Sjáðu hversu reiður Gary Neville var þegar Martial klúðraði dauðafærinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:00 Gary Neville og Jamie Carragher vinna báðir fyrir Sky Sports. Getty/Michael Regan Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira