SAS stöðvar ferðir til Kína Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2020 12:52 SAS býður upp á ferðir til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking. Getty Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama. Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta. Er þetta gert vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. DR segir frá því að ferðum SAS til og frá kínversku borganna Sjanghæ og Peking verði aflýst, dagana 31. janúar til 9. febrúar. Verði svo síðar tekin ákvörðun hvort að tímabilið verði framlengt. SAS hefur flogið til og frá borgunum sex sinnum í viku. „Við fljúgum þangað í kvöld og heim í fyrramálið, en eftir það verður lokað á allar ferðir,“ segir Kristian de Place Gamborg Hansen, starfandi upplýsingafulltrúi félagsins. Þá verður sala á miðum SAS til stórborganna tveggja stöðvuð til loka febrúarmánaðar. SAS hyggst aðstoða þá viðskiptavini sem eiga miða til Peking og Sjanghæ á tímabilinu sem um ræðir við að komast á áfangastað með öðrum leiðum. Norræna flugfélagið mun áfram fljúga til og frá Hong Kong, en yfirvöld þar hafa lokað á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlands Kína. Með ákvörðun sinni hefur SAS bæst í hóp röð flugfélaga sem hafa stöðvað ferðir til Kína, en áður hafa British Airways, KLM, Swiss Airlines, Austria Airways, Canada Airlines og Lufthansa gert slíkt hið sama.
Danmörk Fréttir af flugi Kína Noregur Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira