað sigurmark leiksins. Marius Becker/Getty Images Sevilla er komið í úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Manchester United.Sevilla er komið í úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Manchester United. Fyrir leik vakti það athygli að David De Gea var í marki Manchester United en ekki Sergio Romero. Sá argentíski hefur fengið að spila bikar- og Evrópuleiki undanfarin misseri en ekki þennan. Síðast þegar De Gea var valinn fram yfir Romero fyrir svona leik þá átti Spánverjinn hörmulegan leik í 3-1 tapi Manchester United gegn Chelsea í FA-bikarnum. Manchester United byrjaði leikinn af krafti. Þeir spiluðu sig í gegnum vörn gestanna á sjöttu mínútu og eftir að Marcus Rashford náði skoti að marki var hann tæklaður illa af Diego Carlos. Vítaspyrna dæmd og þar með var Man Utd komið yfir þar sem Bruno Fernandes klúðrar einfaldlega ekki vítum. Bruno – sem skoraði einnig úr vítaspyrnu í 8-liða úrslitum er Man Utd vann FC Kaupmannahöfn 1-0 – tók eitt af sínum furðulegu tilhlaupum en spyrnan var frábær og flaug upp í samskeytin. Var þetta áttunda mark Feranndes í tíu leikjum í Evrópudeildinni. 20 Since his @ManUtd debut in February, only Robert Lewandowski (28) and Lionel Messi (27) have had a hand in more goals in all competitions than Bruno Fernandes within Europe's top five leagues (20 - 12 goals, 8 assists), the same as Kai Havertz and Cristiano Ronaldo. Focused. pic.twitter.com/8MzUcNjr10— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2020 Sevilla jafnaði metin á 25. mínútu eftir frábæra sókn. Þeir færðu boltann vel frá hægri yfir til vinstri þar sem Lucas Ocampos fór illa með Victor Lindelöf. Sergio Reguilon gaf svo fyrir markið þar sem Suso kom aðsvífandi og skoraði örugglega. Staðan orðin 1-1 eftir aðeins 25. mínútna leik. Man Utd byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Markvörður Sevilla varði meistaralega á þeim kafla leiksins og svo virtist sem allur kraftur væri úr United liðinu í kjölfarið. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær fengu svo að borga fyrir það að hafa klúðrað öllum þessum færum. Jesus Navas – fyrrum leikmaður Manchester City – óð þá upp hægri væng Sevilla eftir að Brandon Williams reyndi að fiska aukaspyrnu. Sevilla v Manchester United - UEFA Europa League Semi Final COLOGNE, GERMANY - AUGUST 16: Jesus Navas of Seville during the UEFA Europa League Semi Final between Sevilla and Manchester United at RheinEnergieStadion on August 16, 2020 in Cologne, Germany. (Photo by James Williamson - AMA/Getty Images) Navas flengdi boltanum fyrir markið þar sem Luuk de Jong – sá hinn sami og var á láni hjá Newcastle United um árið – stakk sér á milli Lindelöf og Aaron Wan-Bissaka og stangaði tuðruna í markið. Fernandes lét Lindelöf heyra það í kjölfarið og svaraði sá sænski fullum hálsi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins líkt og þegar liðin mættust á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu vorið 2018. Er þetta þriðji undanúrslitaleikur Man Utd á tímabilinu en liðið hefur tapað þeim öllum. 8 Luuk De Jong has scored his first goal in 12 games, netting his eighth goal of the season in all competitions the joint-most he has managed in a single season for a club outside of his home country Holland (also 8 in 12-13). Butter. #UEL pic.twitter.com/3WVKZQDsNg— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2020 Sevilla er þar af leiðandi komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar enn eina ferðina en liðið vann keppnina frá 2014-2016. Á morgun kemur í ljós hvort Inter Milan eða Shakhtar Donetsk komast einnig í úrslitin. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Köln í Þýskalandi þann 21. ágúst og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Sevilla er komið í úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Manchester United.Sevilla er komið í úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Manchester United. Fyrir leik vakti það athygli að David De Gea var í marki Manchester United en ekki Sergio Romero. Sá argentíski hefur fengið að spila bikar- og Evrópuleiki undanfarin misseri en ekki þennan. Síðast þegar De Gea var valinn fram yfir Romero fyrir svona leik þá átti Spánverjinn hörmulegan leik í 3-1 tapi Manchester United gegn Chelsea í FA-bikarnum. Manchester United byrjaði leikinn af krafti. Þeir spiluðu sig í gegnum vörn gestanna á sjöttu mínútu og eftir að Marcus Rashford náði skoti að marki var hann tæklaður illa af Diego Carlos. Vítaspyrna dæmd og þar með var Man Utd komið yfir þar sem Bruno Fernandes klúðrar einfaldlega ekki vítum. Bruno – sem skoraði einnig úr vítaspyrnu í 8-liða úrslitum er Man Utd vann FC Kaupmannahöfn 1-0 – tók eitt af sínum furðulegu tilhlaupum en spyrnan var frábær og flaug upp í samskeytin. Var þetta áttunda mark Feranndes í tíu leikjum í Evrópudeildinni. 20 Since his @ManUtd debut in February, only Robert Lewandowski (28) and Lionel Messi (27) have had a hand in more goals in all competitions than Bruno Fernandes within Europe's top five leagues (20 - 12 goals, 8 assists), the same as Kai Havertz and Cristiano Ronaldo. Focused. pic.twitter.com/8MzUcNjr10— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2020 Sevilla jafnaði metin á 25. mínútu eftir frábæra sókn. Þeir færðu boltann vel frá hægri yfir til vinstri þar sem Lucas Ocampos fór illa með Victor Lindelöf. Sergio Reguilon gaf svo fyrir markið þar sem Suso kom aðsvífandi og skoraði örugglega. Staðan orðin 1-1 eftir aðeins 25. mínútna leik. Man Utd byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Markvörður Sevilla varði meistaralega á þeim kafla leiksins og svo virtist sem allur kraftur væri úr United liðinu í kjölfarið. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær fengu svo að borga fyrir það að hafa klúðrað öllum þessum færum. Jesus Navas – fyrrum leikmaður Manchester City – óð þá upp hægri væng Sevilla eftir að Brandon Williams reyndi að fiska aukaspyrnu. Sevilla v Manchester United - UEFA Europa League Semi Final COLOGNE, GERMANY - AUGUST 16: Jesus Navas of Seville during the UEFA Europa League Semi Final between Sevilla and Manchester United at RheinEnergieStadion on August 16, 2020 in Cologne, Germany. (Photo by James Williamson - AMA/Getty Images) Navas flengdi boltanum fyrir markið þar sem Luuk de Jong – sá hinn sami og var á láni hjá Newcastle United um árið – stakk sér á milli Lindelöf og Aaron Wan-Bissaka og stangaði tuðruna í markið. Fernandes lét Lindelöf heyra það í kjölfarið og svaraði sá sænski fullum hálsi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins líkt og þegar liðin mættust á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu vorið 2018. Er þetta þriðji undanúrslitaleikur Man Utd á tímabilinu en liðið hefur tapað þeim öllum. 8 Luuk De Jong has scored his first goal in 12 games, netting his eighth goal of the season in all competitions the joint-most he has managed in a single season for a club outside of his home country Holland (also 8 in 12-13). Butter. #UEL pic.twitter.com/3WVKZQDsNg— OptaJoe (@OptaJoe) August 16, 2020 Sevilla er þar af leiðandi komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar enn eina ferðina en liðið vann keppnina frá 2014-2016. Á morgun kemur í ljós hvort Inter Milan eða Shakhtar Donetsk komast einnig í úrslitin. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Köln í Þýskalandi þann 21. ágúst og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti