„Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:47 Ofbeldið í stúkunni í Buenos Aires í vikunni var skelfilegt og enduðu margir á sjúkrahúsi. Getty/Sebastian Nanco Forráðamenn fótboltaliðsins Universidad de Chile segja argentínsku lögregluna og forráðamenn Independiente hafa brugðist þegar 19 stuðningsmenn liðsins enduðu á sjúkrahúsi eftir „eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“. Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins. Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins.
Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira