Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 07:01 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi fá skjóta afgreiðslu í kærumálinu mikla en varð heldur betur ekki að þeirri ósk sinni. Getty/ Richard Pelham Enska úrvalsdeildin höfðaði mál gegn Manchester City fyrir meira en tveimur árum síðan en enn er ekkert að frétta af niðurstöðunum. Það er því ekkert skrýtið að margir séu hreinlega búnir að gleyma því að málið sé enn í gangi. Breska ríkisútvarpið fór stuttlega yfir stöðuna í þessu risastóra en óljósa máli sem er allt afgreitt á bak við tjöldin. Manchester City var kært fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar en einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um að kærurnar séu jafnvel enn fleiri. Þessi meintu brot voru framin á árunum 2009 til 2018 eða á þeim tíma sem Manchester City var að breytast í eitt stærsta knattspyrnufélag Evrópu. With the hearing into Man City's 115 charges set for next month, some of their fans are really putting in the hard yards... pic.twitter.com/luyZc3EBGD— Paddy Power (@paddypower) August 13, 2024 Enska úrvalsdeildin höfðaði málið í febrúar 2023. Aðeins nokkrum mánuðum seinna kallaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir skjótri niðurstöðu og sagðist ekki skilja af hverju væri ekki hægt að afgreiða þetta hraðar. Hann hefur þurft að bíða miklu lengur. Síðan eru liðnir meira en 24 mánuðir og enn er ekkert að frétta. Þrjár ástæður gefnar upp Lögfræðisveit City mætti af miklum krafti inn í málið en það var þekkt á sínum tíma þegar þeim tókst að láta vísa frá kærum UEFA fyrir svipuð brot. Það hafa því margir trú á öflugum lögfræðingum Manchester City. Áheyrn Manchester City fór fram fyrir framan þrjá hlutlausa dómara og hófst í september 2024 en hún tók tíu vikur. BBC telur að þrjár ástæður séu fyrir því að engin niðurstaða sé komin fram ennþá. Þær eru fjöldi kæranna, hvernig þær eru samansettar og hvernig bæði enska úrvalsdeildin og Manchester City hafa háttað sínum málum. Kieran Maguire er sérfræðingur í rekstrarmálum fótboltafélaga og hann telur að fjöldi sönnunargagna í málinu nái yfir hálfa milljón. Það tekur sinn tíma að fara yfir allt saman og meta gögnin. Auk þess fékk Manchester City tækifæri til að fara yfir þau öll og verja sig. Þar voru engin vettlingatök í gangi heldur voru lögfræðingar félagsins mjög agressífir. Búist við áfrýjun hvernig sem fer Það er líka ljóst að þótt að dómurinn falli loksins þá má búast við því að annað hvort Manchester City eða enska úrvalsdeildin muni áfrýja honum. City gæti einnig krafist þetta að fá skaðabætur ef félagið vinnur málið. Aftur á móti ef enska úrvalsdeildin vinnur málið þá má búast við hörðum refsingum til handa Manchester City, sem gæti verið dæmt úr deildinni og jafnvel misst titla sem unnust á þessum árum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt BBC og fá það sem er vitað um málið í dag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira
Það er því ekkert skrýtið að margir séu hreinlega búnir að gleyma því að málið sé enn í gangi. Breska ríkisútvarpið fór stuttlega yfir stöðuna í þessu risastóra en óljósa máli sem er allt afgreitt á bak við tjöldin. Manchester City var kært fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar en einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um að kærurnar séu jafnvel enn fleiri. Þessi meintu brot voru framin á árunum 2009 til 2018 eða á þeim tíma sem Manchester City var að breytast í eitt stærsta knattspyrnufélag Evrópu. With the hearing into Man City's 115 charges set for next month, some of their fans are really putting in the hard yards... pic.twitter.com/luyZc3EBGD— Paddy Power (@paddypower) August 13, 2024 Enska úrvalsdeildin höfðaði málið í febrúar 2023. Aðeins nokkrum mánuðum seinna kallaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir skjótri niðurstöðu og sagðist ekki skilja af hverju væri ekki hægt að afgreiða þetta hraðar. Hann hefur þurft að bíða miklu lengur. Síðan eru liðnir meira en 24 mánuðir og enn er ekkert að frétta. Þrjár ástæður gefnar upp Lögfræðisveit City mætti af miklum krafti inn í málið en það var þekkt á sínum tíma þegar þeim tókst að láta vísa frá kærum UEFA fyrir svipuð brot. Það hafa því margir trú á öflugum lögfræðingum Manchester City. Áheyrn Manchester City fór fram fyrir framan þrjá hlutlausa dómara og hófst í september 2024 en hún tók tíu vikur. BBC telur að þrjár ástæður séu fyrir því að engin niðurstaða sé komin fram ennþá. Þær eru fjöldi kæranna, hvernig þær eru samansettar og hvernig bæði enska úrvalsdeildin og Manchester City hafa háttað sínum málum. Kieran Maguire er sérfræðingur í rekstrarmálum fótboltafélaga og hann telur að fjöldi sönnunargagna í málinu nái yfir hálfa milljón. Það tekur sinn tíma að fara yfir allt saman og meta gögnin. Auk þess fékk Manchester City tækifæri til að fara yfir þau öll og verja sig. Þar voru engin vettlingatök í gangi heldur voru lögfræðingar félagsins mjög agressífir. Búist við áfrýjun hvernig sem fer Það er líka ljóst að þótt að dómurinn falli loksins þá má búast við því að annað hvort Manchester City eða enska úrvalsdeildin muni áfrýja honum. City gæti einnig krafist þetta að fá skaðabætur ef félagið vinnur málið. Aftur á móti ef enska úrvalsdeildin vinnur málið þá má búast við hörðum refsingum til handa Manchester City, sem gæti verið dæmt úr deildinni og jafnvel misst titla sem unnust á þessum árum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt BBC og fá það sem er vitað um málið í dag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira