Árangursrík hagsmunabarátta stúdenta í húsnæðismálum Eyrún Baldursdóttir skrifar 31. janúar 2020 14:00 Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun