„Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2025 09:00 Manchester United v Bournemouth - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - DECEMBER 15: Matheus Cunha of Manchester United celebrates scoring a goal to make the score 4-3 with Amad during the Premier League match between Manchester United and Bournemouth at Old Trafford on December 15, 2025 in Manchester, England. (Photo by Richard Martin-Roberts - CameraSport via Getty Images) Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum. United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik á Old Trafford í gær. Heimamenn voru mikið mun betri í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bournemouth skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en United náði forystunni aftur áður en Eli Junior Kroupi jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Man. Utd. - Bournemouth 4-4 Carragher greindi leikinn í Monday Night Football á Sky Sports og hrósaði United-liðinu fyrir frammistöðuna. „Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn Amorims, sérstaklega í fyrri hálfleik, jafnvel frá fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal,“ sagði Carragher. „Manchester United voru frábærir fyrstu 25-30 mínúturnar. Þetta var nánast afturhvarf til tíma Sir Alex Ferguson; hraður sóknarbolti, leikmenn tóku kröftug hlaup fram á við, sýndu frumkvæði og voru snöggir að vinna boltann.“ Hjálpaði ekki að vera með unga varnarmenn Carragher sagði þó að United gæti gert mun betur í varnarleiknum en liðið gerði í gær. „Að halda hreinu er stórt vandamál fyrir þá. Þeir voru í vandræðum á báðum endum vallarins á síðasta tímabili. Eins og við fjölluðum um fyrir leik eru þeir að bæta sóknarleikinn og við sáum það í kvöld [í gær]. Mér fannst sóknarmenn Manchester United frábærir,“ sagði Carragher. Áhorfendur á Old Trafford fengu nóg fyrir peninginn í gær.getty/Marc Atkins „Þeir voru með marga unga varnarmenn í kvöld sem hjálpaði ekki. Ég hef verið í þessari stöðu. Oftar en ekki þegar þú gerir mistök sem ungur varnarmaður kostar það mark.“ United eins og þeir eiga að vera Carragher segir að United hafi fundið sitt einkenni á ný í leiknum í gær. „Jafnvel þótt þetta hafi endað 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna þetta í lokin var United mun betra liðið,“ sagði Carragher. „Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, og sérstaklega undir stjórn Amorims, sem mér fannst ég horfa á United eins og United á að vera. Sókn eftir sókn, skyndisóknir og andstæðingurinn sogaðist inn í eigin vítateig fyrir framan Stretford End. Þeir áttu sér enga undankomuleið.“ Eftir leikinn í gær er United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á Villa Park á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik á Old Trafford í gær. Heimamenn voru mikið mun betri í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bournemouth skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en United náði forystunni aftur áður en Eli Junior Kroupi jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Man. Utd. - Bournemouth 4-4 Carragher greindi leikinn í Monday Night Football á Sky Sports og hrósaði United-liðinu fyrir frammistöðuna. „Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn Amorims, sérstaklega í fyrri hálfleik, jafnvel frá fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal,“ sagði Carragher. „Manchester United voru frábærir fyrstu 25-30 mínúturnar. Þetta var nánast afturhvarf til tíma Sir Alex Ferguson; hraður sóknarbolti, leikmenn tóku kröftug hlaup fram á við, sýndu frumkvæði og voru snöggir að vinna boltann.“ Hjálpaði ekki að vera með unga varnarmenn Carragher sagði þó að United gæti gert mun betur í varnarleiknum en liðið gerði í gær. „Að halda hreinu er stórt vandamál fyrir þá. Þeir voru í vandræðum á báðum endum vallarins á síðasta tímabili. Eins og við fjölluðum um fyrir leik eru þeir að bæta sóknarleikinn og við sáum það í kvöld [í gær]. Mér fannst sóknarmenn Manchester United frábærir,“ sagði Carragher. Áhorfendur á Old Trafford fengu nóg fyrir peninginn í gær.getty/Marc Atkins „Þeir voru með marga unga varnarmenn í kvöld sem hjálpaði ekki. Ég hef verið í þessari stöðu. Oftar en ekki þegar þú gerir mistök sem ungur varnarmaður kostar það mark.“ United eins og þeir eiga að vera Carragher segir að United hafi fundið sitt einkenni á ný í leiknum í gær. „Jafnvel þótt þetta hafi endað 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna þetta í lokin var United mun betra liðið,“ sagði Carragher. „Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, og sérstaklega undir stjórn Amorims, sem mér fannst ég horfa á United eins og United á að vera. Sókn eftir sókn, skyndisóknir og andstæðingurinn sogaðist inn í eigin vítateig fyrir framan Stretford End. Þeir áttu sér enga undankomuleið.“ Eftir leikinn í gær er United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á Villa Park á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56
Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55