Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2025 15:32 Eberechi Eze í leik Chelsea og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Allt bendir til að það hafi verið hans síðasti leikur fyrir Palace. epa/NEIL HALL Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur að Skytturnar geti orðið Englandsmeistarar ef þær ganga frá kaupunum á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze. Flest benti til þess að Eze væri á leið til Tottenham en Arsenal virðist vera að stela honum fyrir framan nefið á erkifjendum sínum. Talið er að Arsenal greiði Crystal Palace 67,5 milljónir punda fyrir Eze. Merson segir að Eze sé nákvæmlega það sem Arsenal þurfi og telur að eftir komu hans geti Skytturnar orðið meistarar. Arsenal hefur lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð. „Eze eru frábær kaup fyrir Arsenal. Þetta er leikbreytir og hann passar fullkomlega í liðið. Ef Arsenal hefði leyft Spurs að fá hann hefði ég efast um hvað félagið væri að gera því hann er góður leikmaður,“ sagði Merson. Hann telur að með tilkomu Ezes sé Arsenal betur í stakk búið til að brjóta varnir andstæðinganna á bak aftur, sérstaklega á heimavelli. „Arsenal á í vandræðum þegar lið koma á Emirates og setja alla leikmennina fyrir aftan boltann. Lið vilja takmarka plássið sem Arsenal spilar á og þeir hafa átt erfitt með að brjóta lið niður með þessari aðferð,“ sagði Merson. „Þar kemur Eze sterkur inn að mínu mati. Hann er með þennan X-faktor í jöfnum og erfiðum leikjum til að leysa varnir sem spila aftarlega. Hann er kannski ekki lausnin á útivelli. Lið eins og Liverpool og Manchester City gætu sett þá undir pressu og þeir gætu þurft að spila á annan hátt. En þess vegna ertu með stóran leikmannahóp. Gegn lakari liðum á heimavelli, þar sem Arsenal er 70-80 prósent með boltann, geturðu leyft Eze að gera það sem hann vill því þá gerist eitthvað.“ Eze, sem er 27 ára, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir Palace þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Sama dag vann Arsenal Manchester United, 1-0. Eze þekkir ágætlega til hjá Arsenal en hann var á mála hjá félaginu á sínum yngri árum. Ferilinn hófst hins vegar með QPR og þaðan fór hann til Palace fyrir fimm árum. Eze hefur leikið 169 leiki fyrir Palace og skorað fjörutíu mörk. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í vor. Næsti leikur Arsenal er gegn Leeds United á Emirates á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira
Flest benti til þess að Eze væri á leið til Tottenham en Arsenal virðist vera að stela honum fyrir framan nefið á erkifjendum sínum. Talið er að Arsenal greiði Crystal Palace 67,5 milljónir punda fyrir Eze. Merson segir að Eze sé nákvæmlega það sem Arsenal þurfi og telur að eftir komu hans geti Skytturnar orðið meistarar. Arsenal hefur lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð. „Eze eru frábær kaup fyrir Arsenal. Þetta er leikbreytir og hann passar fullkomlega í liðið. Ef Arsenal hefði leyft Spurs að fá hann hefði ég efast um hvað félagið væri að gera því hann er góður leikmaður,“ sagði Merson. Hann telur að með tilkomu Ezes sé Arsenal betur í stakk búið til að brjóta varnir andstæðinganna á bak aftur, sérstaklega á heimavelli. „Arsenal á í vandræðum þegar lið koma á Emirates og setja alla leikmennina fyrir aftan boltann. Lið vilja takmarka plássið sem Arsenal spilar á og þeir hafa átt erfitt með að brjóta lið niður með þessari aðferð,“ sagði Merson. „Þar kemur Eze sterkur inn að mínu mati. Hann er með þennan X-faktor í jöfnum og erfiðum leikjum til að leysa varnir sem spila aftarlega. Hann er kannski ekki lausnin á útivelli. Lið eins og Liverpool og Manchester City gætu sett þá undir pressu og þeir gætu þurft að spila á annan hátt. En þess vegna ertu með stóran leikmannahóp. Gegn lakari liðum á heimavelli, þar sem Arsenal er 70-80 prósent með boltann, geturðu leyft Eze að gera það sem hann vill því þá gerist eitthvað.“ Eze, sem er 27 ára, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir Palace þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Sama dag vann Arsenal Manchester United, 1-0. Eze þekkir ágætlega til hjá Arsenal en hann var á mála hjá félaginu á sínum yngri árum. Ferilinn hófst hins vegar með QPR og þaðan fór hann til Palace fyrir fimm árum. Eze hefur leikið 169 leiki fyrir Palace og skorað fjörutíu mörk. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í vor. Næsti leikur Arsenal er gegn Leeds United á Emirates á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira