Sjáðu hversu reiður Gary Neville var þegar Martial klúðraði dauðafærinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:00 Gary Neville og Jamie Carragher vinna báðir fyrir Sky Sports. Getty/Michael Regan Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira